Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 28

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 28
Náttúrufræðingurinn 100 sér til rúms í allri kortagerð. Hverju kortlögðu svæði var lýst með 12 flokkabreytum, þar á meðal þekju og hæð. Niðurstöður úttektarinnar leiddu í ljós að birkileifarnar þöktu um 1.250 ferkílómetra eða 1,2% landsins. Ef miðað er við að birkilendi við landnám hafi þakið um 25% landsins höfðu um 95% þekjunnar tapast. Á um 81% af flatarmáli birkis reyndist meðalhæð trjánna undir 2 m og á einungis 5% þess var meðalhæð yfir 4 m. Endanlegum frágangi korta lauk nokkru síðar og birtist fyrsta útgefna heildarkortið af náttúrulegum birkiskógum og birkikjarri árið 1986 í ritinu Landnýting á Íslandi.28 Skóg- og kjarrlendi höfðu þó verið gerð nokkur skil á eldri almennum landakortum af Íslandi, svo sem á herforingjaráðskortunum frá fyrri hluta síðustu aldar og á svokölluðum AMS-kortum sem Kortagerðarstofnun bandaríska varnarmálaráðuneytisins vann að miklu leyti og gefin voru út um miðja síðustu öld.29 Árið 1987 var aftur hafist handa við úttekt á náttúrulegum birkiskógum og birkikjarri og að þessu sinni hafði Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá yfirumsjón með verkinu í nánu samráði við gróðurnýtingardeild Rannsóknastofnunar land búnað- arins (RALA). Í þessari úttekt var bætt við mati á ástandi skóganna, þ.e. nánari úttekt á eiginleikum birkilendis en gert var í úttektinni 1972–75. Hæð trjáa var nú mæld en áður var meðalhæð birkisins metin sjónrænt. Ákvarðað var viðarmagn og lífmassi með stöðluðum matsaðferðum, og ennfremur gróður far og endurnýjunarþróttur birkisins í formi sáðplantna og stubbaskota. Þessum gögnum var safnað með úrtaksmælingum. Úttektin var tvískipt og sá Rann- sóknastöðin á Mógilsá um mælingar á slembivöldum trjám í úrtaki sem var lagskipt þannig að mælt var í þremur af fjórum hæðarflokkum úttektarinnar frá 1972–75.23 Alls voru valin 300 tré víðsvegar á landinu. Mælingar á úrtakstrjám voru umfangsmiklar. Ríkjandi trjástofn hvers trés var felldur og rúmmál trjábols og lífmassi ofanjarðar metin nákvæmlega með þvermáls-, hæðar- og þyngdarmælingum á vettvangi. Að auki var safnað sýnum úr greinum og bol til að ákvarða nákvæmlega þurrvigt, aldur og vöxt með árhringjamælingum á bolsýnum. Þessi úttekt fór að mestu fram haustið 1987 en síðustu trén voru mæld vorið 1988. Hinn þáttur úttektarinnar var mun viðameiri og var sú vinna í höndum gróðurnýtingardeildar RALA. Markmiðið var að gera vettvangsúttektir á öllum birki- svæðum sem kortlögð voru 1972– 75. Rannsökuð skyldu slembivalin tré og nánasta umhverfi þeirra við göngulínur sem ákveðnar væru þannig að gott þversnið næðist af hverju og einu birkisvæði. Reynsla hafði fengist af þessum aðferðum í rannsókn á skóglendi í Friðlandinu í Vatnsfirði í Vestur- Barðastrandarsýslu sumarið 1986.30 Vettvangsvinnan fór fram að sumarlagi á árunum 1987 til 1991. Alls voru gengnir 560 km eftir mælilínum og gerðar 9.800 trjámælingar. Innsláttur gagna og úrvinnsla fór fram á tíunda áratug síðustu aldar. Ekki tókst að birta heildarniðurstöður úttektarinnar eins og að var stefnt nema fyrir Laugardalshrepp í Árnessýslu og Hálshrepp í Suður-Þingeyjarsýslu, og skyldi sú skýrsla vera dæmi um hvernig staðið yrði að útgáfu fyrir aðrar byggðir á landinu.31 Einnig var lokið við úrvinnslu fyrir Norðurland.32 Ekki var lögð sérstök áhersla á endurkortlagningu birkilendisins sem var kortlagt rúmum áratug áður. Þó voru kort leiðrétt samfara vettvangsúttekt og auk þess voru uppfærð nýleg kort af birkisvæðum úr gróðurkortlagningu. Uppfærð útgáfa var færð yfir á stafrænt form og heildarkort birt.31 Töluverðar breytingar voru gerðar á kortlagningu fyrstu úttektarinnar.33 Í sumum sýslum reyndist endur- skoðað flatarmál birkilendis meira en í úttektinni frá 1972-75 og rúmlega tvöfalt meira þar sem mestu munaði. Í öðrum sýslum var flatarmálið metið minna og um helmingi minna þar sem mestur var munurinn. Fyrir landið í heild var breytingin ekki svona mikil, en metið flatarmál reyndist 1.183 km2 eða 5% minna en metið hafði verið í úttektinni 1972–75. Þessar miklu breytingar sem gerðar voru á birkiskógakortinu benda til þess að kortlagningin í úttektinni 1972–75 hafi ekki verið nákvæm. Endurkortlagning birkis 2010– 2014 Þátttaka Íslands í Kyoto-bókun loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna34 kallaði á frekari úttekt á birkilendi landsins því með henni skuldbundu Íslendingar sig til að skila inn árlegu bókhaldi um losun gróðurhúsalofttegunda og bindingu þeirra í skógum landsins, og var náttúrulegi birkiskógurinn þar ekki undanskilinn. Ákveðið var að hefja landsskógaúttekt með svipuðu sniði og stunduð hafði verið í mörgum ríkjum um langt árabil35 og afla gagna á viðurkenndan hátt til að meta kolefnisforða og breytingar á honum í skógum og á skógræktarsvæðum á Íslandi.36 Sumarið 2005 hófst fyrsta landsskógaúttektin á Íslandi þar sem notast var við kerfislægt úrtak með föstum mæliflötum og stóð hún yfir í fimm ár eins og áætlað var.37 Fyrir náttúrulega birkiskóga og birkikjarr voru lagðir út mælifletir með 1,5 km millibili í austur-vestur- stefnu og 3,0 km millibili í norður- suður-stefnu. Mælifletir sem lentu innan kortlagningar náttúrulegra birkiskóga og birkikjarrs voru heimsóttir og ef þeir reyndust í raun vera birkilendi var gögnum safnað á þeim. Strax á fyrsta sumri kom í ljós að gömlu birkiskógakortin voru of ónákvæm til að nýtast sem úrtaksmengi fyrir mælifleti þrátt fyrir þær leiðréttingar sem á þeim höfðu verið gerðar. Ljóst var að mælifleti vantaði í birkilendi sem ekki var á kortinu og í of miklum mæli lentu þeir utan birkisvæða. Einnig kom í ljós að nokkuð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.