Orð og tunga - 01.06.2009, Blaðsíða 184
174 Orð og tunga
til í Skandinavíu, um Danmörku (1981-83), Noreg (1976) og Svíþjóð
(2003).
Bókin er handbók, þó ekki til að hafa í vasa, ekki aðeins fyrir nafn-
fræðinga, heldur einnig fyrir ritstjóra, kennara, sagnfræðinga, átthaga-
vini og ferðamenn. Hún er áhugaverð fyrir þá sem vilja kynna sér
sögu finnskra örnefna. Bókin er hin glæsilegasta að allri gerð, tæp-
ar 600 bls. og er ríkulega búin kortum, bæði gömlum og nýjum og
sérstökum útbreiðslukortum einstakra nafnliða og öðru myndefni til
skýringar á uppruna nafnanna. Aftast í bókinni eru skrár, m.a. um ör-
nefni sem nefnd eru í greinum án þess að vera flettur. Bókin er rituð á
finnsku en rætt er um að hún komi e.t.v. út síðar á sænsku.
Knnnskap ogfagkommnnikasjon. Rapport fra Nordterm 2007.
Bergen, Norge, 13.-16. juni 2007. Nordterm 15. Ritstjóri Jan
Hoel. Sprákrádet, Oslo 2008. ISBN 978-82-997266-2-7. ISSN
1100-9659.
Hér er um að ræða ráðstefnurit (308 bls.) frá norrænu íðorðadögunum
- Nordterm 2007 sem sagt var frá í Orði og tungu 2008, bls. 113-114.
Þrjár megingreinar eru byggðar á aðalfyrirlestrum ráðstefnunnar.
Koen Kerremans og Rita Temmerman eiga þarna greinina „Termino-
logy, situatedness and variation", Gjert Kristoffersen greinina „Term-
inologi i den nye norske sprákpolitikken" og loks á Heribert Picht
grein sem nefnist „NORDTERM - et forum med tradition og fremtid"
en eins og nafnið bendir til er hér um að ræða úttekt á sögu, áhrifum
og framtíðarhorfum í starfi þeirra samtaka sem efndu til ráðstefnunn-
ar og nú eru orðin 32 ára gömul. Jafnframt eru prentaðar andsvarstöl-
ur sem haldnar voru eftir hvern aðalfyrirlestur.
Meginefni ritsins eru síðan 33 greinar (eftir 39 höfunda) sem
byggðar eru á öðrum erindum á ráðstefnunni. Þar höfðu raunar verið
haldin fleiri erindi, þ.e. svolítið brottfall varð fyrir útgáfu. Meginefni
ráðstefnunnar var þekking og miðlun sérfræðiefnis og snúa greinarn-
ar í stórum dráttum að því efni enda þótt með fljóti greinar með tak-
markaða snertifleti við aðalefnið (sbr. frásögn af ráðstefnunni í Orði og
tungu 2008:113).
Þá er prentað í ritinu setningarávarp formanns stjórnarnefndar
Nordterm á norrænu íðorðadögunum, skýrsla stjórnarnefndar Nord-
term, skýrslur frá hinum sex aðildarstofnunum samtakanna um íð-