Náttúrufræðingurinn - 2013, Qupperneq 65
65
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Kristján Lilliendahl, Erpur S. Hansen, Valur Bogason, Marinó
Sigursteinsson, Margrét L. Magnúsdóttir, Páll M. Jónsson, Hálfdán H.
Helgason, Gísli J. Óskarsson, Pálmi F. Óskarsson og Óskar J. Sigurðsson
Inngangur
Sumarið 2005 komu fram fréttir í
fjölmiðlum um að varp sjófugla víða
um land hefði misfarist. Einkan-
lega virtist varp kríu Sterna paradisea
á sunnanverðu landinu og lunda
Fratercula arctica í Vestmanna-
eyjum hafa brugðist. Fræðimenn
sem stunda athuganir á varpi sjó-
fugla staðfestu síðan lélegan varp-
árangur sjófugla þetta sumar. Hand-
bærar eru staðfestar upplýsingar
um fækkun fýls Fulmarus glacialis,
álku Alca torda, langvíu Uria aalge
og stuttnefju U. lomvia bæði á
landinu suðvestanverðu og norð-
austanverðu.1,2 Þá kom fram að varp
kríu um land allt og sílamáfs Larus
fuscus suðvestanlands hefði gengið
illa.3,4,5 Eina þekkta frávikið frá
slökum varpárangri sjófugla sum-
arið 2005 var að varp ritu Rissa
tridactyla á suðvestanverðu landinu
gekk vel, en varp hennar misfórst
að mestu annars staðar.2,3
Ætla má að aðallega tvær ástæður
geti orðið til þess að varp sjófugla
misfarist, annað hvort óvenjulega
erfitt tíðarfar eða lítið æti. Einnig
getur verið um að ræða samspil
þess ara tveggja þátta. Sumarið 2005
virðist ekki hafa verið óvenjulegt
hvað umhverfiskilyrði varðar
þann ig að horft hefur verið til þess
að sjófugla hafi skort fæðu.1,2,3,4,6
Sumarfæða sex stærstu stofna sjó-
fugla hér við land skiptist í tvö horn
þar sem sandsíli Ammodytes marinus
er uppistaðan í fæðunni sunnan-
lands en loðna Mallotus villosus
fyrir norðan.7,8,9 Svo virðist því sem
báð ar þessar tegundir fiska hafi ver ið
óaðgengilegar verpandi sjófuglum
þetta sumar.
Þetta hallæri hjá sjófuglum
sumar ið 2005 varð til þess að vekja
athygli á skorti upplýsinga um
samspil fæðu og afkomu sjófugla
hér við land. Ekki voru tiltækar
niðurstöður um ástand stofns sand-
sílis hér við land, enda höfðu engar
reglubundnar rannsóknir verið
gerð ar á tegundinni. Eldri rann-
sókn ir á sandsílaætt við Ísland eru
Sumarið 2005 virðist sem stofn sandsílis og varp sjófugla hafi beðið hnekki.
Árið eftir hófust rannsóknir á sandsíli og árið 2007 rannsóknir á afkomu
lunda við Vestmannaeyjar.
Varp lunda hefur gengið illa frá árinu 2005. Holur með eggjum hafa
verið mun færri en eðlilegt getur talist en þó með undantekningu vorið
2010 þegar varptilraunir voru fleiri. Varpárangur, mældur sem fjöldi pysja
sem komist hefur á legg, hefur verið slakur frá upphafi rannsóknanna
en árin 2007 og 2012 voru þó skást. Afar lítið hefur verið af ungfugli við
eyjarnar, sem venjulega er uppistaðan í veiði á lunda. Niðurstöður þessarar
rannsóknar benda til þess að lundar við Vestmannaeyjar séu háðir aðgengi
að sandsíli til að varp takist.
Undanfarin ár hefur ýmist verið of lítið af sandsíli við Vestmannaeyjar
eða það verið of langt frá varpinu. Stofn sandsílis þar er í mikilli lægð í
samanburði við nokkur önnur svæði við Ísland. Nánast engin aukning
hefur verið sjáanleg í sandsílastofninum við eyjarnar og nýliðun verið lítil,
nema hvað 2007 árgangurinn var stór. Sá árgangur var áberandi við Vík í
Mýrdal næstu árin en þangað sækja stundum lundar úr Vestmannaeyjum.
Óljóst er hvað valdið hefur hruni sandsílastofns við eyjarnar en orsakir geta
verið aukin samkeppni um fæðu, aukið afrán og breytingar í umhverfinu.
Við Vestmannaeyjar virðist skorta aðrar fæðutegundir fyrir lunda sem
gætu komið í stað sandsílis. Því verður að gera ráð fyrir að varp lunda í
Vestmannaeyjum gangi illa á meðan stofn sandsílis er lítill. Engin teikn eru
á lofti um að þetta ástand lagist í bráð.
Viðkomubrestur
lunda og sandsílis
við Vestmannaeyjar
Náttúrufræðingurinn 83 (1–2), bls. 65–79, 2013
Ritrýnd grein