Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 7

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 7
79 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags sögulegum tíma. Einnig komu fram vísbendingar um eldvirkni á Öskjusvæðinu á 14. og 16. öld.29 Við kortlagningarvinnu Íslenskra orkurannsókna (ÍSOR) á árunum 2011 til 2014 í Norðurgosbeltinu fengust miklar upplýsingar um aldur hrauna í Öskjukerfinu.5,6,30 Við aldursgreiningu hraunanna var sem fyrr stuðst við gjóskutímatal, einkum ljósu Heklulögin (1. tafla). Í ljós kom að norðan Dyngjufjalla eru gjóskulög mun betur varðveitt en sunnan þeirra og fékkst því allgóð mynd af aldursdreifingu hrauna þar, bæði sprungu- og dyngjuhrauna. Rannsóknir hafa skýrt margt í gossögu Öskjukerfisins en þó er mikið verk óunnið, einkum hvað varðar fyrri hluta hólósens. Helst torveldar rannsóknir á svæðinu hversu víðfeðmt og torfært það er, og mikil jarðvegseyðing á stórum svæðum. Fremur fá gjóskulög eru þekkt með upptök í Öskjukerfinu utan staðbundin gjalllög með litla útbreiðslu. Auk vikursins frá 1875 eru þekkt þrjú ljós gjóskulög sem eiga þar upptök. Elsta lagið er nefnt Askja-S, S-lagið eða Skolli (2. mynd), og lýsti Guðmundur E. Sigvaldason því fyrstur manna.24 Í grein hans eru tilgreindir sjö fundarstaðir í Dyngjufjöllum og nokkrir til viðbótar á Norður- og Austurlandi. Samkvæmt einfölduðu útbreiðslukorti sem þar er birt liggur ás mestu þykktar til NNA frá Öskju, um Langanes. Rúmmál gjóskunnar telur Guðmundur vera um 1,5 km3 (reiknað sem berg). Í jarðvegi og setlögum kemur lagið fyrir á milli Saksunarvatns-gjóskunnar (um 10.300 ára) og Vedde-gjóskulagsins (um 12.100 ára). Aldursgreiningar með geislakoli (C-14) benda til að lagið sé um 10.800–11.000 ára gamalt.25,26 Á síðustu árum hefur gjóska frá þessu gosi fundist í setlögum í Norður-Evrópu, s.s. í Færeyjum,31 Suður-Svíþjóð25,32 og Norður-Noregi.33 Einnig er gjóskuna að finna í Mið- og Vestur-Evrópu, s.s. á Írlandi og í Sviss.34–37 Gjóskan hefur jafnframt greinst í sjávarseti norður af Íslandi.38 Næstelsta lagið er um 9.400 ára gamalt, nefnt Askja L, og hefur til þessa aðeins fundist í botnseti Lagarfljóts og í jarðvegi við Snæfell.39 Yngsta gjóskulagið er um 2.000 ára gamalt og dreifðist einkum til suðurs.40 Útbreiðsla þess hefur ekki verið kortlögð enn sem komið er. Sveina- og Randarhóla- gígaröðin – Staðhættir Eitt af þeim hraunum sem runnið hafa frá sprungusveimi Öskjukerfisins er svonefnt Sveina- hraun. Það rann frá um 75 km langri gígaröð sem kennd er við gígana Sveina og Randarhóla (3. mynd). Syðstu gígarnir eru um 55 km norðan Öskju, suðaustur af Austari Skógarmannafjöllum, en þeir nyrstu á Öxarfjarðarheiði. Sveinahraun er í raun samheiti um allmarga aðskilda hraunflekki sem sumir hverjir bera sín eigin nöfn. Stærsti flekkurinn er Kerlingarhraun á Öxarfjarðarheiði og Melrakkasléttu. Gígaröðin hefur hlotið nokkra athygli sökum 3. mynd. Sveinahraun (fjólublátt). Gígar eru sýndir rauðir. Vegir með bundnu slitlagi eru sýndir (rauðar línur). Einfaldað frá jarðfræðikorti Kristjáns Sæmundssonar o.fl.5 – The map shows the areal extent of the Sveinahraun lava (violet) and the setting of the Sveinar- Randarhólar crater row (red dots). The main roads are shown with red lines.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.