Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 61

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 61
133 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Gígurinn gaus ösku til 4. apríl 1964 en þá lokaðist hann frá sjó. Í apríl myndaðist hrauntjörn í gígnum og hraun streymdi frá honum þar til 17. maí 1965 að virknin fluttist í neðansjávargíg sem myndaði aðra eyju, Syrtling.17–20 Bestu sýnin náðust 21. febrúar 1965 (2. mynd)21. Þá var yfirborð tjarnarinnar storkið en lítill innri gígur enn virkur. Gas streymdi út um vakir milli jaka. Gassýni voru tekin til að greina gastegundir, tvívetni og radon. Niðurstöður hafa verið birtar í greinum Guðmundar E. Sigvaldasonar og Gunnlaugs Elíssonar,22 Braga Árnasonar og Þorbjarnar Sigurgeirssonar,23 og Sveinbjörns Björnssonar.24 Nitur og eðalgös reyndust aðeins 0,5% af rúmmálshluta gasa. Vatnsgufan var ekki ættuð úr sjó heldur beint úr kvikunni. Vatn í kviku skiptir miklu máli við hegðun eldgosa og getur valdið gufusprengingum. Þegar þrýstingi léttir mettast kvikan af vatni og það fer að mynda gufubólur sem blása kvikuna í froðu. Vatnið mældist 4,7 g í lítra af óþéttanlegum gösum og því fylgdi radon með virknina 120–170 pCurie/L eða 4,4–6,3 Bq/L. Ef við vissum hver styrkur radons var í kvikunni áður en það rauk burt með vatninu gætum við reiknað úr hve mörgum grömmum af kviku vatnið er komið. Sýni var tekið úr þaki hrauntjarnarinnar til greiningar á radíni. Í því reyndust vera 0,17*10-12 g af radíni í g bergs. Samkvæmt því hefur radonstyrkur í kvikunni áður en hún afgasaðist verið 0,17 pC/g. Þetta eru nokkur þúsund atóma í hverju grammi kviku. Radonið, 120 pC, og vatnið, 4,7 g, í hverjum lítra af óþéttanlegum gösum eru þá komin úr 706 g af kviku. Samkvæmt þessu hefur vatn sem losnaði úr kvikunni í mesta lagi verið 0,67% af þunga hennar (wt%). Gufa í þessu magni veldur ekki sprengingum þegar hún losnar í gígnum en það gerðist meðan sjór flæddi inn að auki. RADON SEM FYRIRBOÐI JARÐSKJÁLFTA Menn hafa veitt því eftirtekt að radonstyrkur í grunnvatni breytist stundum á undan stórum jarðskjálftum. Þekktasta dæmið er undanfari jarðskjálfta í Tasjkent í Úsbekistan 1966. Talið er að radonstyrkurinn breytist vegna þess að spennur í bergi opni nýjar glufur fyrir radonið eða loki þeim. Breytingarnar verða á allstóru svæði umhverfis væntanleg upptök jarðskjálfta. Því gætu mælingar á radonstyrk í borholum gefið aðvörun um að skjálfti væri í aðsigi. Egill Hauksson jarðeðlisfræðingur hafði unnið við uppsetningu jarðskjálftamæla á vegum Raunvísindastofnunar áður en hann fór til framhaldsnáms við Lamontstofnun Columbia-háskóla í Bandaríkjunum. Bandaríska jarðfræðistofnunin USGS veitti honum og samstarfsmönnum hans styrk árið 1977 til að setja upp ellefu mælistöðvar fyrir radon í jarðhitavatni á Íslandi.25,26 Níu af þessum stöðvum voru á upptakasvæði Suðurlandsskjálfta þar sem menn bjuggust við stórum skjálfta innan nokkurra áratuga. Sýni voru tekin úr borholum allt að átta sinnum í mánuði á hverri stöð og radonið mælt hjá Raunvísindastofnun. Einnig var rekinn mælir á Flúðum og mældi hann radonstyrk samfellt í rennsli. Þessum mælingum var haldið áfram næstu ár og á sumum stöðvanna allt til ársins 1993. Úr þeim fengust 3–16 ára tímaraðir sem unnt var að bera saman við skjálftavirkni á sama tímabili. Töluverð tengsl reyndust á milli breytinga í radoni og skjálftavirkni. Um 35% af breytingum í radonstyrk virtust tengjast skjálftum.27 Oftast voru breytingarnar þannig að radonstyrkur jókst stuttu áður en skjálfti kom. Einnig sáust breytingar sem tengdust gosum í Heklu 1980 og 1981. Mælingar hófust aftur árið 1999 með endurbættri mælitækni. Þær sýndu miklar radonbreytingar á skjálftasvæði Suðurlands fyrir stóru jarðskjálftana þar 17. og 21. júní 2000.28 Nú lækkaði styrkur radons á öllum stöðvum 1–5 mánuðum fyrir skjálftana en tók þó nokkur skammvinn stökk upp á við. Eftir skjálftana var styrkur radons á svæðinu um þrjá mánuði að jafna sig. LOKAORÐ Geislavirkni af völdum radons í hveragasi bendir til þess að móðurefnið radín hafi safnast í útfellingar á sprunguveggjum í uppstreymisrás hveranna. Styrkur radons er hærri á háhitasvæðum. Orsök þess gæti verið að hærri hiti ásamt kvikugösum í rótum háhitakerfa auðveldi úrþvott radíns sem aftur falli út úr vatninu við suðu og lægra hitastig í uppstreymisrásum þess. Einnig gæti súrt berg í rótum háhitakerfa skipt máli þar sem styrkur radíns er hærri í súru bergi en basískum hraunlögum. Þessa tilgátu mætti prófa með greiningu á radíni í borsvarfi, súlfatskán, kísilhrúðri og útfellingum í borholubúnaði á háhitasvæðum. Í jarðvegi mælist oft hærri styrkur radons yfir huldum mis- gengjum. Það á bæði við radon (222Rn) með helmingunartímann 3,8 daga og samsætuna þóron (220Rn) sem er með helmingunartíma 54,5 sekúndur. Aukinn styrkur þórons verður ekki skýrður nema með upp söfnun ættmóðurinnar þórín (232Th) í jarðveginum yfir misgenginu. Aukinn styrkur radons gæti átt sér sömu skýringu, þ.e. uppsöfnun radíns í jarðveginum eða í útfellingum grunnt í sprungum misgengisins. Radon getur nýst sem ferilefni og var m.a. notað til að meta hve mikið vatn var í kviku í Surtseyjargosinu. Radon hefur einnig komið að gagni sem forboði jarðskjálfta. Aðstæður til að prófa gildi radonmælinga í því skyni eru óvenju góðar á jarðskjálftasvæði Suðurlands. Glögg dæmi um tengsl radons í hverum og aðdraganda stórra skjálfta fengust í skjálftunum 17. og 21. júní árið 2000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.