Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 66

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 66
Náttúrufræðingurinn 138 Stjörnu skrár eru öllum aðgengilegar og nýtast í viðmiðsstjarnhnitafræði, t.d. ef ákvarða skal hreyfingu stjarna, smástirna eða halastjarna.15 Stjörnuathugandi tekur myndir af viðfangsefni, og á þeim birtast einnig stjörnur með þekkt stöðuhnit. Tölvuforrit gera kleift að setja hnitakerfi inn í myndirnar þegar þekktu stjörnurnar eru hnitsettar. Að því loknu er hægt að ákvarða stöðu viðfangsefnis með góðri nákvæmni.14 Stjörnuáhugamenn erlendis hafa sannreynt að sjónaukar svipaðrar stærðar og höfundur notar nægja fyllilega til svona mælinga. Hve nákvæmar þær eru er m.a. háð gæðum sjónaukans sem myndað er með og athugunarskilyrðum. 14,16,17 Hér á landi er veðurfar of óstöðugt til reglubundinna stjörnu- athugana og ógerlegt annað en að nýta þær heiðríkjunætur sem bjóðast. Athugunarskilyrði ráðast af gagnsæi og stöðugleika loftsins, hæð stjörnu yfir sjóndeildarhring og veðurskilyrðum.18 Heimaslóðir höfundar eru á láglendi nærri sjó þar sem rakt loft veldur meiri óvissu en í meiri hæð og þurrara lofti. Óvenjulega góð skilyrði verða aðeins tvisvar eða þrisvar á ári. Bjartar sumarnætur skerða líka tímabil stjörnuathugana þriðjung ársins. Gagnaöflun – myndataka Myndir voru teknar með SBIG STL11kM CCD-myndflöguvél og Meade LX-200, 30 cm linsu-/ spegilsjónauka. Notaður var Lumi con Giant Easy Guider- hjástefnubeinir með innbyggðri linsu sem fletur myndflötinn í þessari gerð sjónauka. Gagnaöflun var sinnt frá Hafnarfirði veturinn 2012–2013 en frá Hornafirði eftir það. Myndgögnum var einnig safnað veturna 2013–2014, 2014– 2015 og 2015–2016 og því samanlagt yfir fjögur ár. Yfirleitt voru teknar 10–16 myndir hverja nótt sem mælt var og notaðar til að áætla meðaltalsstöðu viðfangsefnis. Veturinn 2015–2016 var myndum fjölgað og teknar 60 hverja nótt. Þær voru vistaðar sem FITS-skrár. Þá hefur hver díll tölugildi sem forrit nota til útreikninga (4. mynd). Auk þess voru teknar ólýstar myndir (e. dark frame) í hvert sinn. Þær sýna suð sem myndast af völdum lágs rafstraums sem flæðir um myndflöguna en það skynjar flagan eins og annað ljós. Rafstraumurinn er breytilegur milli díla en heildarútkoman er sú að myndir verða misbjartar. Til þess að minnka áhrif suðsins enn frekar er myndflagan kæld. Venjan var að halda henni u.þ.b. 30°C kaldari en umhverfishita. Suðið er dregið frá raun- myndunum með ólýstu mynd- un um. Útkoman verður sú að bak- grunnurinn er dimmari og flatari og stjörnurnar skarpari. Ekki voru teknar svonefndar jafnlýsimyndir (e. flat field) þar sem ekkert bendir til þess að þær hafi nokkur áhrif í stjarnhnitamælingum.14 3. mynd. Hliðrunarferill fastastjörnu mótast af brautargöngu jarðar umhverfis sólu (skýringin gerir ekki ráð fyrir eiginhreyfingu), a) stjarna í sjónlínu frá sporbrautarfleti teiknar rák yfir árið sem stjarnan virðist hliðrast eftir fram og aftur, b) hornrétt yfir brautarfleti yrði ferillinn nær hring, sbr. sporbraut jarðar, c) á milli myndar hliðrunin sporvölulaga feril (fyrirmynd: Hirschfeld, 2000). – Demonstration of a star‘s parallax due to orbital movement of Earth (the explanation ignores proper motion), a) situated along the orbital plane would move forth and back and form stripe, b) perpendicular to orbital plane the form would be circular, c) in between it take a form of an ellipse (based on Hirshfeld, 2000).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.