Orð og tunga - 01.06.2009, Síða 114

Orð og tunga - 01.06.2009, Síða 114
104 Orð og tunga rímnaskáldin, voru löngum meðvituð um form og mismun bragar- hátta, og gáfu þeim íslensk nöfn.2 Seinni tíma menn, Eggert Ólafsson, Jónas Hallgrímsson og ekki síst Benedikt Gröndal skrifuðu um fag- urfræði (Eggert Ólafsson 1832, Jónas Hallgrímsson 1837 og Benedikt Gröndal 1948-1954), svo að ekki sé minnst á ýmsa fræðimenn á tutt- ugustu öld.3 Hugtakakerfi íslenskrar bragfræði er margþætt og flókið, en hér verður hlaupið yfir þetta allt saman og sjónum beint að síðari hluta tuttugustu aldar. Hugtök og heiti í bókmenntafræði áttu sér undanfara, sem var kver- ið Bókmenntir eftir Hannes Pétursson, sem kom út 1972.4 Þar kemur orðið bókmenntafræði fyrir í tíunda sinn skv. Ritmálsskrá. Rit Hannes- ar er hið fyrsta sinnar tegundar á íslensku. Vitaskuld eru þar mörg sömu flettiorð og síðar voru í Hugtökum og heitum, en greinarnar að jafnaði mun styttri, enda er rit Hannesar ekki nema um þriðjungur af Hugtökum og heitum að blaðsíðutölu, en þó í talsvert minna broti. Bæði þessi rit taka vitaskuld mið af hliðstæðum ritum á erlendum tungum en hafa þó allmikið séríslenskt efni. í rit Hannesar hafa verið tekin upp nokkur nöfn fornrita og jafnvel þekktra handrita, sem ekki eru í Hugtökum og heitum, en þar eru þó fáeinar flettur með nöfnum Eddu- kvæða, svo sem Hávamál, Helgakviður, Guðrúnarkviður, Sigurðarkviður og Völuspá, og auk þess Sólarljóð, og eru þær svolítið undarlega sett- ar. Hannes afsakar handritanöfnin í sinni bók skemmtilega í formála: „Kennir í þessu nokkurrar ósamkvæmni, miðað við val uppflettiorða, ellegar svima vegna endurkomu íslenzkra handrita úr dönskum söfn- um" (Hannes Pétursson 1972:5). 2Nöfn rímnabragarhátta eru afar mörg og stundum tvö nöfn eða jafnvel fleiri á sama hætti, sjá: Helgi Sigurðsson 1891 og Sveinbjörn Beinteinsson 1953. Sjá einnig óðfræðivefinn Braga: http://ordab30.lexis.hi.is/bragi/. 3Sá íslendingur sem mest skrifaði á íslensku um fagurfræðileg efni í bókmennt- um fyrir 1900 var Benedikt Gröndal 1948-1954; sjá einkum 111:25-56, og IV:217-257. Um fræði Gröndals fjallar Þórir Óskarsson 1987, sjá einkum bls. 107-149. Sjá einnig Stílfræði hans og Þorleifs Haukssonar 1994. Skrif Gríms Thomsen um bókmennta- fræði voru aðallega á dönsku, um þau sjá Kristján Jóhann Jónsson 2004. - Vitaskuld er miklu víðar í prentuðum og óprentuðum ritum fyrri alda umræða um bókmenntir og einkenni þeirra, auk þess sem þýdd voru rit af þessu sviði, en í þessum stutta inn- gangi um bókmenntafræðileg hugtök er ekki hægt að nefna hvaðeina og enn síður að gera þessu efni verðug skil. 4Því efni mun upphaflega hafa verið ætlaður staður í alfræðiriti sem Menning- arsjóður ætlaði að gefa út. Sú fyrirætlun fór út um þúfur, en nokkur sjálfstæð kver komu út um sérstaka efnisflokka.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.