Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2013, Síða 18

Náttúrufræðingurinn - 2013, Síða 18
Náttúrufræðingurinn 18 grjót hentar vel sem bólstaður fyrir algeng vatnadýr á borð við snigla, rykmýslirfur og áttfætlumaura.12 Innan um fjörugrjótið og ofan á því lá mjög fíngerður leir eða sandur, sömu gerðar og kom upp í botngreiparsýnum af 2,7 m dýpi fyrir utan fjörubeltið. Í ágúst 2007, júlí 2009 og júní 2010 rann leysingavatn úr Blávatni um lítinn farveg syðst við ytri gígbarminn þar sem hann er lægstur. Ekkert afrennsli var hins vegar úr vatninu í ágúst 2010. Líklega rennur einungis um farveginn þegar vetrarfönn bráðnar og leysingavatn er með mesta móti. Efna- og eðlisþættir Í ágúst 2010 mældist vatnshitinn í Blávatni aðeins 0,6–1,1°C (2. tafla). Greina mátti eilitla hækkun í vatnshita eftir því sem leið á mælingadaginn og endurspeglar það áhrif upphitunar af völdum sólar, en veður var bjart og stillt daginn sem mælingarnar fóru fram. Rafleiðni Blávatns var mjög lág, eða 7–9 µS/cm (2. tafla). Stöðu- vötn sem koma næst Blávatni í rafleiðni eru einkum vötn upp til fjalla á gömlu blágrýtismynduninni á Vestfjörðum og Austfjörðum. Nefna má sem dæmi Högnavatn á Þorskafjarðarheiði (40 µS/cm) og Ódáðavötn á Háufs (25 µS/ cm).15 Rafleiðnin í Blávatni var á pari við rafleiðni í regnvatni og endurspeglar lítinn styrk upp- leystra efna. Þetta stemmir vel við uppruna vatnsins, sem er að mestu leyti ofanvatn úr snjó- og ísbráð með litla snertingu við berg. Sýrustig Blávatns mældist 6,7–7,2 sem er fremur lágt fyrir stöðuvatn á íslenskan mælikvarða. Lágt sýrustig og lág rafleiðni gefa til kynna að frumframleiðsla gróðurs í vatninu er lítil og vatnið að mestu runnið úr snjó og ís með afar skamma dvöl ef nokkra í berggrunni. Heildarstyrkur fosfórs, niturs og sérstaklega kísils var lágur og í samræmi við lága rafleiðni í vatninu (2. tafla). Þrátt fyrir lágan styrk fosfórs og niturs var styrkur efnanna engu að síður á áþekku róli og mælist í dragavötnum landsins og djúpum dalavötnum, þ.e. með heildarfosfór á bilinu 3–10 µg/l og heildarnitur 44–141 µg/l.15 Kísill var aftur á móti með allra minnsta móti í Blávatni, eða 0,08–0,2 mg/l en iðulega mælist styrkur hans í íslenskum stöðuvötnum um og yfir 1,0 mg/l.15 Heildarstyrkur lífræns kolefnis (TOC) í Blávatni var mjög lítill, eða 0,22 og 0,33 mg/l (2. tafla), sem er með því minnsta sem mælst hefur í stöðuvatni hér á landi og gefur til kynna litla grósku í lífríkinu. Magn kolefnis í Blávatni svipar til þess sem mælst hefur í Lagarfljóti (0,33 mg/l) og Langasjó (0,21 mg/l) sem og í vötnum upp til fjalla á blágrýtismynduninni.15 Þrátt fyrir lágan styrk efna almennt mældist rýni í vatninu aðeins 2,0 m. Þetta er lítil rýni og til samanburðar má nefna að rýni í hinu hreina og tæra Þingvallavatni hefur á undanförnum 3–4 áratugum mælst minnst 5,7 m og mest 16,0 m.16 Lítil rýni skýrist líklegast af því að afar fíngerður svifaur var í vatninu. Lífríkið Flóran Svif- og botnlægir þörungar voru einna mest áberandi lífveruhópurinn úti í vatnsbol Blávatns. Þó voru aðeins til staðar 12 tegundir sem tilheyrðu tíu ættkvíslum (3. tafla). Heildarþéttleiki þörunganna var 72.606 einstaklingar í hverjum vatnslítra og heildarlífþyngdin 78 mg í hverjum rúmmetra vatns. Þessi gildi eru mjög lág og eru t.d. um helmingur til einn sjöundi af því sem mælist síðsumars í Þingvallavatni þegar þörungamagn þar er með allra minnsta móti.16 Í nokkrum stöðuvötnum í Veiðivatnaklasanum hefur lífþyngd svifþörunga mælst á bilinu 180–1.400 mg/m3.17 Lífþyngd þörunganna í Blávatni er aftur á móti umtalsvert meiri en mælst hefur í Öskjuvatni, þ.e. 10 mg/m3.18 Magn blaðgrænu-a mældist aðeins 0,36 µg/l þann 18.7.2009 og 1,05–1,09 µg/l þann 24.8.2010 (2. tafla). Þetta eru mjög lág gildi og svipar til þess sem minnst mælist síðsumars í Þingvallavatni þegar þörungarnir hafa gengið svo á takmarkaðar næringar- efnabirgðirnar að það hamlar vexti þörunganna. Magn blaðgrænu-a síðsumars í Þingvallavatni hefur um árabil sveiflast á bilinu 0,45– 1,00 µg/l, en á haustin þegar það mælist mest er það 5–7 µg/l.16 Eins og gefur að skilja er magn blað- grænu í grunnum og fremur hlýjum vötnum á láglendi mun meira en í Blávatni, eða oft 2–30 µg/l.19 Í Blávatni var hlutdeild kísil- þörunga langmest á meðal þörunga- hópa, bæði m.t.t. heildarþéttleika (~87%) og heildarlífþyngdar (~90%) (3. tafla). Langalgengasta kísilþör- ungategundin var agneskið Achnan- thes subatomoides sem jafnframt var í öðru sæti hvað varðar lífþyngd. Grænþörungurinn Monoraphid- ium griffithi ásamt skoruþörungi af ættkvíslinni Gymnodinium og kísilþörungi af ættkvísl nafeskja, 5. mynd. (a) Grýtt fjörubelti við norðanverða strönd Blávatns og (b) dæmigert, kantað og lítið veðrað fjörugrjót. – (a) Rocky littoral zone of lake Blávatn and (b) typical, un- eroded lava rock at the shore. Ljósm./Photos: Hilmar J. Malmquist. a) b)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.