Jólakver

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Jólakver - 01.12.1924, Qupperneq 36

Jólakver - 01.12.1924, Qupperneq 36
34 Unga kýrin, sem ekki var lögst ennþá, togaði nú í bandið og sagði: „Það er eins og mig minni, að það hafi verið hrúturinn hérna, sem sagði okkur sögu einu sinni. Það var líka á svona kvöldi, þegar við fengum eintómt hey, en engan hálm. Ég er bú- in að gleyma sögunni, en svo mikið man ég, að hún var góðu. „Það var á aðfangadagskvöld í fyrra“, sagði hrút- urinn, „en það er varla hægt að ætlast til þess af kú, að hún muni slíka hlutiu. „Heldurðu, að þú viljir ekki segja okkur hana aft- ur?u sagði grísinn. „Mér þykir svo gaman að sögum, þó að ég hafi nú reyndar aldrei heyrt neinau. „Þegar ég átti heima í stóru hesthúsi með mörg- um rauðum og brúnum hryssum og hestumu, sagði nú hesturinn, „þá var þar gamall klár, sem sagði okkur sögu um dýrin á hverri jólanótt. Og hann bað okkur að muna söguna vel. Ef hrúturinn kann þá sögu, þá ætti hann að segja hana núnau. „Skyldi ég kunna hanau, sagði hrúturinn og stapp- aði niður öðrum framfætinum. „Það skyldi ég nú halda, að ég kynni hana, söguna þá. Ég var ekki nema þriggja nátta, þegar hún mamma inín sagði mér hana. Hún hafði heyrt hana hjá mömmu sinni, sem hafði hana frá mömmu sinni, og sú hafði heyrt hana hjá mömmu sinni, sem aftur hafði hana frá mömmu sinni. Ef þið viljið nú þegja og leggjast nið- ur, þá er velkomið, að ég rifji hana upp fyrir ykkur“. Allir vildu heyra söguna. Kindurnar lögðust niður í kringum hrútinn. Litla lambið, sem nú var orðið mett af mjólkinni, hnipraði sig saman undir hálsi móður sinnar, og móðirin sleikti það nokkrum sinn-

x

Jólakver

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólakver
https://timarit.is/publication/1211

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.