Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 84

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 84
Náttúrufræðingurinn 156 það eyðing skóga og uppbygging ræktarlands, þá beitaráhrif sem ollu ásamt öðrum þáttum mikilli gróður- og jarðvegseyðingu, síðan framræsla votlendis sem hefur haft gífurleg áhrif, og að lokum loftslagsbreytingarnar. Afleiðingar þeirra koma m.a. fram í aukinni útbreiðslu skóglendis, og landgræðslutegunda, sérstaklega lúpínu, og annarra framandi tegunda sem breiðast nú hratt út vegna hækkandi hitastigs. Reynslan sýnir að um það bil tíunda hver innflutt tegund verður ágeng. Áhrif á vistkerfin geta orðið mikil. Gróðri hefur mikið farið fram á þessari öld eins og flestum er augljóst og hafa rannsóknir staðfest það. Þegar hitastig hækkar um eina gráðu þá hækka skógarmörk um 150 metra. Þetta breytir miklu um ásýnd landsins í næstu framtíð, hér verður meira kjarr- og skóglendi, minni mosa- og fléttugróður og að rústir hverfa. Reynslan hefur líka sýnt að innflutningur dýra getur verið varasamur (sbr. minkurinn). Hækkandi hitastig getur valdið töluverðum breytingum á fánu landsins, sérstaklega á fuglum og smádýrum. Rask af mannavöldum hefur haft mikil áhrif og óskert vistkerfi er óvíða að finna nema þar sem land hefur verið friðað lengi og þar sem búfé hefur ekki komist að. Tafla þar sem eðli rasks er flokkað niður og umfang metið er upplýsandi (bls. 355). Æ meira er nú rætt um vistheimt, þ.e. endurreisn og endurheimt. Snorri útskýrir ágætlega um hvað þetta snýst og nefnir tvö aðal verkefnin sem hafa fallið hér undir – landgræðslu eins og hún hefur verið stunduð síðustu tuttugu árin og skógrækt á fyrri hluta síðustu aldar. Bæta má við endurheimt votlendis sem væntanlega stóreykst á næstu árum. Í síðasta kafla bókarinnar gerir Snorri í upphafi grein fyrir viðhorfum sínum – um muninn á náttúruvernd og umhverfisvernd. Náttúruverndin sé fólgin í því að vernda náttúruna gagnvart manninum. Þessi sýn er andstæð mannhyggjunni sem hefur verið ríkjandi í um aldir á Vesturlöndum, en er í samræmi við svokallaða náttúruhyggju sem hefur vaxið ásmegin á síðustu áratugum. Samkvæmt henni hefur sérhver lífvera og lífkerfi tilverurétt og eigið gildi. Áherslan nú til dags á sjálfbæra þróun þar sem miðað er við réttindi framtíðarkynslóða (manna) er áhugaverð í þessu ljósi. Snorri lýsir vel hvernig nútíma náttúruvernd byggist á vísindalegri nálgun – rannsóknum á svæðum, flokkun þeirra, og mati á verndargildi. Hér á landi eru það fyrst og fremst afmörkuð svæði sem hafa verið vernduð frekar en tegundir líf vera. Heimildir 1. Einar Árnason 2010. Þróunarkenningin. Bls. 17–51 í: Arfleið Darwins. Þróunarfræði, náttúra og menning (ritstj. Arnar Pálsson, Bjarni Kristófer Kristjánsson, Hafdís Hanna Ægisdóttir, Snæbjörn Pálsson & Steindór J. Erlingsson). Reykjavík. Hið íslenska bókmenntafélag. 2. Bjarni K. Kristjánsson & Jörundur Svavarsson 2007. Grunnvatnsmarflær á Íslandi. Náttúrufræðingurinn 76 (1–2). 22–28. 3. Nýtt stöðuvatn á Oki. 2011. Vefsetri Ríkisútvarpsins. Fréttaviðtal við Hilmar Malmquist á vefsetri Ríkisútvarpsins. 3.11. 2011. Slóð (skoðað 6.11. 2016): http://www.ruv.is/frett/nytt-stoduvatn-a-oki 4. Hilmar J. Malmquist, Finnur Ingimarsson, Haraldur Rafn Ingvason, Stefán Már Stefánsson & Þóra Hrafnsdóttir 2013. Blávatn. Nýjasta stöðu- vatn landsins. Náttúrufræðingurinn 83 (1–2). 