Jólakver - 01.12.1924, Síða 46

Jólakver - 01.12.1924, Síða 46
44 drengurinn lagðist til hvíldar í rúmið sitt, þar sem hann svaf nú einn, þá dreymdi hann um stjörnuna. Hann þóttist sjá englana, og þeir voru að fylgja mörgu fólki upp eftir geislabrúnni. Og stjarnan opn- aðist, og fagrir og víðir ljósheimar blöstu við hon- um. Þar inni voru fjöldamargir englar, sem biðu eftir hinum til þess að taka á móti þeim. Og englarnir, sem þarna biðu, horfðu skínandi aug- um á fólkið, sem leitt var upp geislabrúna og inn í stjörnuna. Englarnir stóðu í löngum röðum, en stundum gekk einn og einn úr röðinni að einhverj- um af fólkinu, sem inn kom, faðmaði hann að sér og bauð hann velkominn með kossi. Því næst leiddi engillinn hann burt eftir breiðri götu, þar sem alt var baðað í ljósi og geisladýrð. Og englarnir voru svo glaðir og sælir yfir þessum endurfundum, að drengurinn grét af gleði, þegar hann sá það. En margir englar stóðu kyrrir og biðu. Það kom enginn, sem þeir þyrfti að taka á móti. A meðal þeirra var einn, sem drengurinn þekti. Föla og þreytu- lega andlitið, sem einu sinni lá á koddanum heima hjá honum, var nú orðið bjart og ljómandi, og þó þekti hann systur sína, þar sem hún stóð meðal allra hinna. Hún var orðin að fallegum engli. Hún stóð og beið rétt fyrir innan dyrnar. Nú spurði hún foringja þeirra, sem fylgt höfðu fólkinu: „Er hann bróðir minn kominn?u „Nei,u svaraði hann. Vonin ljómaði á andliti hennar. En um leið og hún sneri sér við og ætlaði burt, rétti drengurinn út hend- urnar og kallaði: „Systir mín góð, ég er hérna. Taktu mig til þín!u Þá leit hún á hann skínandi augum.

x

Jólakver

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólakver
https://timarit.is/publication/1211

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.