Orð og tunga - 01.06.2009, Síða 135
Baldur Jónsson: Klambrar saga
125
Skáldkonan „Guðný Jónsdóttir frá Klömbrum" (1804-1836)
kenndi sig þannig við bæ sinn í Aðaldal, þar sem hún bjó með manni
sínum, sr. Sveini Níelssyni 1828-1835. Hún dó 1836, og var hennar
minnst í Fjölni árið eftir (3,2:30-32). í kvæði því sem þar er birt eftir
hana, koma þrívegis fyrir orðin „í Klömbrum". Upphaf þriðja erindis
er vel þekkt: „Man eg í Klömbrum meir en vel / morgna, hádag - en
best á kvöldin".13
Guðný var prestsdóttir frá Grenjaðarstað, þar sem bróðir hennar,
sr. Magnús Jónsson, varð prestur eftir föður þeirra, sr. Jón Jónsson.
Löngu eftir lát Guðnýjar kom þangað til starfa ungur læknir, Júlíus
Halldórsson, þá nýkominn frá námi, og gekk að eiga dóttur prests,
Ingibjörgu Magnúsdóttur. Skömmu síðar, 1878, fluttust þessi ungu
hjón að Klömbur í Vesturhópi, eins og nánar verður vikið að hér á
eftir.
Sama ár hóf Jón Þórðarson ábúð í Klömbur í Aðaldal. Á hann er
minnst af sérstöku tilefni í ísafold 1888 (bls. 28) með orðunum: „til
rannsóknar þeirrar, er hafin var gegn Jóni Þórðarsyni í Klömbur".
Þetta er eina dæmið um orðið klömbur í ritmálssafni Orðabókar Há-
skólans.14 Samkvæmt þessu hefir gamla beygingin ekki verið alveg úr
sögunni í Þingeyjarsýslu seint á 19. öld, og hún virðist fylgja niðjum
Jóns og tengdafólki sem þar hefir búið síðan. Það fólk er kennt við
bæinn með orðunum „í Klömbur" eða „frá Klömbur".15
í sýslu- og sóknalýsingum úr Þingeyjarsýslu 1839-1844 (útg. 1994)
er jörðin Klömbur í Aðaldal nefnd svo (sjá Þingeyjarsýslur, bls. 150) og
þolfall haft eins, en þágufallið er Klömbrum. Samsetningar eru Klambra-
sel (bær í Reykjahverfi), Klambravað, Klambrey og Klambramenn. Eftir
þessu að dæma hefir klömbur verið skilið sem fleirtöluorð. Sóknarlýs-
ingin sem hér um ræðir, er dagsett 24. október 1843 á „Grenjaðarstöð-
um".16 Höfundur hennar er sr. Jón Jónsson, faðir Guðnýjar skáldkonu
13Stafsetning mín. - Sjá einnig Guðnýjarkver.
14Seðilskrifari hefir talið það vera fleirtöluorð í kvenkyni („fpl."), en af dæminu er
ljóst að nafnið stendur í þágufalli eintölu.
15Tengdadóttir Jóns Þórðarsonar, Hildur Baldvinsdóttir frá Nesi, var jafnan kölluð
„Hildur í Klömbur" að sögn Jónasar Kristjánssonar prófessors. Jónas (f. 1924) ólst upp
í Fremstafelli í Kinn. - í júní 1987 kom út „Niðjatal jóns Þórðarsonar og Ólínu K. Sig-
urpálsdóttur frá Klömbur & Baldvins Þorgrímssonar og Halldóru Þ. Þórarinsdóttur
frá Nesi". Heimild: Kristín H. Pétursdóttir 1994:189.
16í lýsingunni sjálfri er nafnið á prestssetrinu ýmist haft í eintölu (Grenjaðarstaður)
eða fleirtölu (Grenjaðarstaðir).