Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 78
Náttúrufræðingurinn
150
stað – á bls. 182 þar sem hugtakið
silungur er ekki útskýrt og virðist
gegna öðru hlutverki en sem yfirheiti
urriða og bleikju. Prófarkalestur er
til fyrirmyndar og varla misfellu að
sjá – því er villa í nafni yfirlesarans
sérkennileg tilviljun! Skrá um
atriðisorð og sérheiti er ýtarleg og góð.
Heimildaskrá er sömuleiðis vel unnin.
Hér á eftir set ég fyrst fram nokkur
almenn gagnrýnisatriði, síðan lýsi ég
aðalatriðum hvers kafla og bendi bæði
á það sem vakti sérstaka athygli mína
og það sem betur hefði mátt fara.
Það sem mér þótti helst vanta
í bókina er sögulegt yfirlit um
rannsóknir á lífríki landsins, einkum
vistfræðirannsókna þar sem getið
væri þeirra vísindamanna sem
mest hafa komið við sögu. Afar fáir
eru nefndir á nafn og þótt vel sé
vitnað í heimildir þá þýðir notkun
númerakerfis í tilvitnunum að lesandi
þarf að fletta heimildinni sérstaklega
upp. Hætt er við að margir geri þetta
ekki og kynnist því ekki nöfnum
frumherjanna og þeirra sem tóku
við kyndlinum. Í öðru lagi kemur
fyrir að skipulag efnis er ekki alveg
rökrétt (sjá kafla um lífríki sjávar og
lífríki þurrlendis). Í þriðja lagi virðast
þau mistök hafa verið gerð að nota
aðeins tvær leturstærðir í fyrirsagnir
– undantekning er kaflinn um Lífríki
þurrlendis þar sem þær eru fleiri.
Stundum er augljóst að stigskipting
efnis var meiri en leturstærð gefur
tilefni til að halda. Að lokum geri
ég athugasemdir við frágang á
nokkrum skýringarmyndum, kortum
og línuritum þar sem texti er of
takmarkaður, litir ekki nægilega
aðgreinanlegir eða upplýsingar vantar
við ásana (kort bls. 23, 25, 35, 55, 57,
59, 66, 90, 98, 111, 148, 150, 177, 197,
213, 225, 264). Þetta á einkum við um
smærri myndirnar.
Kafli 1. Eyjan Ísland á jaðri
norðurhjarans (bls. 9–39)
Þessi kafli er sérlega fræðandi og
gefur mjög gott yfirlit yfir efnið. Þar
er fyrst fjallað um hvernig lífverur á
okkar einangruðu eyju hafa mótast
af legu landsins, árstíðum og loftslagi.
Gott yfirlit er síðan gefið um loftslag,
sjóinn við Ísland, berggrunn, eldvirkni,
jarðveg, vatnafar, jökla og jarðhita.
Sérlega skýr tafla (bls. 16) sýnir hvaða
umhverfisþættir hafa mest áhrif á
plöntur og hvernig aðlögun þeirra
birtist í byggingu, starfsemi og lífsögu.
Hér er einstaklega skemmtileg
frásögn af því hvernig humlur hafa
aðlagast köldu loftslagi með því
að stjórna líkamshitanum. Nýleg
flokkun íslensks jarðvegs á bls. 32 og
jarðvegskort af landinu sem Ólafur
Arnalds á mestan heiðurinn að er
mjög upplýsandi.
Kafli 2. Saga lands og lífríkis (bls.
41–81)
Byrjað er á stuttu yfirliti um sögu
landsins en síðan fjallað um þróun
lífríkisins frá því fyrir 16 milljónum
ára, þegar gróður á Íslandi líktist
laufskógunum á norðausturströnd
Bandaríkjanna, fram á okkar daga. Þá
er kafli um lífríkið á nútíma, tilgátur
um hvort tegundir lifðu af
jökulskeiðin, kafli um Surtsey, kafli
um skyldleika lífríkisins við önnur
lönd og að lokum eru sérkenni lífríkis
á Íslandi dregin fram. Einkar fróðlegt
er að lesa um það að tengslin við
meginlönd vestan við okkur um
landbrýr hafa líklega ekki rofnað fyrr
en fyrir um 15 milljónum ára sem er
10 milljónum ára seinna en jarðfræðin
hefur löngum gefið til kynna. Þetta
sést meðal annars af steingervingum.
Lesandinn fræðist um plöntulífið fyrr
á tímum, um dýralíf á þurrlendi
og í sjó og um gróðurbreytingar og
skordýralíf á tertíer. Góðar myndir
skýra textann. Gott yfirlit er gefið um
lífríkið á nútíma þar sem setlaga- og
frjókornarannsóknir staðfesta ritaðar
heimildir um loftslag um og eftir
landnám, og sýna að hér kólnaði
á 12. öld og hélst kalt í sex aldir.
Með ördeyðutilgátunni annars vegar
og vetursetutilgátunni hins vegar er
fjallað um hvort lífverur hafa lifað af
ísaldirnar og þá hvernig. Framfarir
í erfðafræði, þar sem erfðaefni
mismunandi stofna er skoðað með
mikilli nákvæmni, hafa breytt fyrri
hugmyndum og sýnt að ýmsar
tegundir virðast hafa borist oft til
landsins og frá mörgum stöðum. Sú
hugmynd að einhverjar tegundir
hafi lifað af ísöldina er að mestu
kveðin í kútinn. Fábreytni lífríkisins
og tegundafæð, sú staðreynd að afar
fáar tegundir finnast eingöngu hér
Horft frá Kömbum til Skaftár og Uxatinda í Skaftárhreppi. Ljósm. Snorri Baldursson.