Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 76

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 76
Náttúrufræðingurinn 148 verða til vegna þess að á vorin situr jarðvegurinn ofan á holklaka. Vatnsósa jarðvegurinn sígur eða silast undan hallanum og leggst í fellingar sem mynda paldrana.8 Í fjórðu útgáfu hinnar opinberu náttúruminjaskrár (1984)9 er Eyjarhóll skráður „og um 200 m breið jarðsilsbrekka norður af hólnum í Pétursey“. „Stakur, keilulaga blágrýtishóll, afar sérstætt stalla- landslag vegna jarðsils.“ Í fimmtu útgáfu skrárinnar (1988)10 og á vef Umhverfisstofnunar11 er sagt að brekkan sé „pöldrótt“ og landslagið „afar sérstætt vegna pöldra (jarðsils)“. Í sjöundu útgáfu (1996) er „pöldra“ breytt í „paldra“.12 Samkvæmt Íslenskri orðabók (3. útg. 2002) merkir orðið paldra/paldri ýmiss konar mishæðir í landslagi, þar á meðal „stalla, þrep í brekkum“.13 Eins og sjá má af ofangreindum tilvitnunum eru ýmsar skoðanir á tilurð stallanna og ekki er einsætt hvernig beri að útskýra þá. Skýring kennslubókarinnar stemmir ekki vel við þá staðreynd að jarðvegur frýs sjaldan í Vestur-Skaftafellssýslu og holklaki er varla til í grónum jarðvegi. Flestir munu þó geta fallist á þá skýringu að um sé að ræða einhverja tegund jarðsils (solifluction). Ólafur Arnalds bendir í fyrrnefndum athugasemdum á skyldleika stallabrekkna við þúfur, sem eru eitt helsta sérkenni íslensks landslags, og hann telur leiða af þeirri sérstöku jarðvegsgerð, eldfjallajörð (andosol), sem hér er ríkjandi, í samspili við loftslag, grunnvatn og beit. Hann segir þúfur líka þekkjast á Asoreyjum, þar sem aldrei frýs.b Fróðlegt væri að heyra eitthvað frekar frá Skaftfellingum um þetta efni, t.d. hvaða álit þeir hafa á hlut búfjár í myndun stallanna og hvort heyjað var í stallabrekkum og þá hvernig. Í þeim takmarkaða erlenda bókakosti um jarðfræði sem höfundur hefur yfir að ráða hefur hann ekki rekist á myndanir er greinilega samsvara umræddum stallabrekkum, þó getið sé um skyld fyrirbæri í Bretlandi, Skandinavíu og Kanada, t.d. í Periglacial Geomorphology eftir Embleton og King.14 Það yrði of langt mál að fara nánar í slíkan samanburð.c Að lokum þakka ég Ólafi Arnalds jarðvegsfræðingi við Land búnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri fyrir yfirlestur og gagnlegar athugasemdir við þennan pistil, sem hér var vísað til. Snorri Baldursson þjóðgarðsvörður á Kirkjubæjarklaustri á sérstakar þakkir skildar fyrir að víkjast vel við þeirri beiðni minni að ljósmynda stallabrekkur í Mýrdal og á Síðu með svo góðum árangri er hér getur að líta. b Ólafur hefur ritað um eðli og eiginleika jarðvegs á Íslandi í bók sinni The Soils of Iceland, World Soils Book Series, Springer, Dordrecht, Hollandi, 2015. Þar er einnig að finna myndir af stallabrekkum. c Sá erlendi fræðimaður sem mest hefur kannað og ritað um frostverkun á íslenskan jarðveg er Þjóðverjinn Ekkehard Schunke. Merkasta ritverk hans um það efni mun vera: Die Periglacialerscheinungen Islands in Abhängigkeit von Klima und Substrat. Abhandlungen der Akademie der Wissenschaften, Göttingen. Math.- Naturwiss. Reihe, Dec. 1975. Rit hans eru greinarhöfundi ekki tiltæk. Heimildir 1. Ólafur Arnalds 2016. Stallabrekkur. Handrit. Athugasemdir við þessa grein, í vörslu Ólafs og greinarhöfundar. 2. Ólafur Arnalds 2015. The Soils of Iceland. Springer, án útgst. 183 bls. 3. Helgi Jónsson 1906. Vegetationen i Syd-Island. Botanisk Tidsskrift 27. 1–82 (tilv. bls. 36–37). 4. Sigurður Þórarinsson 1981. Sitthvað úr Suðurlandsferðum. Jökull 31. 65–81 (tilv. bls. 73–74). 5. Helgi Torfason 1984. Jarðsil í Pétursey. Náttúrufræðingurinn 53 (3–4). 160. 6. Jón Jónsson 1985. Athugasemd. Orð í eyra. Náttúrufræðingurinn 54 (2). 92. 7. Ólafur Arnalds 2010. Kulferli, frost og mold. Landbúnaðarháskóli Íslands, Reykjavík. 27 bls. (tilv. bls. 20). 8. Jóhann Ísak Pétursson og Jón Gauti Jónsson 2004. Almenn jarðfræði. IÐNÚ, Reykjavík. 274 bls. (tilv. bls. 209). 9. Náttúruminjaskrá 1984. Fjórða útg. Náttúruverndarráð, Reykjavík. 32 bls. 10. Náttúruminjaskrá 1988. Fimmta útg. Náttúruverndarráð, Reykjavík. 60 bls. og kort. 11. Náttúruminjaskrá Suðurlands. Umhverfisstofnun. Skoðað í september 2016 á http://www.ust.is/einstaklingar/nattura/natturuminjaskra/ sudurland/ 12. Náttúruminjaskrá 1996. Sjöunda útg. Náttúruverndarráð, Reykjavík. 62 bls. og kort. 13. Íslensk orðabók 2002. Þriðja útgáfa, aukin og endurbætt. Ritstjóri Mörður Árnason. Edda, Reykjavík. (Tilvitnuð fletta óbreytt frá 1. útg. 1964.) 14. Embleton, C. & King, C.A.M. 1975. Periglacial Geomorphology. Edward Arnold, London. 203 bls. Um höfundinn Helgi Hallgrímsson (f. 1935) er líffræðingur að mennt. Helgi var forstöðumaður Náttúrugripasafnsins á Akureyri í aldarfjórðung og ritstjóri Týlis – tímarits um náttúrufræði og náttúruvernd – í 15 ár. Hann hefur mest fengist við rannsóknir á íslenskum sveppum og vatnalífi og ritað bækur um þau efni auk fjölda tímaritsgreina. Helgi er búsettur á Egilsstöðum og fæst við ritstörf og grúsk. Póst- og netfang höfundar Helgi Hallgrímsson Lagarási 2 700 Egilsstöðum hhall@simnet.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.