Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 60

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 60
Náttúrufræðingurinn 132 RADON VÍSAR Á HULIN MISGENGI Það er vel þekkt að styrkur radons í jarðlofti mælist oft mikill í jarðvegi yfir misgengi í bergi (sjá t.d. 6–10). Slíkar mælingar hafa gagnast til að finna misgengi sem hulin eru jarðvegi. Israël og Sveinbjörn Björnsson11 könnuðu þetta nánar með mælingum á samsætunum radon (222Rn) og þóron (220Rn) í jarðvegssniðum þvert á nokkur vel þekkt misgengi í Þýskalandi. Þóron er mun skammlífara en radon, helmingunartími aðeins 54,5 sekúndur. Ættmóðir þess er þórín (232Th, helmingunartími 1,4*1010 ár) en aðrir ættliðir eru tiltölulega skammlífir (228Ra 5,8 ár; 228Th 1,9 ár). Þóron kemst því ekki langt frá ættmóðurinni áður en það umbreytist í málminn pólon og síðar blý. Aukinn styrkur þórons yfir misgengjum hlýtur að benda til uppsöfnunar á ættmóðurinni þóríni í jarðvegi yfir sprungum en aukinn styrk radons mætti annaðhvort skýra með uppsöfnun radíns í jarðveginum eða flutningi radons í upplausn vatns upp misgengið frá radínútfellingum á sprunguveggjum. Niðurstöður Israëls og Sveinbjörns sýndu dæmi sem vitna um hvort tveggja. Yfir sumum misgengjum jókst bæði styrkur þórons og radons, sem varla verður skýrt á annan hátt en að móðurefnin þórín og radín hafi safnast upp í jarðveginum yfir misgenginu. Hins vegar voru misgengi þar sem engin breyting mældist í þóroni en aukinn styrkur í radoni. Þar var jarðvegur yfirleitt þurr og aðstæður til sveims á radoninu hagstæðari en í vatnsósa jarðvegi. Radonið gæti því átt sér rætur dýpra í misgenginu. Nýrri athuganir, t.d. Burtons o.fl.12 og Giammancos o.fl.13 hafa gefið svipaðar niðurstöður. Mikill styrkur þórons bendir til grunnstæðs radíns og þóríns, en mikill radonstyrkur samfara litlum þóronstyrk og auknu flæði koldíoxíðgass bendir til djúpstæðari uppruna radonsins. Halldór Ármannsson o.fl.14–16 mældu radon í gufuaugum á Kröflusvæðinu og Þeistareykja - svæðinu. Þeir túlkuðu breytilegan styrk radons innan svæðanna sem vísbendingu um lekt. Lágur radonstyrkur tengdist kröftugu rennsli og háu gufuhlutfalli í uppstreymissprungum en mikill radonstyrkur benti til kraftlítils rennslis og lágs gufuhlutfalls í sprungum sem fæða gufuaugað. Forsenda þessarar túlkunar er að móðurefnið radín sé jafndreift um svæðið. Hún gæti brugðist ef uppsöfnun radíns á sér stað í sprungum. RADON OG VATN Í KVIKU SURTSEYJAR Gosið í Surtsey 1963–1967 olli straumhvörfum við rannsóknir eldgosa hér á landi. Aðstæður til rannsókna voru mjög auðveldar og endurteknir atburðir gerðu kleift að gera athuganir með betri tækjum og aðstöðu. Meðal annars tókst eftir margar tilraunir að ná sýnum án loftmengunar af kvikugasi úr hrauntjörn í öðrum aðalgíg eyjarinnar, Surtungi. 2. mynd. Jarðfræðikort Sveins P. Jakobssonar af Surtsey (M 1:5000), birt 2000.21 Gassýni voru tekin úr hrauntjörn gígsins Surtungs. Til hægri er loftmynd Landmælinga Íslands af eynni, tekin 23. febrúar 1965, tveimur dögum eftir að gassýnin voru tekin. – Geological map of Surtsey by Sveinn P. Jakobsson (M 1:5000), published in 2000.21 The gas samples were taken from the lava lake in the crater Surtungur. The air photo of Surtsey to the right was taken by the Icelandic Geodetic Survey on February 23, 1965, two days after the gas samples were taken.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.