Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 11

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 11
83 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags í gegnum hraunið að endilöngu og eytt verulegum hluta þess. Telja má víst að upptök hraunsins séu í Syðstu-Randarhólum eða smágígum þar suður af en einnig að hluta úr gígum þar sem nú er farvegur (gljúfur) Jökulsár. Þeirra sjást nú engin merki. Gljúfrið er þarna um 500 m breitt milli barma. Við skoðun loftljósmynda má glögglega sjá að Sveina- og Randar hólagígaröðin er tvöföld við Hafragilsfoss. Myndarlegir gjallgígar eru um 150 m austan við megingígaröðina, beggja vegna árinnar. Vettvangskönnun bendir þó til að allir þessir gígar séu af sama aldri eða því sem næst. Gjalllögin tvö í sniði 1 benda til að nokkurt hlé hafi orðið á Randarhólagosinu. Í hléinu hefur gjall frá gígunum og sandur náð að safnast fyrir í lægðum. Líklegt er að hröð uppsöfnun sets á þessu svæði hafi öðru fremur stuðlað að varðveislu Öskju-S. Eins og fyrr segir er efra gjalllagið mun fínna í korninu en það neðra. Kemur það fram í sniðum bæði sunnan og norðan Randarhóla (snið 1 og 2a; 5. mynd). Gæti það bent til að upptök efra lagsins séu fjær sniðunum en neðra lagsins. Líklegra er þó að goskraftur og dreifing gjalls frá upptökum skipti meira máli. Úr þessu verður varla skorið nema með því að rekja gjalllagið um stærra svæði og sjá hvernig þykkt og grófleiki breytist. Um lengd goshlésins verður ekkert sagt nema að líklegast hefur það varað í nokkra mánuði hið minnsta. Athyglisvert er að í sniði 2 norðan Randarhóla eru gjalllögin ekki aðskilin af tilfluttu gjalli líkt og í sniði 1 og gæti það bent til að hléið hafi verið stutt. Þar eru lögin hins vegar þunn og ekki hægt að útiloka að eitthvert rof hafi átt sér stað. Þess eru mörg dæmi að í sprungugosum verði goshlé í lengri eða skemmri tíma og jafnframt að virknin færist á milli staða á sprungunni. Sveinagjárgosið árið 1875 stóð í átta mánuði og einkenndist af nokkrum megingoshrinum með mislöngum goshléum, allt upp í nokkra mánuði.11,13 8. mynd. Snið frá Randarhólum (sniðstaði má sjá á 3. og 5. mynd). – Soil sections from Randarhólar (for location see Figs 3 and 5). 9. mynd. Snið frá Vegasveinum og Jökulsárgljúfri (sniðstaði má sjá á 3. 5. og 7. mynd). – Soil sections from Vegasveinar and the Jökulsárgljúfur Canyon (for location see Figs 3, 5 and 7).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.