Orð og tunga - 01.06.2009, Side 115

Orð og tunga - 01.06.2009, Side 115
105 Vésteinn Ólason: Hugtök og heiti í bókmenntafræði Á áttunda tug síðustu aldar, þegar drög voru lögð að Hugtökum og heitum var mikil gerjun í fræðilegri umræðu um bókmenntir. Pósitív- ískar, eða raunhyggjulegar, rannsóknaraðferðir, sem lengi höfðu ríkt við háskóla á Vesturlöndum, voru á undanhaldi, og var þá þegar af því löng saga utan Islands.5 Þeir sem ráku flóttann höfðu fræðikenn- ingar og fræðiorð mjög á hraðbergi. Kynslóðaskipti urðu meðal bók- menntakennara við Háskóla íslands um 1970, og auðvitað hafði það veruleg áhrif á kennsluna. Kennsla í aðferðafræði, bókmenntagrein- ingu og kenningum um samband samfélags og bókmennta varð stöð- ugt fyrirferðarmeiri. í kennslunni þurfti að nota erlent efni, bækur og greinar. í þessu lestrarefni var krökkt af framandi hugtökum og fræði- legu orðfæri, og kennararnir urðu að glíma við að koma íslenskum orðum að viðfangsefnum. Þá varð fljótt ljóst að hvorki nægði að taka hugtökin upp óbreytt né finna íslensk nýyrði jafngild þeim ef ekki fylgdi raunverulegur skilningur á þeirri hugsun sem fram var reidd í slíkum búningi. Þann skilning var síðan einatt hægt að tjá með ís- lensku orðfæri án þess að gripið væri til hugtaka jafngildra þeim er- lendu. Engu að síður var þörf fyrir hvort tveggja, skilning á erlend- um hugtökum og ný íslensk hugtök. Frá upphafi þessa tímabils má auk Bókmennta Hannesar nefna Brag og Ijóðstíl Óskars Halldórsson- ar og Eðlisþætti skáldsögunnar eftir Njörð P. Njarðvík, og voru bæði þessi rit sprottin upp úr kennslu, einkum ætluð stúdentum og gefin út af Rannsóknastofnun í bókmenntafræði í samvinnu við Hið íslenzka bókmenntafélag.6 Hugtökum og heitum var ekki ætlað að skapa nýjan íslenskan orða- forða í bókmenntafræði; um það var góð samstaða meðal ritstjóra og bókmenntakennaranna sem mótuðu stefnuna. Stefnan var að kynna og festa í sessi íslensk hugtök sem til voru, einnig þau nýjustu, en nota annars alþjóðleg fræðiorð og gera grein fyrir merkingu þeirra. Þessi stefna tók mið af því að ný orð mundu þurfa nokkra prófun í riti og ræðu áður en ljóst yrði hvort þau mundu vinna sér slíkan þegnrétt að þau ættu erindi inn í bók, sem gert var ráð fyrir að mundi eiga sé nokkra framtíð sem kennslurit.7 Þessari stefnu er lýst í formála, bls. 8: sTæpt er á þeirri sögu með tilvísun í yfirlitsrit í grein eftir mig sem birtist 1964. 6Árið 1985 gaf Bókmenntafræðistofnun út Leikrit á bók eftir Jón Viðar Jónsson, sem einnig var ætluð stúdentum, og sama ár birtist Bókmemitafræði handa framhaldsskólum eftir undirritaðan, þar sem einnig var fjallað um ýmis undirstöðuhugtök, en bæði þessi rit komu sem sagt út á eftir Hugtökum og heitum í bókmenntafræði. 7Það hefur reynst rétt því að bókin hefur nokkrum sinnum verið endurprentuð.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.