Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 39
111
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
1. Gróðurfélag (gróðurflokkar) Náttúrufræðistofnunar Íslands:
Hér er verið að skrá með sama hætti og NÍ gerir í sinni gróðurkortlagningu.
Með því að skrá í þessa flokka getur NÍ nýtt gögnin beint í sinn
gróðurfarsgagnagrunn.
Lykill Gróðurfélag
C10 Birkiskógur
C11 Önnur lauftré
C12 Barrtré
C13 Lauftré/barrtré
C5 Birkikjarr
C7 Birki- og gulvíðiskjarr
G_an_B Gróðurhverfi án birkis
2. Hæð fullvaxta: Hér er reynt að meta hve hávaxinn trjágróðurinn
verður þegar hann hefur náð fullri hæð. Þessi breyta er mikilvæg þar sem
skógur er m.a. flokkaður eftir hæð trjágróðurs fullvaxta á alþjóðavísu.
Lykill Hæð fullvaxta
1 Birkikræða: hæð fullvaxta <0,5m
2 Kjarrskógur: hæð fullvaxta 0,5-2m
3 Lágskógur: hæð fullvaxta 2-5m
4 Háskógur: hæð fullvaxta >5m
3. Núverandi hæð – ríkjandi trjálag: Hér er metin hæð á því trjálagi
sem hefur að hlutfalli meiri krónuþekju en annað trjálag innan sömu
kortlagningareiningar sem telst þá víkjandi trjálag.
Lykill Hæðarflokkur
1 <0,5m
2 0,5-1,3m
3 1,3-2m
4 2-3m
5 3-5m
6 >5m
4. Núverandi hæð – víkjandi trjálag: Hér er metin hæð á því trjálagi
sem hefur að hlutfalli minni krónuþekju en annað og þá ríkjandi trjálag.
Sömu hæðarflokkar eru notaðir og fyrir ríkjandi trjálag.
5. Heildar krónuþekja skógar: Hér er metið lóðrétt ofanvarp krónuþekju
trjágróðurs.
Lykill Heildar krónuþekja skógar
10 10% krónuþekja
20 20% krónuþekja
30 30% krónuþekja
40 40% krónuþekja
50 50% krónuþekja
60 60% krónuþekja
70 70% krónuþekja
80 80% krónuþekja
90 90% krónuþekja
100 100% krónuþekja
6. Krónuþekja ríkjandi trjálags: Hér er metið lóðrétt ofanvarp
krónuþekju ríkjandi trjálags. Sömu flokkar eru notaðir og fyrir Heildar
krónuþekju skógar (5).
7. Krónuþekja víkjandi trjálags: Hér er metið lóðrétt ofanvarp
krónuþekju víkjandi trjálags. Sömu flokkar eru notaðir og fyrir Heildar
krónuþekju skógar (5).
8. Krónuþekja fullvaxta skógar: Hér er metin krónuþekja trjágróðursins
þegar hann hefur náð fullri stærð. Þessi breyta er mikilvæg þar sem skógur
er m.a. flokkaður eftir krónuþekju fullvaxta á alþjóðavísu. Sömu flokkar eru
notaðir og fyrir Heildar krónuþekju skógar (5).
9. Aldursflokkur ríkjandi trjálags: Hér er ríkjandi trjálag flokkað
sjónrænt í fimm aldursflokka.
Lykill Aldursflokkur ríkjandi trjálags
10 Ungur (<15 ára)
20 Frekar ungur (15–30 ára)
45 Á vaxtarskeiði (30–60 ára)
80 Fullvaxta (60–100 ára)
100 Gamall (>100 ára)
10. Aldursflokkur víkjandi trjálags: Hér er víkjandi trjálag flokkað
sjónrænt í fimm aldursflokka. Sömu flokkar eru notaðir og fyrir
Aldursflokkur ríkjandi trjálags (9).
11. Metinn aldur ríkjandi trjálags: Hér er metið sjónrænt aldur
ríkjandi trjálags í árum talið. Það mat er síðan borið saman við greind sneið-
eða borsýni.
12. Aldurssýni?: Hér skráð hvort aldurssýni úr tré hafi verið tekið á
vettvangi í ríkjandi trjálagi (9).
13. Gróskuflokkun: Hér er skráður skógargróskuflokkur eftir
botngróðurfari. Flokkunum var upphaflega lýst af Hauki Ragnarsyni og
Steindóri Steindórssyni í rannsókn sem fram fór í Hallormsstaðaskógi.52
Núverandi útgáfa er þó sú sem notuð er í skógræktaráætlanagerð.53
Lykill Gróskuflokkur
S1 Ríkjandi undirgróður: Vallelfting, reyrgresi, hrútaberjalyng
án bláberjalyngs, blágresis, bugðupunts.
S2a Ríkjandi undirgróður: Hálíngresi, hrútaberjalyng,
vallelfting með bláberjalyngi, blágresi, hvítsmára eða
bugðupunti.
S2b Ríkjandi undirgróður: Bláberjalyng með bugðupunti,
hálíngresi, hrútaberjalyngi, krossmöðru eða
aðalbláberjalyngi.
S3a Ríkjandi undirgróður: Bláberjalyng með krækilyngi sem
annarri tegund og beitilyngi eða sortulyngi sem þeirri
þriðju.
S3b Ríkjandi undirgróður: Krækilyng með sortulyngi.
S4 Birkimýri. Ríkjandi undirgróður: Mýrastör.
14. Upprunaleg landgerð: Hér er metið hvaða landgerð var á svæðinu
áður en núverandi trjágróður óx úr grasi. Oftast hefur verið þarna
trjágróður fyrir en í sumum tilvikum er um nýgræðslu að ræða á
skóglausum landgerðum. Upprunaleg landgerð hefur áhrif á kolefnisbúskap
skógarins.
Lykill Upprunaleg landgerð
1 Lítið gróið þurrlendi (< 30% þekja)
2 Þurrlendi
3 Votlendi
4 Framræst votlendi
5 Þéttbýli
6 Tún
7 Framræst tún
8 Ræktað land
9 Framræst ræktað land
10 Ræktaður skógur
1. viðauki – Appendix 1: Flokkunarbreytur. Hér fyrir neðan má sjá breytur og breytugildi sem skráðar voru fyrir hvern fláka á vettvangi
– Classification variables used to describe polygons of birch mapped in the inventory introduced in this paper.