13–23. 5. Butler, Paul G., Wanamaker, Alan D., Scourse, James D., Richardson, Christopher A. & Reynolds, David J. 2013. Variability of marine climate on the North Icelandic Shelf in a 1357-year proxy archive based on growth increments in the bivalve Arctica islandica. Palaeogeography, Palaeoclimatology, Palaeoecology 373. 141–151. 6. Arnþór Garðarsson 1998. Íslensk votlendi: Verndun og nýting. Bls. 13-35 í: Íslensk votlendi (ritstj. Jón S. Ólafsson). Háskólaútgáfan, Reykjavík. 7. Steindór Steindórsson 1964. Gróður á Íslandi. Almenna bókafélagið, Reykjavík. 186 s. 8. Vistgerðir. Kynning á vefsetri Náttúrufræðistofnunar Íslands. Slóð (skoðað 15.9. 2016): http://www.ni.is/grodur/vistgerdir 9. Borgný Katrínardóttir, Alves, J.A., Hrefna Sigurjónsdóttir, Páll Hersteins- son & Tómas Grétar Gunnarsson 2015. The effects of habitat type and volcanic eruptions on the breeding demography of Icelandic Whimbrels Numenius phaeopus. Vefsetrinu Plos One. Slóð (skoðað 15.9. 2016): http:// journals.plos.org/plosone/article?id=10.1371/journal.pone.0131395 10. Böðvar Þórisson 2013. Farhættir og lýðfræði sandlóu Charadrius hiaticula. Meistararitgerð við líf- og umhverfisvísindadeild HÍ. Slóð (skoðað 15.9. 2016): http://hdl.handle.net/1946/13916 Um höfundinn Hrefna Sigurjónsdóttir (f. 1950) lauk BS-prófi í líffræði frá HÍ 1973, M.Sc.-prófi í vistfræði frá Bangor í Wales 1977, Ph.D í atferlisvistfræði frá Liverpool, Englandi 1980 og prófi til kennsluréttinda frá HÍ 1982. Hrefna réðst til starfa við Kennaraháskóla Íslands 1982 og hefur verið prófessor frá 1998, fyrst þar en síðar við Háskóla Íslands eftir sameiningu skólanna 2008. Hún hefur kennt kennaranemum líffræði og umhverfisfræði, líffræðinemum í Hí og hestafræðinemum við Hólaskóla atferlisfræði, rannsakað atferli dýra og samið námsefni. Póst- og netfang höfundar Hrefna Sigurjónsdóttir Háskóli Íslands, Menntavísindasvið, Stakkahlíð IS-105 Reykjavík hrefnas@hi.is Sum friðlýst svæði eru til að vernda búsvæði ákveðinna tegunda eða samfélaga. Friðaðar plöntu- tegundir eru 31, en engar dýra tegundir hafa verið friðaðar skv. Náttúru- verndarlögum, þótt Náttúrufræði- stofnun hafi gefið út válista yfir 29 varpfuglategundir. Villt dýr (hrygg dýr) eru friðuð nema minkar, mýs og rottur samkvæmt lögum sem sett voru 1994, sk. villidýralögum. Veiði á ref, hreindýrum og 27 fugla- tegundum er þó leyfð með mis- miklum takmörkunum. Að lokum gerir Snorri grein fyrir Vatnajökuls- þjóðgarði í rammagrein (bls. 362). Höfundur þekkir málavöxtu vel því hann vann að stofnun garðsins, og er einn þjóðgarðs varða. Þjóðgarðurinn var stofnaður árið 2008 og er nú meira en 13,9 þúsund ferkílómetrar að stærð, langstærsti þjóðgarður Vestur-Evrópu. Við Íslendingar megum vera stolt af þessum þjóðgarði, og er vel við hæfi að ljúka bókinni með umfjöllun um hann. Eftir lestur þessarar bókar tek ég heilshugar undir mat dómnefnd- arinnar sem getið var í byrjun. Um er að ræða einstakt tímamótaverk þar sem höfundur hefur tekið saman mikinn fróðleik um lífríki Íslands sem hann setur bæði í sögulegt samhengi og ræðir framtíðarhorfur. Bókin er grípandi, vel skrifuð og afar fræðandi fyrir almenning, kennara, námsmenn og ýmis konar sérfræðinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.