Orð og tunga - 01.06.2009, Page 115
105
Vésteinn Ólason: Hugtök og heiti í bókmenntafræði
Á áttunda tug síðustu aldar, þegar drög voru lögð að Hugtökum og
heitum var mikil gerjun í fræðilegri umræðu um bókmenntir. Pósitív-
ískar, eða raunhyggjulegar, rannsóknaraðferðir, sem lengi höfðu ríkt
við háskóla á Vesturlöndum, voru á undanhaldi, og var þá þegar af
því löng saga utan Islands.5 Þeir sem ráku flóttann höfðu fræðikenn-
ingar og fræðiorð mjög á hraðbergi. Kynslóðaskipti urðu meðal bók-
menntakennara við Háskóla íslands um 1970, og auðvitað hafði það
veruleg áhrif á kennsluna. Kennsla í aðferðafræði, bókmenntagrein-
ingu og kenningum um samband samfélags og bókmennta varð stöð-
ugt fyrirferðarmeiri. í kennslunni þurfti að nota erlent efni, bækur og
greinar. í þessu lestrarefni var krökkt af framandi hugtökum og fræði-
legu orðfæri, og kennararnir urðu að glíma við að koma íslenskum
orðum að viðfangsefnum. Þá varð fljótt ljóst að hvorki nægði að taka
hugtökin upp óbreytt né finna íslensk nýyrði jafngild þeim ef ekki
fylgdi raunverulegur skilningur á þeirri hugsun sem fram var reidd
í slíkum búningi. Þann skilning var síðan einatt hægt að tjá með ís-
lensku orðfæri án þess að gripið væri til hugtaka jafngildra þeim er-
lendu. Engu að síður var þörf fyrir hvort tveggja, skilning á erlend-
um hugtökum og ný íslensk hugtök. Frá upphafi þessa tímabils má
auk Bókmennta Hannesar nefna Brag og Ijóðstíl Óskars Halldórsson-
ar og Eðlisþætti skáldsögunnar eftir Njörð P. Njarðvík, og voru bæði
þessi rit sprottin upp úr kennslu, einkum ætluð stúdentum og gefin út
af Rannsóknastofnun í bókmenntafræði í samvinnu við Hið íslenzka
bókmenntafélag.6
Hugtökum og heitum var ekki ætlað að skapa nýjan íslenskan orða-
forða í bókmenntafræði; um það var góð samstaða meðal ritstjóra og
bókmenntakennaranna sem mótuðu stefnuna. Stefnan var að kynna
og festa í sessi íslensk hugtök sem til voru, einnig þau nýjustu, en
nota annars alþjóðleg fræðiorð og gera grein fyrir merkingu þeirra.
Þessi stefna tók mið af því að ný orð mundu þurfa nokkra prófun í riti
og ræðu áður en ljóst yrði hvort þau mundu vinna sér slíkan þegnrétt
að þau ættu erindi inn í bók, sem gert var ráð fyrir að mundi eiga sé
nokkra framtíð sem kennslurit.7 Þessari stefnu er lýst í formála, bls. 8:
sTæpt er á þeirri sögu með tilvísun í yfirlitsrit í grein eftir mig sem birtist 1964.
6Árið 1985 gaf Bókmenntafræðistofnun út Leikrit á bók eftir Jón Viðar Jónsson, sem
einnig var ætluð stúdentum, og sama ár birtist Bókmemitafræði handa framhaldsskólum
eftir undirritaðan, þar sem einnig var fjallað um ýmis undirstöðuhugtök, en bæði
þessi rit komu sem sagt út á eftir Hugtökum og heitum í bókmenntafræði.
7Það hefur reynst rétt því að bókin hefur nokkrum sinnum verið endurprentuð.