Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 34

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 34
Náttúrufræðingurinn 106 8. mynd. Í Þórsmörk hefur landnám birkis verið mikið frá síðustu úttekt, og er hún að því leyti dæmigert svæði. Þórsmörk er eitt elsta beitarfriðland á landinu, girt fyrst 1924. Kortið til vinstri sýnir eldri kortlagninguna frá 1987–91 en hægra megin er nýja kortlagningin frá 2010–14. – The figure shows the mapped birch woodland in the 1987–91 inventory (left) compared with the same area mapped in the inventory presented in this paper. Two height classes, higher than 2 m (brown) and lower than 2 m (yellow) are shown on the map from 1987–91. On the map from 2010–14 the height at maturity is shown; shrubland (<2 m) (yellow), woodland (2–5 m) (brown) and forest (>5 m) (red). The area, Þórsmörk in South Iceland is a typical area where the birch has expanded rigorously since last inventory. The area is one of the most popular tourist areas in Iceland and was one of the first woodland areas to be fenced off and protected from grazing in 1924. Mynd/Fig.: Björn Traustason 2016. gagna og þekkingar var þessi aðferð að okkar mati best til að meta flatarmálsaukningu birkis frá 1989 til 2012. Það sem vegur upp á móti mögulegu vanmati á aldri birkisins er óvissa um þau birkisvæði sem eldri kortlagning náði ekki til og hafa mögulega eyðst frá árinu 1989. Önnur og einfaldari aðferð við að meta breytingu á flatarmáli birkis frá einum tíma til annars er að bera beint saman niðurstöðu flatarmálsmælinga milli úttekta. Með slíkri aðferð er aukningin frá 1989 til 2012 metinn 323 km2 sem er 2,5 sinnum meira en athugun okkar sýndi. Í ljósi þeirra skekkna og galla sem voru á fyrri úttektum og þegar hefur verið lýst var það mat okkar að þessi aðferð væri síðri en sú leið sem við fórum. Mikill munur reyndist vera á nýliðun milli landshluta og vakna því spurningar um hvað valdi. Þær ástæður sem oftast eru nefndar fyrir aukinni nýliðun birkis eru minnkandi beit vegna breytinga á landnýtingu og batnandi vaxtarskilyrði með breyttu veðurfari, og þá ekki síst hlýrri sumrum. Þær greiningar sem hér voru gerðar benda til þess að báðir þessir þættir hafi áhrif, þó að samband þeirra við aukna útbreiðslu birkis hafi ekki reynst marktækt. Ekki er víst að tölur um sauðfjárfjölda endurspegli vel beitarálag innan kortlagðra birki- reita. Neikvæð áhrif beitar á ný liðun birkis er vel þekkt og sýna niðurstöður rannsókna að nýliðun eykst með beitarfriðun.44,45 Þá sýna rannsóknir að nýliðun birkis eykst með hækkandi hitastigi.46,47 Möguleg útbreiðsla birkis er margfalt það svæði sem birki vex á nú um stundir.11 Það þýðir að fyrir hendi eru hitafarslegar aðstæður fyrir margfalda þá birkiþekju sem nú er til staðar. Útbreiðsla birkis gæti orðið enn meiri með hækkandi hitastigi. Þetta mátti þegar sjá á Vestfjörðum þar sem töluvert var um landnám birkis ofan við eldri birkisvæði. Það er athyglisvert að birkileifar er að finna á svæðum þar sem sumarhiti er 2,1°C hærri en að meðaltali á landinu öllu. Það gefur vísbendingar um að sumarhiti sé mikill áhrifavaldur þegar kemur að viðhaldsþrótti birkilendis. Nýlegar rannsóknir á magni frjókorna 3. tafla. Nýliðun og flatarmálsaukning birkilendis á Íslandi frá árinu 1989. – Newgrowth and expansion of the natural birch woodland in Iceland since 1989 classified by regions. Landshluti Region Nýliðun Newgrowth km2 Hlutfall af Ratio of birki í landshluta birch in region % af heildar nýliðun total newgrowth % Vesturland 28 7 22 Vestfirðir 44 14 34 Norðurland 8 3 6 Austurland 7 4 6 Suðurland 43 13 33 Nýliðun alls Total newgrowth 130 9 100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.