Orð og tunga - 01.06.2009, Page 177
Haraldur Bernharðsson: Det vilda tankandet och det kultiverade 167
ustu áttu íslendingar aftur á móti engar stofnanir sem sinnt gátu því
verki. Frumkvæðið varð því að koma frá einstaklingum. Það var ekki
fyrr en komið var fram yfir miðja tuttugustu öld að til urðu stofnanir
sem tekið gátu við þessu starfi. Þar vegur þungt opinber fjárveiting til
íðorðastarfs á sjötta áratugnum og stofnun íslenskrar málnefndar 1964
en langstærsta skrefið var þó stigið þegar Islensk málstöð var sett á fót
1985. Reyndar er það dálítið merkilegt, eins og höfundur vekur athygli
á (bls. 21 og víðar), að á íslandi hefur ekki verið gerður skýr grein-
armunur á fagmáli („facksprák") og almennu máli („allmánsprák")
og því hefur ekki verið sett á fót sérstök íðorðastofnun. Eftir því sem
stofnanirnar fengu stærra hlutverk dró úr áhrifum einstaklinganna
en einstaklingarnir höfðu þegar mótað stefnuna og stofnanirnar hafa
fylgt henni í öllum meginatriðum.
Síðari spurningin var: Hvers vegna voru húmanistar fremur en
iðnaðarmenn og raunvísindamenn í fararbroddi í íðorðasmíðinni?
Undir merkjum þjóðernishyggjunnar var íðorðasmíð þjóðþrifaiðja og
hin mesta nauðsyn. í anda (gamaldags) lýðræðishyggju litu mennta-
mennirnir á það sem samfélagslega skyldu sína að leiða það starf: að
einhverju marki litu þeir á sig sem upplýsta leiðtoga fjöldans. A þess-
um tíma (í lok nítjándu aldar og við upphaf þeirrar tuttugustu) voru
forn menning, bókmenntir og tunga Islendingum ofarlega í huga. Öll
málrækt og þar á meðal íðorðasmíð var því óhjákvæmilega undir
sterkum áhrifum fornfræðahyggju. Eðlilegra þótti að nýta íslenskan
efnivið (erfðaorð eða orðhluta úr þeim) til orðmyndunar fremur en
að aðlaga erlend orð. Fornfræðahyggjan krafðist þess vegna af orða-
smiðum nokkurrar sérþekkingar á íslensku máli og málsögu og um
leið fornbókmenntum. Húmanistar á borð við Guðmund Finnboga-
son, Ágúst H. Bjarnason og Sigurð Nordal stóðu því vel að vígi og
líklegt er að margir hafi talið þá eða þeirra líka sjálfkjörna til að hafa
forystu um málrækt og íðorðasmíð.
Fyrir áhrif fornfræðahyggjunnar var þekking á málinu sett ofar
fagþekkingunni, eins og sést á því að það voru Guðmundur Finn-
bogason og Sigurður Nordal sem mest áhrif höfðu í starfi orðanefndar
Verkfræðingafélagsins. Enda þótt Guðmundur og Sigurður nytu víð-
tækrar virðingar í samfélaginu skapaði þetta hættu á árekstrum, eins
og deilan um málfar sjómanna sýnir glögglega. Undir lok tuttugustu
aldar var umhverfið breytt. Fjöldi orðanefnda hafði verið stofnaður og
sett hafði verið á fót stofnun, íslensk málstöð, sem studdi starf nefnd-