Orð og tunga - 01.06.2009, Side 137
Baldur Jónsson: Klambrar saga
127
Nafnið Klömbur hefir breyst í samsetningum. í jarðabók Árna og
Páls er getið um „hólma í Laxá, sem Klambrarey heitir" (11:214). Sá
hólmi nefnist Klambrey í sóknarlýsingunni 1843, og er ætíð nefndur
' 20
svo nu.
Jörðin Klömbur í Aðaldal átti fyrrum í seli uppi í Reykjahverfi.
Það sel kemur við sögu í annálum við árið 1700, þegar maður sem
lenti í hrakningum, leitaði þar skjóls.21 Þar hefir nú verið búið samfellt
síðan 1848, en áður einungis á árunum 1772-1775. Bærinn er nú jafnan
nefndur Klambrasel, en ætti að heita Klambrarsel miðað við uppruna.22
í venjulegum framburði gat Klambrar- breyst í Klambra- hvenær sem
var.
2.6 Klömbur í Vesturhópi
Elsta heimildin um þennan bæ er skjal eitt frá því um 1344, þar sem
nafnið er ritað „klo[m]br" (sjá DI 5:2).24 Síðar heitir bærinn ávallt
Klömbur í jarðabókum (sbr. Hannes Þorsteinsson 1923:61). En hvers
vegna heitir hann þessu nafni?
Um Klömbur í Vesturhópi er sagt í jarðabók Árna og Páls (8:193) að
þar sé landþröng mikil og átroðningur af kvikfé á báða bóga. Staðhátt-
um er ekki lýst, en Margeir Jónsson (1924:17) hefir gefið þessa grein-
argóðu lýsingu:
við eignarfallið Klambrar. Annaðhvort sögðu þeir Klambra eða höfðu nafnið óbeygt.
Hann taldi að svarendur hefðu skilið nafnið sem fleirtöluorð. 24.2. 2004. - Minna má
á að eyjamöfnin Vigur og Kípur, sem beygðust í fyrstu eins og Klömbur, eru nú oftast
óbeygð (sjá Baldur Jónsson 2008:63 og 2. nmgr. og 1988:25-27).
20Sögn Önnu Gunnarsdóttur, húsfreyju í Klömbur, í samtali við höf. sumarið 2001.
21Selið er sagt vera frá Klömbur í Hvömmum. í Grímsstaðaannál (Ann. 3:514)
stendur að vísu „Klömbru", en það verður að teljast prentvilla eða ritglöp, sbr. Ann.
l:594nm.
22Sjá Björn Teitsson 1973:62. Björn ritar Klambrarsel. - Sá sem bjó í Klambrarseli á
18. öld var Benedikt Jónsson, föðurafi Bólu-Hjálmars (Indriði Indriðason 1983:241).
Indriði notar forna þágufallið Klömbur, en selið kallar hann þó Klambrasel.
23Glöggir menn hafa áttað sig á misræmi í meðferð þessara nafna. I talmálssafni
OH er þessi fyrirspurn, sett undir orðið klömbur, f. pl.: „Samkvæmt símaskránni eru til
Klömbrur og Klambrasel í Þingeyjarsýslu. Ætti þetta ekki að vera Klömbur og þá selið
Klambrasel [svo], þar af dregið? Klömbur hafa ýmsir nefnt". Þetta er haft eftir Sigurði
Draumland á Akureyri 1976, en er nánast óskiljanlegt. Líklegra er að Sigurður hafi
spurt hvort selið ætti ekki að heita Klambrarsel, hann hafi kunnað gömlu beyginguna
á orðinu klöinbur, en seðilskrifarinn ekki áttað sig á henni eða misritað í ógáti.
24Hér hefir láðst að rita nefhljóðsband yfir o-inu, sem tákn um 'm', eða það hefir
máðst út.