Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 19

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 19
91 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Leirblóm Bolocera tuediae Sæfíflar eru hópur botnlægra sjávardýra sem tilheyra fylkingu holdýra (Cnidaria). Aðrir hópar í þeirri fylkingu eru kóraldýr, hveljur, marglyttur og sæfjaðrir.5 Sæfíflar eru oft mjög litskrúðugir og tilkomumiklir á að líta í sjó. Þá skortir innri stoðgrind og kallast líkamsform þeirra holsepar. Holsepi Samlífi sæfífils og rækju Neðansjávarljósmyndir gefa okkur innsýn í heim sem okkur er annars hulinn; ljósmyndir eru notaðar í auknum mæli til að rannsaka lífríki hafsins og alltaf er eitthvað nýtt og áhugavert að koma í ljós. Árið 2004 byrjaði Hafrannsóknastofnun að nota myndavélar í rannsóknum á búsvæðum á hafsbotni umhverfis landið (sjá nánar í ramma á næstu opnu). Síðan hafa búsvæði verið könnuð í sex leiðöngrum1,2 og áætlað er að ný svæði verði könnuð reglulega á næstu árum. Myndavélar hafa einnig gagnast í öðrum rannsóknum stofnunarinnar, svo sem í veiðarfærarannsóknum og rannsóknum á útbreiðslu og magni ígulkera og hörpudisks. Sumarið 2016 voru humarholur taldar í fyrsta sinn af myndbandi til að meta stofnstærð humars.3 Auk ánægjunnar af því að horfa á fallegar lífverur í náttúrulegu umhverfi veita ljósmyndirnar mikilvægar grunnupplýsingar um tegundasamsetningu og samspil tegundanna. Í þessari grein er fjallað um tvær ólíkar tegundir sem tengjast á sérkennilegan hátt. Tegundirnar eru annars vegar leirblóm (Bolocera tuediae), sem er nokkuð algengur sæfífill í sjónum umhverfis Ísland, og hins vegar pólrækja (Lebbeus polaris), sem er kaldsjávarrækja og finnst meðal annars fyrir norðan land og vestan. Afar lítið er vitað um þessar tegundir hér við land en erlendar rannsóknir hafa sýnt að þessar ólíku tegundir lifa sérstöku samlífi þar sem pólrækja virðist njóta verndar leirblómsins.4 Þekkt er samlífi krabbadýra og stærri hryggleysingja, svo sem sæfífla. Ávinningur krabbadýranna felst oftar en ekki í því að þau að njóta skjóls fyrir afráni. Kveikjan að þessari grein voru neðansjávarmyndir úr leiðöngrum Hafrannsóknastofnunar á ýmsum svæðum við Ísland þar sem leirblóm og ýmsar rækjutegundir sáust ítrekað saman. Í greininni verður rætt almennt um samlífi sæfífla og rækjutegunda og velt fyrir sér hver sé ávinningur þess fyrir lífverurnar. Ingibjörg G. Jónsdóttir og Steinunn H. Ólafsdóttir hefur sogfót, sívalan búk og kringum munnopið efst á dýrinu eru armar sem það notar við fæðuöflun. Armarnir geta verið allmargir og er fjöldinn mismunandi eftir tegundum.5 Sæfíflar finnast helst á hörðum botni eða á hörðu undirlagi þar sem þeir soga sig fasta. Sumar tegundir sæfífla, svo sem Hormathia digitata og Allantactis parasitica, festa sig ofan á aðrar botnlífverur, svo sem kuðunga og krabba, og ferðast um á bakinu á þeim.6 Óvíst er hvort þetta er hýslinum til ama, en þó er talið að samlífið geti hjálpað honum að dyljast fyrir afræningjum. Ef aðstæður verða óhagstæðar geta sæfíflar losað sig og fært sig á nýjan stað. Einn hópur sæfífla (ættbálkurinn Ceriantharia) grefur sig ofan í botninn og standa einungis armarnir upp úr setinu. Flestir sæfíflar eru rándýr og éta flest sem þeir ná í. Líkt og mörg önnur holdýr eru í örmum þeirra frumur sem gefa frá sér eitur og geta dýrin því lamað eða deytt bráðina. Armar sæfífilsins grípa bráðina þegar hún berst og stinga henni í munnopið.5 Alls eru skráðar 3.855 tegundir sæfífla í heiminum.7 Aðeins lítill hluti þeirra finnst við Ísland. Í Zoology of Iceland frá 1939 eru skráðar 24 tegundir,8 þar á meðal leirblómið, en telja má víst að tegundirnar hér við landi séu mun fleiri. Leirblóm er ein stærsta sæfífiltegundin við Ísland. Leirblóm getur orðið allt að 25–30 cm í þvermál, er yfirleitt bleikt að lit, slétt og með langa arma, allt að 200 talsins (1. mynd). Það finnst víða í norðurhöfum, við 3–13°C, á 20–2000 m dýpi.9 Á ljósmyndum sem safnað hefur verið hér við land má sjá að leirblóm finnst á margs konar botnlagi, á hörðum botni, kóralbrotum og leirbotni. Fáar tegundir sæfífla eru á leirbotni, enda vilja þeir oftast setjast á hart undirlag. Leirbotn er hins vegar Náttúrufræðingurinn 86 (3–4), bls. 91–96, 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.