Jólakver - 01.12.1924, Síða 26

Jólakver - 01.12.1924, Síða 26
.... ■'$&> JÓL í FORNUM SIÐ ÖNGU áður en kristni barst til Norður- landa voru jól haldin hátíðleg. Jólaveislur og jólaboð er oft talað um í heiðni. En ekki verður svo langt rakið, að hægt sé að vita um upp- runa þeirra. Sjálft orðið j ó 1 verður ekki skýrt. Sumir halda, að það sé skylt latneska orðinu jocul- us, sem þýðir gaman, og ætti þá orðið jól að merkja gleðihátíð. Grískur rithöfundur, sem uppi var á 6. öld, segir frá því, að norður á eyjunni Thule sjái ekki sól í 40 daga í skammdeginu. En þegar liðnir eru 35 dag- ar sólarlausir, þá sé það venja að senda menn upp á hæstu fjöll, og þegar þeir sjá fyrstu geisla sólar- innar, er slegið upp veislu mikilli. Nú vita menn ekki, hvaða land það er, sem nefnt var Thule. Sum- ir hafa haldið, að það hafi verið Island, en nú munu flestir álíta, að það hafi verið norðurhluti Noregs. En hvað sem því líður, þá sýnir þessi gríska frá- sögn, að veisluhöld hafa tíðkast á Norðurlöndum um þetta leyti árs frá ómuna tíð. Af þessari sögn og ýmsu öðru hafa menn dregið þá ályktun, að jólin hafi upprunalega verið ljóshátíð, og séu þau leifar æfagamallar sóldýrkunar á Norð-

x

Jólakver

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólakver
https://timarit.is/publication/1211

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.