Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 81

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 81
153 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags líf í vatnsbol, straumvötn, mýrlendi, fugla og votlendi, nytjar mýra og hnignun, svo og um jarðhitasvæði. Auk þess eru sérstakir kaflar um Þingvallavatn og Mývatn. Stöðuvötn eru um 9 þúsund (tjarnir sem eru meira en einn hektari teljast með), afar misjöfn að stærð og dýpi. Í sumum myndast hitaskiptalag og í öðrum ekki. Ár eru líka misjafnar að eðli – dragár, lindár, jökulár – og þar með hitastig, næringarefni, straumar o.s.frv., og þetta endurspeglast í lífríkinu. Talið er að fjöldi tegunda í ferskvatni sé á bilinu 2500–3500. Þéttleiki dýra á botni er meiri á láglendi en hálendi og eru að meðaltali 35 þúsund dýr á fermetra í stöðuvötnum, en getur orðið mun meira. Þéttleikinn er mestur þar sem steinar eru hrjúfir (hraun). Mest er af rykmýi (lirfum). Góð skýringarmynd er hér um vistkerfi íslenskra stöðuvatna (bls. 175) og rammagreinar um skötuorm og kísilþörunga eru sérlega áhugaverðar. Líf í vatnsbolnum einkennist af plöntu- og dýrasvifi, og af fiskum, en tegundir þeirra eru aðeins átta. Nýr landnemi er flundra sem hér veiddist fyrst 1998. Hún hrygnir í sjó en er mikið í hálfsöltu vatni. Helstu lífsháttum er lýst og fjallað er um tilvist afbrigða innan fiskitegundanna. Í kaflanum um Þingvallavatn er greint frá helstu niðurstöðum áratugarannsókna á þessu merkilega vatni sem er heimili fjögurra greinilegra afbrigða af bleikju og tveggja af hornsíli. Einnig er fjallað um silungsveiði í vatninu. Vakin skal athygli á góðri rammagrein um þróun afbrigðanna (bls. 189). Áhugasömum lesendum er bent á bókina Þingvallavatn, lífríki í mótun frá 2012 til að fá meiri upplýsingar og tilvísanir í grunnheimildir. Kaflinn um Mývatn er viðameiri. Yfirlit er gefið um einkenni þessa frjósama vatns, og byggist það m.a. á rannsóknum á þörungum (kísilþörungum, kúluskít o.fl.), botndýrum, einkum mýi, á dýrasvifi, fiski (hornsíli og bleikju) og vatnafuglum en Mývatn er heimsþekkt fyrir þann fjölda af andategundum sem þar verpir. Sveiflur í vistkerfinu eru miklar og margt er enn óskýrt í þeim fræðum en óumdeild eru neikvæð áhrif kísilgúrnáms á lífríki vatnsins. Þeirra gætir enn vegna gryfjanna í botninum. Í kaflanum um straumvötn er bent á hve mikill munur er á þéttleika og fjölbreytni botndýra eftir eðli ánna. Mest er lífið í lindám sem falla úr stöðuvötnum og er sérstakur kafli um Laxá í Aðaldal sem er talin frjósamasta á landsins og rennur úr Mývatni. Í ánni getur þéttleiki bitmýslirfa orðið 500 þúsund á fermetra. Fæðuvefur árinnar er teiknaður upp (bls. 209) og sýnir myndin vel hvernig vatnið og áin mynda sama vistkerfið. Mýrlendi er víðáttumesta gróður– lendi landsins fyrir utan lítt gróið, örfoka land, og þekur það um 10% landsins. Í kaflanum um mýrlendið er fjallað um sérstöðu þess hér á landi og flokkun. Meira er af nitri og fosfór og jarðvegurinn basískari í íslenskum mýrum en í mýrlendi Finnlands, Svíþjóðar og Síberíu, en minna af kolefni. Þessi frjósemi þýðir að háplöntur eru ríkjandi í mýrlendi hér, ólíkt öðrum norðlægum slóðum þar sem mosar eru ríkjandi. Kaflinn um flár eða rústamýrar er sérlega áhugaverður því slíkt gróðurlendi er aðeins að finna á hálendinu og er nú að hverfa vegna hækkandi hitastigs. Stór hluti íslenskra fugla er háður votlendi og hafa Íslendingar skuldbundið sig að vernda marga stofna, einkum vaðfugla, vegna þess að hátt hlutfall stofnanna er hér á landi. Snorri fjallar um þessi mál í sérstökum kafla og greinir frá nýlegum rannsóknum á vaðfuglum, einkum búsvæðavali þeirra og varpháttum. Ung tófa, Vulpes lagopus. Ljósm. Einar Guðmann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.