Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 82

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 82
Náttúrufræðingurinn 154 Kaflinn um nytjar mýra og hnignun er áhugaverður, einkum í ljósi nýlegrar umræðu um endurheimt votlendis sem leið til að draga úr losun koltvísýrings út í andrúmsloftið. Í gegnum aldirnar nýttu bændur votlendið til að afla útheyja en það snarbreyttist eftir gífurlega framræslu í 40 ár sem náði hámarki um miðja öldina (1882 var hlutur útheyja 67%, árið 1932 var hann 50% og árið 1972 var hann kominn niður í 0,5%). Enn er ræst fram en fyrsta formlega endurheimtin átti sér stað 1996. Á láglendi Suðurlands var árið 1990 einungis eftir um 3% af óröskuðu votlendi sem kortlagt var í byrjun 19. aldar. Fjallað er um hvaða áhrif framræsla hefur á jarðveg og lífsskilyrði dýra, og um breytingar á gróðri og dýralífi, en höfundur bendir á að rannsóknir á þessu sviði eru takmarkaðar. Jarðhitasvæði eru afar sérstök búsvæði sem Snorri gerir grein fyrir í ágætum kafla. Í nýlegri rannsókn í Vonarskarði fundust 50 nýjar bakteríutegundir og tíu nýjar fornbakteríur. Áhugavert er að lesa um lífverur sem hafa aðlagast hitanum sérstaklega og lifa ekki annars staðar. Þær eru fyrst og fremst örverur, bæði blágerlar, bakteríur og fornbakteríur, en 30 mosategundir, 12 tegundir blómplantna og byrkninga og ein dýrategund, laugafluga, finnast einungis þar sem jarðhita gætir. Margar tegundir sem finnast á þessum svæðum geta líka lifað annars staðar. Kafli 5. Lífríki þurrlendis (bls. 238–319) Höfundur byrjar á að benda á þann grundvallarmun sem er á lífsskilyrðum á þurrlendi og í sjó- og ferskvatni en tekur síðan dæmi af mýinu við Mývatn sem sýnir hvernig vistkerfi þurrlendis og ferskvatns tengjast. Kaflanum er skipt upp í undirkafla um jarðveg, vistkerfi og samfélög, gróðurfar á Íslandi, flóru og fúngu þurrlendis, æðplöntur, mosa, sveppi og fléttur, landfánu, helstu hópa hryggleysingja og hryggdýr. Sama athugasemd er gerð hér og við kaflann um lífríki sjávar: Efninu hefði átt að skipa rökréttar í aðalkafla og undirkafla. Myndun gróðurmoldar tekur aldir, jafnvel þúsaldir, og jarðvegur er því í reynd óendurnýjanleg auðlind. Eyðing hans er mikill skaði þar sem jarðvegur er bæði búsvæði fyrir lífverur og uppspretta vatns og næringar fyrir gróður. Kaflinn um samfélög og vistkerfi hefst með ábendingu um að hugmyndir manna um eðli þeirra hafa breyst mikið á síðustu árum. Fjallað er um gróðurfélög og gróðurkort, vistgerðir og vistgerðakort, Corine-landflokkun, helstu gróður– lendi þurrlendis, skógarmörk og önnur gróðurmörk. Áður var litið á gróðursamfélög sem einhvers konar ofurlífveru sem þróaðist í átt að ákveðnu hástigi (birkikjarr hér á landi) og síðan kæmu dýrasamfélögin í kjölfarið. Nú er almennt viðurkennt að tilviljunarkenndir þættir ráða miklu um framvindu gróðurs, svo sem samsetning tegunda á hverjum stað og ólífrænir umhverfisþættir, t.d. veðurfarslegir þættir, náttúruhamfarir og landnýting. Þurrlendi hefur löngum verið skipt eftir ríkjandi gróðri í samfélög plantna, gróðurfélög og gróðurlendi samkvæmt kerfi sem Steindór Steindórsson mótaði,7 og hafa mörg gróðurkort verið unnin í þeim anda. Á seinni árum hafa menn einfaldað kerfið og sett minni flokka saman í stærri heildir. Í upphafi þessarar aldar hófst mikil vinna á Náttúrufræðistofnun Íslands við að flokka þurrlendið samkvæmt nýrri sýn sem byggist á vistkerfum en ekki plöntusamfélögum og er því talað nú um vistgerðir og vistgerðakort. Notuð er evrópsk aðferðafræði eins langt og hún nær, en hér á landi eru að sjálfsögðu vistgerðir sem ekki finnast annars staðar í Evrópu. Þegar bók Snorra kom út höfðu verið skilgreindar 24 vistgerðir á hálendi Íslands og er svokölluð melavist langútbreiddust. Nú hafa alls verið skilgreindar 56 landvistgerðir.8 Enn eru gróðurlendiskortin notuð mikið. Snorri lýsir helstu gróðurlendum hér á landi og umfangi þeirra (bersvæðisgróður, moslendi, mó– lendi, gras- og blómlendi, kjarr- og skóglendi). Næsti kafli heitir Gróðurfar á Íslandi, sem er ekki alveg viðeigandi í ljósi þess sem á undan er komið. Þarna fjallar Snorri um ástand gróðurs og þau eyðingaröfl (m.a. beit) sem hafa verið að verki en bendir líka á takmarkanir matsaðferðanna. Miklar upplýsingar koma fram í töflum, svo sem þar sem mismunandi rofmyndir eru skilgreindar (bls. 259). Að lokum er fjallað um framvindu gróður- samfélaga, á hraunum, jökulaurum og örfoka landi, en einnig dýrasamfélaga í jökulskerjum. Bent er á hvernig þekking á þessum ferlum, t.d. á hlutverki lífskurnar (lífrænnar jarð– vegsskánar, sjá bls. 273), getur komið sér vel við áætlanir um uppgræðslu. Næstur er kafli um flóru landsins og fúngu (sveppir og fléttur). Mikil endurskoðun hefur að undanförnu átt sér stað í flokkun lífvera og erfitt að skera úr um margt í þeim fræðum – sjá t.d. rammagrein um flokkun þörunga (bls. 278). Deilt er um fjölda tegunda og um það hvenær tegund telst íslensk, því skilgreiningar eru á reiki og margir hópar eru illa þekktir, svo sem þörungar í ferskvatni og á landi. Kaflinn um æðplöntur er mjög stuttur, áhersla er lögð á að gefa upp tegundafjölda hópa og fjalla um æxlunarmáta. Síðan kemur að mosum, sveppum og fléttum. Umfjöllun um dýr er í nokkrum undirköflum, eins og áður sagði. Fyrst eru hryggleysingjar teknir fyrir. Tegundafjöldi í helstu hópum þeirra er gefinn upp. Mest er vitað um lindýr, liðorma og liðdýr, sem er langstærsti hópurinn. Þekking á fæðu og lífsháttum dýranna er þó lítil, og þar með óljóst um hlutverki þeirra í vistkerfum þótt allir geri sér grein fyrir því að það hlutverk er mikilsvert. Ég leyfi mér að vekja athygli á rammagrein um gulu mykjufluguna þótt mér sé málið skylt (bls. 289; þarna er vitnað í doktorsverkefni undirritaðrar). Rétt er að benda á að ekki er um mý að ræða þótt svo megi skilja af titlinum. Orðtakið eins og mý á mykjuskán vísar líklega í taðflugur sem eru svartar, mun minni en mykjuflugan og þekja gjarnan hrossatað, kindaskít og kúadellur. Helstu hópum liðdýra er lýst,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.