Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2013, Page 13

Náttúrufræðingurinn - 2013, Page 13
13 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Inngangur Í ágúst 2007 uppgötvaðist nýtt stöðuvatn efst á Okinu í Borgar- firði þegar fyrsti höfundur þessarar greinar gekk á fjallið ásamt eiginkonu sinni. Ofan í gíg dyngjunnar blasti við allmyndarlegt vatn, nær 100 m breitt og 200 m langt (1. mynd). Vatnið var augljóslega til komið vegna snjó- og ísbráðnunar, en ekki mótað að fullu þar eð snjór og ís lágu umhverfis það að töluverðu leyti. Á þeim árum sem liðin eru frá fundinum hefur ísinn hörfað enn frekar og vatnið tekið á sig fyllri mynd (1. og 2. mynd). Tilurð vatnsins má rekja til hlýnandi loftslags og bráðnunar jökulsins á Okinu í kjölfarið, en líkt og aðrir jöklar landsins hefur Okjökull látið undan síga vegna hækkandi lofthita.1,2 Hilmar J. Malmquist, Finnur Ingimarsson, Haraldur Rafn Ingvason, Stefán Már Stefánsson og Þóra Hrafnsdóttir Í ágúst 2007 uppgötvaðist nýtt vatn í gígnum efst á Okinu í Borgarfirði. Ekki er vitað til þess að fullmótað stöðuvatn hafi verið þarna um langan aldur og er tilurð vatnsins rakin til hlýnandi loftslags með tilheyrandi bráðnun Okjökuls. Í kjölfar fundarins hafa starfsmenn Náttúrufræðistofu Kópavogs fylgst með vatninu og tekið þar sýni og sinnt mælingum, nú síðast í ágúst 2010. Vatnið hefur hlotið heitið Blávatn með tilvísun í bláleitan ís í vatnsskálinni, hreinleika vatnsins og hve ungt það er og ómótað. Blávatn er í 1.114 m h.y.s. og liggur hæst stöðuvatna á landinu. Það er um 0,12 km2, meðaldýpi er 2,7 m og mesta dýpi 4,5 m. Ís er enn til staðar í gígnum og vatnið á eftir að dýpka og stækka ef fram heldur sem horfir með hlýnandi loftslag. Eins og búast mátti við var Blávatn ískalt og snautt af næringarefnum og lífverum. Kísilþörungar, bessadýr og þyrildýr réðu ríkjum í hinu unga vistkerfi. Algengasti þörungurinn var agneski (Achnanthes subatomoides) en sáldeski (Aulacoseira islandica f. curvata) vó mest í lífþyngd. Í vatnsbolnum fundust þyrildýrin spaðaþyrla (Keratella cochlearis) og mallakútur (Gastropus minor) sem líklega er ný tegund á Íslandi. Engin dýr fundust á fjörugrjóti en í þunnu seti á ísbotninum fundust bessadýrin Hypsibius convergens og tegund af ættkvíslinni Isohypsibius. Flestar lífverurnar í Blávatni eiga það sameiginlegt að vera mjög kuldakærar og lífseigar. Vöktun Blávatns veitir einstakt tækifæri til að fylgjast með frá upphafi hvernig ungt og ósnortið vatnavistkerfi þróast í tímans rás án beinna áhrifa af mannavöldum. Vegna vísindalegra hagsmuna er mikilvægt að vernda Blávatn og friðlýsa það. Blávatn NÝJASTA STÖÐUVATN LANDSINS Náttúrufræðingurinn 83 (1–2), bls. 13–23, 2013 Ljósm./Photo: Oddur Sigurðsson. Ritrýnd grein
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.