Orð og tunga - 01.06.2009, Page 162
152
Orð og tunga
nýja en samnafnið björn varðveitir það gamla, bjarnar, þvert á það sem
lögmálið spáir; hins vegar jöfnum höndum Sveinbjörns og Sveinbjarnar
af Sveinbjörn.
I íslensku er nefnifallið ómarkað, sbr. t.d. Eirík Rögnvaldsson
(1990:63-65), enda er það algengasta fall samnafna almennt; það stað-
festa tíðnitölur í íslenskri orðtíðnibók (1991:1156-1157) svo að ekki verð-
ur um villst. Skv. þessu er nefnifallið grunnmynd, sbr. Kurylowicz
(1968:75). Örnefni haga sér að ýmsu leyti á annan hátt eins og m.a.
má fræðast glöggt um hjá Haraldi Bernharðssyni (2004:28-32). í þessu
sambandi er vert að fylgja dæmi Haralds og vísa til orða Manczak
(1958:388-401) sem segir að sé sama orðið notað bæði sem samnafn
og örnefni varðveiti þau föll örnefnisins sem tákna dvöl á stað eða
hreyfingu frá stað fornlegri myndir en aðrar fallmyndir og samsvar-
andi samnafn. Þetta má sjá í þágufallsdæminu Hóli af Hóll andspænis
hól-0 af hóll.20 Jafnframt hefur Manczak ályktað sem svo að áhrifs-
breytingar gangi í aðra átt hjá samnöfnum en örnefnum/sérnöfnum.
I einni „tilhneiginga" sinna (nr. 9) lýsir hann því hvernig staðarfall
hafi fremur áhrif á önnur föll innan eins og sama beygingardæmis en
öfugt. Skv. íslenskri orðtíðnibók (1991:1156-1157) má sjá að þágufall er
langalgengasta fall örnefna eða 56,2%.21 í ljósi þess sem rakið hefur
verið og með vísun til Tiersma (1982:843) um sérmörkun fallmynda
eftir merkingarsviðum má því líta svo á að þágufall sé grunnmynd
örnefna, hið ómarkaða fall, enda hefur það mesta orðasafnsstyrkinn,
sbr. Bybee (1985). í ljósi alls þessa ætti það því að hafa mest áhrif.22
Horfum nú til íslensku. Þar getur þágufall táknað bæði dvöl og
hreyfingu:
(12) a. X er á Borgarfirði núna.
b. X fer frá Borgarfirði á morgun.
Fræðilega er hægt að gera ráð fyrir því að eystra með nefnifallinu Borg-
20Skylt er að geta þess að sémafnið Hóll hefur ekki alltaf þágufallsendinguna -i.
Hins vegar hefur samnafnið hana aldrei nema þá í samsetningum eins og sjónarhóll
en það orð er (nánast) alltaf notað í óeiginlegri merkingu í föstu sambandi. Það sama
á líka t.d. við um orðið stóll, sbr. sitja á friðarstóli.
21 í bókinni kemur líka fram að samsvarandi dæmi um eignarfall er 17,1%, þolfall
16,4% og nefnifall 10,4%.
22Það skal tekið fram að Haraldur Bemharðsson (2004:28-32) ræðir flestar þær
skoðanir og vísar til sömu fræðimanna og nefndir hafa verið hér í 4.3. Hann er þó
ekki að fjalla um þetta tiltekna mál.