Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 22

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 22
Náttúrufræðingurinn 94 á hér við land er um 475 m. Hún hefur einnig fundist í nokkrum mæli á grunnsævi í Húnaflóa, Ísa- fjarðardjúpi og Arnarfirði. Aðeins einu sinni hefur pólrækja fundist við suðurströndina. Það þýðir þó ekki að hún sé ekki á því svæði, heldur endurspeglar þetta líklega færri rækju- og fæðurannsóknir á þeim slóðum. Líkt og flestar rækjutegundir er pólrækja botnlæg og ver mestum tíma ævinnar á botni. Þegar magainnihald pólrækju var rannsakað við Svalbarða fundust leifar af burstaormum, marflóm og hveldýrum. Ekki er talið að pólrækjan grafi ofan í setið í fæðuleit þar sem ekki fundust í fæðu hennar leifar af litlum samlokum sem halda sig niðri í setinu.11 Samlífi leirblóms og pólrækju Samlífi (e. symbiosis) er þekkt hjá mörgum tegundum, en það er heiti um langvarandi tengsl sem myndast milli lífvera tveggja (eða fleiri) ólíkra tegunda, þannig að lífverur að minnsta kosti annarrar (einnar) tegundarinnar hagnast á samlífinu. Samlífi er af mismunandi gerðum. Til er gistilífi (e. commensalism) þar sem ein tegund hagnast af samlífi með annarri tegund án þess að skaða hana, samhjálp (e. mutualism) þar sem tvær tegundir eru háðar hvor annarri, og sníkjulífi (e. parasitism) þar sem ein tegund lifir á hinni og samlífið er því óhagstætt annarri tegundinni. Því er misjafnt hve mikið hver tegund hagnast á samlífinu. Leirblóm og pólrækja eru ólíkar tegundir sem lifa báðar á hafsbotninum. Báðar tilheyra þær hryggleysingjum en sín hvorri fylk- ing unni. Þessar tegundir hafa sést saman á neðansjávarljósmyndum sem teknar hafa verið við Ísland (8. mynd). Leiða má líkur að því að þessar tegundir lifi gistilífi hér við land, líkt og á öðrum svæðum,4 þótt það hafi aldrei verið rannsakað sérstaklega. Af skráðum fundarstöðum tegundanna tveggja (4. mynd) má sjá að leiðir þeirra liggja helst saman úti af Vesturlandi og allt norðaustur að Horni. Þó ber að hafa í huga að mjög lítill hluti af hafsbotninum hefur verið myndaður og nær ekkert á þeim svæðum þar sem pólrækjan er hvað algengust (7. mynd). Í rannsóknum á samlífi rækju og sæfífils hefur áherslan verið lögð á að athuga hvaða tegundir sæfífla rækjurnar leita í en síður skoðað hve stór hluti rækjustofnsins er í samlífi.4,15 Erlendar rannsóknir sýna að rækjur eru umhverfis langflesta sæfífla4,15 og því er hægt að álykta að margar rækjur sæki í skjól þeirra. Hins vegar er ekki ólíklegt að einhverjar rækjur sæki í annað skjól, svo sem í klettaskorur. Leirblómið er algengt og verður hugsanlega fyrir valinu þess vegna, en önnur ástæða gæti verið gott skjól fyrir rækjurnar undir löngum örmum leirblómsins sem ná alveg niður á botninn. Þá er það hagstætt fyrir rækjurnar að leirblómin vaxa í miklum þéttleika og því auðvelt að færa sig á milli þeirra. Það minnkar líkur á afráni.16 Oft má á myndunum sjá margar rækjur raða sér umhverfis hvert leirblóm og eru þær allar með afturhlutann inni undir örmunum en snúa hausnum frá leirblóminu. Sumar rækjutegundir virðast ávallt halda sig í ákveðinni fjarlægð frá samlífistegund sinni en pólrækjan hefur fundist í mismunandi fjar- lægð frá leirblóminu.15 Það er athyglis vert að náskyldar tegundir við suðurskautið, rækjan Lebbeus kiae, og sæfífillinn, Bolocera ker- guelensis, eru í svipuðu gistilífi, en á norðurhveli jarðar.4 Algengt er að aðrar rækjutegundir séu í gistilífi með leirblómum. Stóri kampalampi (Pandalus borealis), sem er algengasta rækjutegundin við Ísland, hefur fundist í gistilífi með leirblómum17 og hafa þessar tegundir einnig sést saman á neðansjávarljósmyndum hér við land (9. mynd). Við Noreg hafa náðst neðansjávarmyndir sem sýna axarrækju (Spirontocaris liljeborgii) í gistilífi með leirblómum.18 8. mynd. Leirblóm og nokkrar pólrækjur sem snúa hausnum frá þeim. – The sea anemone Bolocera tuediae and a few shrimps Lebbeus polaris turning their heads away from the sea anemones. Ljósm./Photo: Hafrannsóknastofnun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.