Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2013, Page 15

Náttúrufræðingurinn - 2013, Page 15
15 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags og Hólmverja. Sagan gerist á 10. öld en er rituð síðar, e.t.v. fyrst á 13. öld, en hugsanlega á þeirri 15. Ekki er getið um jökul á Okinu í Harðar sögu og Hólmverja og höfundar jöklaskráarinnar telja óvíst að jökull hafi verið til staðar á þessu tímabili vegna hlýinda sem ríktu um tíma þar á undan. Hér er líklega átt við hlýindin um miðbik þjóðveldisaldar, þ.e. tímabilið 1150–1250, því bæði fyrir og eftir þetta tímabil var fremur kalt í veðri í nokkrar aldir.2 Á þessum tíma er því hugsanlegt að vatn hafi verið til staðar í gíg Oksins. Þegar betur er að gáð verður það þó að teljast ólíklegt því þrátt fyrir hlýindi á þessu tímabili, sem jafnast á við hlýindin á árunum 1920–1960, bendir flest til þess að það hafi verið heldur kaldara en á síðustu tveimur áratugum eða svo.6,7,8 Því má vel vera að enn lengra en um þúsund ár séu síðan síðast var vatn í gíg Oksins. Þá verður að leita allt aftur um sex þúsund ár á Atlantisskeiðið svonefnda þegar hlýjast hefur verið á Íslandi frá lokum síðasta jökulskeiðs fyrir um 11.000 árum.2 Það er ekki á hverjum degi sem nýtt stöðuvatn uppgötvast á Íslandi og því er fundurinn einkar forvitnilegur, ekki hvað síst í líffræðilegu tilliti. Hér gefst einstakt tækifæri til að fylgjast með frá byrjun hvernig ungt og ósnortið vatnavistkerfi þróast í tímans rás án beinna áhrifa mannsins. Slík tækifæri eru mjög fágæt í heimi þar sem stöðugt þrengir að náttúrunni. Rannsóknir þar að lútandi geta veitt mikilvægar upplýsingar um þróun einstakra þátta í viðkomandi vistkerfi, s.s. hvaða tegundir taka sér bólfestu, hvenær og í hvaða röð, svo og hvernig samspili ólíkra þátta, jafnt lífrænna sem ólífrænna, vindur fram með tímanum og vistkerfið í heild þróast. Í kjölfar vatnsfundarins hafa starfs- menn Náttúrufræðistofu Kópavogs fylgst með vatninu og tekið þar sýni og sinnt mælingum. Fyrst var vatnið kannað lauslega í júlí 2009, þá í júní 2010 og næst í ágúst sama ár þegar farin var viðamikil rannsóknarferð og notuð þyrla til að flytja tól og tæki ásamt mannskap upp að gígnum. Í þessari grein er fjallað um fyrstu niðurstöðurnar er varða eðlis- og efnaþætti og líffræði þessa yngsta stöðuvatns landsins. Í leiðangri á vatnið í júlí 2009 var með í ferð hagyrðingurinn og tölvunarfræðingurinn Jón Ingvar Jónsson. Jón Ingvar lagði til hið ágæta nafn Blávatn og skírskotaði til hreinleika vatnsins og blámans sem stafaði af ísnum í gígnum. Nafnið er vel til fundið og viðeigandi. Ekki einvörðungu að Blávatn vísi með réttu til hreinleika og sérstaks litar vatnsins, heldur á það einnig vel við í óeiginlegri merkingu í þeim skilningi að vatnið er mjög ungt og nær ómótað. Staðhættir, efni og aðferðir Okið Okið er hvelmynduð eldstöð af dyngjugerð, fagurlagaður grá- grýtisskjöldur, mjög grýttur og gróðursnauður.1 Hæst nær Okið 1.141 m h.y.s. og blasir það víða við úr Borgarfirði með Langjökul og Eiríksjökul á bak við sig. Jökulfönn liggur norðan til í Okinu og leifar jökulsins sitja einnig ofan í gígnum efst á hvirfli Oksins. Jökullinn hefur farið ört þverrandi á síðustu tveimur áratugum og stenst ekki lengur ströngustu skilgreiningu á jökli, þ.e. að vera svo þykkur að hann skríði undan eigin þunga.9 Austan við Okið liggur Kaldidalur og um hann liðast samnefndur fjallvegur, einn sá hæsti hér á landi og nær í allt að 727 m h.y.s. Vestan við Okið liggur Okvegur, forn reiðleið milli Norður- og Suðurlands, fremur jöfn á fótinn í um 400 m h.y.s. Þar til nýlega var það hald sumra að Okið væri ungt og að þar hefði ekki gosið fyrr en skömmu fyrir lok ísaldar, eða fyrir um einungis tíu þúsund árum.1 Mun hafa verið horft til þess hve rof er lítið á Okinu og grágrýtið unglegt, einkum austan til við Kaldadal. Nýjustu rannsóknir benda hins vegar til að Okið sé liðlega hundrað þúsund ára og að hraun hafi brunnið þar á fyrri hlýskeiðum ísaldar.1,5 Blávatn er í flokki gígvatna sem teljast nokkuð algeng hér á landi,10 en á heimsmælikvarða er sú vatnagerð fágæt. Framtíð vatnsins er háð nokkurri óvissu. Með áframhaldandi hlýnun mun jökulísinn að öllum líkindum hverfa úr gígnum og vatnið fyrst um sinn stækka og dýpka. Eftir það gæti vatnið hins vegar minnkað og jafnvel horfið. Það liggur vafalítið ofan grunnvatnsborðs en ís og þétt setlög í botni halda því uppi. Hægfara leki gegnum botnlögin gæti orðið endalok vatnsins. Gagnasöfnun Haldið var í fimm manna rann- sóknarleiðangur á Okið þann 24. ágúst 2010 og dvalist þar daglangt við mælingar og sýnatöku. Ekið var árla morguns með allt hafurtask að beinakerlingunni efst á Kalda- dalsvegi, en þaðan flutti þyrla mannskap og búnað upp á Okið og niður aftur síðdegis. Til að forðast eftir bestu getu að bera framandi lífverur í Blávatn var notaður nýr og ónotaður búnaður við sýnatöku og eldri tól og tæki voru hreinsuð með sjóðandi vatni eða etanóli áður en lagt var af stað. Mælingar á eðlis- og efnaþáttum Flatarmál vatnsins var mælt hjá Landmælingum Íslands út frá ferilskráningu á GPS-hnitum sem aflað var 24.8.2010 á siglingu og göngu umhverfis vatnið. Siglt var um vatnið á gúmmíbát eftir lang- og þversniðum og mælingar gerðar á 44 hnitsettum stöðvum. Rýni (sjóndýpi) í vatninu var mælt með kvarðaðri línu og hvítum Secchi diski, 30 cm í þvermál. Náið samband er á milli rýnis og þörungamagns og/ eða magns annarra sviflægra agna í vötnum. Botndýpi var mælt með bergmálsdýptarmæli af gerðinni HONDEX PS-7 á 44 hnitsettum punktum. Eðlisþættir voru mældir á 1,0–1,5 m dýpi í vatnsbolnum með fjölþáttamæli af gerðinni YSI Model 63.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.