Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 43

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 43
115 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 4. og 5. mynd. Landkönnunarhópur Gaimards heimsækir Surtshelli 1835.14 – Gaimard’s explorer group visits Surtshellir 1835.14 Steinprent/Lithography: Auguste Mayer. ísdrönglar voru alsettir reglulegum marghyrningum, ýmist 5- eða 6-hyrndum. Þeir lágu hver upp að öðrum og líktust helst hyrningsrósum í vélindiskepp jórturdýra. Í enda hellisins rekast þeir á fornlega vörðu. Þeim mælist heildarlengd Surtshellis vera 839 faðmar. Þeir taka nokkur steinasýni úr hellinum og gera af honum uppdrátt (3. mynd). Næsti maður sem lýsir Surtshelli á greinargóðan hátt er Ebenezer Henderson í ferðabók sinni um Ísland.13 Henderson var skoskur prestur, búsettur í Kaupmannahöfn. Hann kom með nýja þýðingu á Biblíunni til Íslands vorið 1814, dreifði henni um landið 1814–1815, og var frumkvöðull að stofnun Hins íslenska Biblíufélags 1815. Henderson lýsir meginhellinum og afhellum, en heillast af Íshellinum (bls. 353): Þakið og veggirnir í hellinum voru þaktir hinum undursamlegustu ískertum, er kristölluð voru í öllum hugsanlegum myndum. Mörg svo að þau jöfnuðust á við fínleik hinna fegurstu geislasteina, en upp af gólfinu risu súlur úr sama efni og í þeim furðulegustu og kynlegustu myndum sem hugsast gátu, svo að hinir fegurstu listmunir urðu sér til minnkunar ... Paul Gaimard,14 konunglegur land könnuður Frakklands, heim- sótti Ísland og Grænland á skipi sínu La Recherche sumrin 1835 og 1836. Auguste Mayer, teiknari leiðangursins, dró upp fjórar myndir af Surtshelli og sýna þær mikilfengleik hellisins á áhrifamikinn hátt (4. og 5. mynd). Næstir að lýsa Surtshelli á ýtarlegan hátt eru tveir Þjóðverjar, William Preyer og Ferdinand Zirkel,15 sem komu í hellinn sumarið 1860. Þeir lýsa myndunum afhellanna af meiri nákvæmni en fyrirrennarar þeirra og nefna m.a. mikið magn dropstráa í lofti Viks og innan við Vígið: „Þar er að finna lengstu og fallegustu dropsteinana og í mjög miklu magni.“ Þeir Preyer og Zirkel taka sýni úr beinahrúgunni. Þegar leið á seinni hluta 19. aldar hóf erlent efnafólk að sækja Ísland heim í vaxandi mæli. Virðist það nánast hafa orðið viðtekin venja að gestir tækju sýni úr beinahrúgu Beinahellis/Vígishellis og hefðu með sér þær myndanir sem náðist til, sem sýni eða minjagripi. Fjórir Austurríkismenn undir forystu náttúrufræðingsins Erichs Zugmeyers16 komu í leiðangur til Íslands 1902 og mældu þeir hellinn næstir á eftir Eggerti og Bjarna. Uppdráttur þeirra er til muna nákvæmari. Þeir fóru á sömu staði í afhellunum og Preyer og Zirkel 1860 en þegar kemur að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.