Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 50

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 50
Náttúrufræðingurinn 122 14. mynd. Ljósmyndataka er hluti af hellamennsku og reyndist mikilvægur þáttur í friðlýsingarferli Kalmanshellis. Hæð til lofts um 130 cm fjær og 200 cm næst. Enginn kemst þarna um án þess að skaða hellinn, en erfitt getur verið að neita sér um að kanna hvað handan býr. Viðkvæmasta hluta Kalmanshellis var lokað í tveimur áföngum sumrin 2006 og 2007 og hellirinn allur friðlýstur 2011. – Photography is a part of caving and proved to be an important factor in the process of having Kalmanshellir preserved. The cave was gated in 2006/2007 and proclaimed a national monument in 2011. Ljósm./Photo: ÁBS 1994. myndunum eru ótrúlega lítil, eins og ljósmyndir úr ósnortnum hraunhellum sýna. 12. mynd er tekin í Jörundi, sem er u.þ.b. 7–8 þúsund ára gamall; 13. mynd í Árnahelli í Leitahrauni sem er um 5.600 ára gamall; 14. mynd var tekin í hinum viðkvæma hluta Kalmanshellis sem er í sama hrauni og Surtshellis-Stefánshelliskerfið og jafngamall. Líklegt er að skraut Stefánshellis hafi, a.m.k. á nokkrum stöðum, verið svipað því sem fram kemur á 12. mynd. Skemmdir á dropsteins- myndunum Stefánshellis hófust líklega fljótlega eftir að Stefán uppgötvaði hellinn 1917. Smádrýlin, eða hellahraundrýlin, voru líklega fjarlægð snemma á sjöunda áratugnum. Það er hreint ótrúlegt hve „vel“ hefur verið gengið til verks. Dropsteinsmyndanir hellisins hafa verið gereyðilagðar. Vel á annan tug kílómetra af dropstráum hefur verið brotinn úr lofti hellisins í algeru tilgangsleysi. Sjöhundruð og fimmtíu til áttahundruð dropsteinar, hver og einn einasti steinn hellisins, hefur verið fjarlægður. Fleiri en þúsund dropsteinar hafa verið brotnir í Víðgelmi. Annar höfunda (Árni) þekkti Víðgelmi frá ferðum 1959 og 1961. Mikilfenglegar ísmyndanir voru þá fremst í hellinum, m.a. feiknamiklar íssúlur sem náðu til lofts. Dropsteinsmyndanir framan til í hellinum voru farnar að láta á sjá. Raskið minnkaði eftir því sem innar dró og myndanirnar hreint stórkostlegar. Hellirinn, allur ísinn og steinskrautið er enn ferskt og lifandi í endurminningunni. Umræður voru um það við eld- húsborðið í Kalmanstungu þegar á sjötta áratugnum að gerlegt væri og líklega rétt að loka Víðgelmi. Víðgelmi var lokað í október 1990.32 Steinarnir sem gert var við 1995 voru brotnir aftur eftir lokun hellisins og eftir að umferð var takmörkuð við leiðsögn og „ábyrga hópa“.33 Auk þess að hafa áratugareynslu af hraunhellum landsins, rannsókn þeirra, verndun og varðveislu hafa höfundar kynnt sér hraunhella um víða veröld og farið í marga þeirra. Enginn hraunhellir jarðar kemst í námunda við Víðgelmi að skrauti til. Það er mat okkar að Víðgelmir hafi verið skreyttasti stórhraunhellir í heimi. Stefánshellir var líklega næst- skreyttasti hraunhellir veraldar. Þegar tekið er mið af fjölda dropsteina og smádrýla sem fjarlægt hefur verið úr Stefánshelli, magni dropstráabrota og -salla og brota hraunstráaflækna á gólfi, af fjölbreytileika ganga og flóknu gangakerfi, þá er það mat okkar að Stefánshellir hafi líklega verið fegursti hraunhellir sem mannsaugu hafa litið. Með þeim fyrirvara að fegurð er auðvitað afstæð, háð augum og öðrum skilningarvitum þess sem skynjar, innri tilfinning tengd bakgrunni skynjandans, líðan hans, þekkingu, hugarástandi, reynslu og tilfinningalífi. Tilvist Stefánshellis spurðist líklega fljótt út, meðal annars með kynningargrein Matthíasar Þórðarsonar í Eimreiðinni 1920.19 Stefánshellir varð þannig strax „almannaeign“: Eftirsóknarverður til heimsóknar og aðgengilegur. Auðvelt er að fara um hellinn og gólfin slétt. Þar er að vísu hægðarleikur að villast, en einmitt sá eiginleiki gerir Stefánshelli svo skemmtilegan heimsóknar. Skemmdir á dropstráum Stefáns- hellis reyndust hins vegar umfangs- meiri og ótrúlegri en okkur óraði fyrir. Verður það að teljast merkilegt í ljósi þess að annað okkar nánast ólst upp í hellinum, hafði náin kynni af þeim sem fann hellinn og þeim sem fyrst fóru þar um, og hefði því átt að gera sér grein fyrir skaðanum. Stefánshellir kúrir enn þarna í hrauninu. Smíði og íverustaður eldjötunsins, rændur innbúi og innanstokksmunum. Má vera stoltur af fortíð – sem enginn núlifandi maður hefur augum litið. LOKAORÐ Vera má að Matthías Þórðarson minnist ekki einu orði á dropsteinsmyndanir Stefánshellis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.