Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 4

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 4
Náttúrufræðingurinn 76 Magnús Á. Sigurgeirsson Náttúrufræðingurinn 86 (3–4), bls. 76–90, 2016 Ritrýnd grein Eldar í Öskjukerfi fyrir um 11 þúsund árum Sveina- og Randarhólagígaröðin á norðanverðum sprungusveim Öskjukerfisins er talin lengsta gígaröð landsins, alls um 75 km. Um aldur hennar og hraunsins frá henni, sem nefnt er Sveinahraun, hefur lengi ríkt óvissa. Nýverið tókst með hjálp gjóskulaga að tímasetja hraunið með meiri nákvæmni en áður og fá fram áreiðanlega tímasetningu gossins. Jafnframt leiddu rannsóknir í ljós að gosið á Sveina- og Randarhólagígaröðinni var atburður í mikilli umbrotahrinu í Öskjukerfinu snemma á hólósen (nútíma). Í kjölfar þess að Sveinahraun rann varð plínískt sprengigos í Dyngjufjöllum. Í því gosi myndaðist gjóskulagið Askja-S sem talið er um 11 þúsund ára gamalt. Líkjast þessir atburðir um margt umbrotunum í Öskjukerfinu á 19. öld. INNGANGUR Hraun sem runnið hafa frá ísaldarlokum þekja rúman tíunda hluta landsins.1 Aldursdreifing hraunanna er ekki þekkt nema að takmörkuðu leyti þótt margt hafi skýrst í þeim efnum á síðustu árum og áratugum. Segja má að allgóð vitneskja sé fyrir hendi um aldur hrauna frá síðustu árþúsundum en eftir því sem lengra er farið aftur í tímann verða tímasetningar ónákvæmari. Við aldursgreiningu hrauna eru einkum notaðar tvenns konar aðferðir, annars vegar kolefnisaldursgreining á koluðum gróðurleifum undan hraunum og hins vegar aldursgreining með gjóskulagatímatali. Fremur fátítt er að finna gróðurleifar undir hraunum. Helst er að það gerist í árfarvegum sem skerast í gegnum þau eða í gryfjum sem tengjast byggingarframkvæmdum og efnistöku. Þar sem hraun hafa runnið yfir ógróið land, s.s. víða á hálendinu, er engar kolaðar gróðurleifar að finna undir þeim. Gjóskulög finnast aftur á móti á öllum hraunasvæðum landsins og hafa því verið ráðandi við tímasetningar hrauna. Aldursgreining með gjóskulögum byggist á því að nota svokölluð leiðarlög, sem eru gjóskulög með skýr útlitseinkenni, mikla útbreiðslu og þekktan aldur.2 Flest lög af þessu tagi eru hvít eða ljósleit og því áberandi, en geta líka verið dökk. Meðal mikilvægustu leiðarlaga landsins eru ljósu Heklulögin H1, H3, H4 og H5 sem öll uppfylla fyrrgreind skilyrði.3 Allmörg jarð- fræðikort hafa verið gefin út, þar sem hraunum í gosbeltum landsins er raðað í aldursflokka með tilliti til þekktra gjóskulaga. Hraun sem runnin eru eftir að búseta hófst í landinu á 9. öld eru allvel þekkt en um eldri hraun gegnir öðru máli, og er fátt vitað um mörg þeirra. Á umliðnum áratug hafa Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) unnið markvisst að því að gefa út jarðfræðikort af gosbeltum landsins. Hafa nú þrjú kort litið dagsins ljós, eitt af Suðvesturlandi4 og tvö af Norðurgosbelti.5,6 Í tengslum við útgáfu kortanna var allmikil vinna lögð í að betrumbæta upplýsingar um aldur og útbreiðslu hrauna. Þá kom í ljós eitt og annað sem verðskuldaði frekari rannsóknir. Í greininni er lýst einni slíkri rannsókn þar sem segja má að niðurstöðurnar séu um margt áhugaverðar og auki við fyrri þekkingu. Um er að ræða gamalt hraun í Norðurgosbelti, á sprungurein Öskjukerfis, sem nefnt er Sveinahraun. Telja má víst að stór hluti landsmanna hafi séð þetta hraun út um bílglugga því að um það liggur hringvegurinn milli Mývatns og Jökulsár á Fjöllum. Næst veginum er hraunið hins vegar mjög veðrað og sandfyllt og óvíst að það grípi athygli vegfarenda. Sveinahraun hefur lengi vakið áhuga manna fyrir þá sök að það rann frá lengstu gígaröð landsins, hinni 75 km löngu Sveina- og Randarhólagígaröð, og einnig vegna þess að gossprungan þveraði farveg Jökulsár á Fjöllum. Í veggjum Jökulsárgljúfra við Hafra gilsfoss má skoða innviði hraunsins og ennfremur storknaðar gosrásir gíganna. Þótt margir hafi skoðað hraunið og furður þess hefur aldurinn ávallt verið á reiki. Meginmarkmið þeirrar rannsóknar sem hér er lýst var að leysa gátuna um aldur Sveinahrauns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.