Orð og tunga - 01.06.2009, Qupperneq 113
Vésteinn Ólason: Hugtök og heiti í bókmenntafræði
103
þaz hatta tal er Snorri hevir ort um Hak[on] konvng ok
Skvla hertug[a]. (Uppsala Edda 1977:1).
í Skáldskaparmálum segir Snorri goðsögn af uppruna skáldskapar-
ins, eða skáldamjaðarins; sagan er í sjálfu sér ekki skáldskapar- eða
bókmenntafræði, en þó er í lok hennar vikið að því að ekki sé allur
skáldskapur jafngóður: Þar segir frá skáldfíflahlutnum, því sem örn-
inn sendi aftur - eða „repti" aftur, eins og segir í Uppsala Eddu (Upp-
sala Edda 1977:37). Það er reyndar íhugunarefni að orðið „leir" hefur
þarna breytta merkingu, og ekki er víst að allir sem tala um „leirburð"
hugsi út í hvað orðið merkir í Skáldskaparmálum. En það er ekki fyrr
en þessari sögu er lokið að Snorri gerist í alvöru bókmenntafræðingur
og fer að skilgreina skáldskap eða bundið mál. Hann lætur Braga, guð
skáldskaparins, vera þann sem segir skil á skáldskap, og fer vitaskuld
vel á því, en spurningar Ægis fela vissulega í sér skáldskaparfræði-
lega hugsun. Ægir spyr: „Hversv amarga lund breytit þer orðtpkum
skaldskapar, eþa hversv mprg erv kyn skaldskaparins?" (Snorra Edda
1931:85). Með „orðtökum skáldskapar", sem breytt er, á hann við
hvernig orðum sé hagað til að ræða verði skáldleg og greinist frá lausu
og hversdagslegu máli, en þegar Bragi er spurður nánar um „kyn"
skáldskapar, svarar hann: „Mal ok hættir", og á við „stíl" og „brag".
Bókmenntafræði Snorra er af þröngu sviði, fjallar annars vegar um
stíl: hvernig hægt sé að tala um viðfangsefni, nefna þau með heit-
um og kenningum af fjölmörgu tagi og skerpa á með sannkenningum
og viðkenningum, sem hann kallar svo; hins vegar fjallar Snorri um
brag og þá einkum um bragarhætti. Orðin sem hann notar og kalla
má fræðileg eru ekki mjög mörg, nema nöfn hátta, sem í raun eru
oft ekki síður miðuð við tilbrigði í stíl en brag. Snorri setur mál sitt
fram með dæmum fremur en sértekningum eða alhæfingum; hugsun
hans er fremur hluttæk en sértæk, eins og hjá fornum lögspekingum
okkar. Hann sýnir bragarhætti og nefnir þá, en þó eru í Eddu stutt-
ir kaflar með meiri sértekningum, eins og í upphafi Háttatals (Snorra
Edda 1931:213).1 Bróðursonur Snorra, Ólafur hvítaskáld, finnur síð-
an í málskrúðsfræði sinni, sem er hluti af Þriðju málfræðiritgerðinni,
íslensk dæmi um stílbrögð margs konar sem hann nefnir sínum lat-
nesku heitum, og því er svo haldið áfram í Fjórðu málfræðiritgerð-
inni (Þriðja og fjórða málfræðiritgerðin 1884). íslensk skáld, einkum
'Margt hefur verið ritað um fræðihugtök Snorra, sjá einkum Margaret Clunies
Ross 1987 og Guðrún Nordal 2001 og rit sem þar er vísað til.