Jólakver - 01.12.1924, Page 10

Jólakver - 01.12.1924, Page 10
8 augu, þegar hann sá, hvað hann var afskiftur. En hann huggaði sig við það, að þetta gat ekki verið af ásettu ráði. Það hlaut að vera tilviljun. En óþörf var sú tilviljun og leiðinleg. — Aður en farið var að borða kjötsúpuna var dregið um jólasveinana. Þá lifnaði aftur yfir Jóa. Stúlkurn- ar skríktu og flissuðu yfir piltunum, sem þær drógu, en piltarnir kumruðu ofurlítið yfir stúlkunum sínum. Ekki voru nú allir sem ánægðastir með sitt hlutskifti. Þó varð enginn eins grátt leikinn og Jói, hann dró báða auðu miðana. Það átti ekki af honuin að ganga. En hann bar sig furðuvel. Og þegar Einar bauð hon- um annan miðann sinn, með Gunnu gömlu í Hjáleig- unni, í sárabætur, þá afþakkaði hann það. „Ég ætla nú að sjá fyrst, hver það verður, sem kemur næst“, sagði Jói. Þar með var þessu gamni lokið, og gleymd- ist það fljótt. Þegar fólkið var nýbyrjað að borða, var klappað á neðstu rúðuna í baðstofuglugganum. „Hver skyldi vera á ferð núna?u sagði húsbóndinn. Hann gekk að glugganum, klappaði á rúðuna að innan og kall- aði: „Hver er úti?u „Það er kona af næsta bæu, heyrðist svarað úti fyrir. „Við skulum koma fram og opna fyrir þéru, sagði bóndinn. Síðan fóru bæði hjónin fram að taka á móti gestunum. Eftir litla stund komu þau inn aftur og konan með þeim. Hún leiddi dálitla telpu við hönd sér. Þær buðu fyrst gleðileg jól og gengu síðan á röðina og heilsuðu öllum með handabandi. Þetta var Sigríður Jónsdóttir og Elín dóttir henn- ar, níu ára gömul. Sigríður hafði mist mann sinn fyrir hálfu öðru ári og verið síðan í húsmensku á

x

Jólakver

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólakver
https://timarit.is/publication/1211

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.