Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 5

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 5
77 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 1. mynd. Jarðfræðikort af Norðurgosbelti. Sýndar eru helstu gossprungur, öskjur og megineldstöðvar (rauðlitað). Hraun frá ísaldarlokum eru sýnd fjólublá. Lega eldstöðvakerfis Öskju er sýnd sem gráskyggt svæði.7 Norður af Dyngjufjöllum fellur eldstöðvakerfi kennt við Hrúthálsa saman við Öskjukerfið. Brún svæði: Móberg og setlög frá ísöld (yngri en 0,8 m. ára). Grænleit svæði: Hraunlög og setlög frá ísöld (yngri en 2,6 m. ára). Bláleit svæði: Hraunlög og setlög frá plíósen og míósen (eldri en 2,6 m. ára). Innfelld mynd sýnir legu gosbeltanna og helstu eldstöðvakerfa í landinu. – Geological map of the Northern Volcanic Zone. The locations of the central volcanoes and their associated calderas are shown (red circles). The setting of the Askja fissure swarm is shown (greyish) and the extent of postglacial lavas may be seen (violet). The Pleistocene hyaloclastites are shown in brown. Lava flows and sediments from Pleistocene are shown in green and Pliocene-Miocene lava flows and sediments are shown in blue. Kortagrunnur/Source: Árni Hjartarson og Kristján Sæmundsson, 2014.1 Rannsóknarsvæðið – Öskjukerfið Öskjukerfið er eitt af eldstöðva- kerfum Norðurgosbeltisins (1. mynd). Sprungusveim þess má rekja frá rótum Dyngjujökuls í suðri til Melrakkasléttu í norðri, alls um 200 kílómetra. Í Dyngjufjöllum, um 25 kílómetrum norðan jökla, er virknin í kerfinu mest og fjölbreyttust. Þar er megineldstöð Öskjukerfisins. Dyngjufjöll eru að mestu byggð úr móbergi frá kuldaskeiðum ísaldar en þó er þar einnig að finna hraunlög frá hlýskeiðum. Kísilríkt berg er ekki áberandi en þó til staðar. Talsverð ummerki eru um yfirborðsjarðhita, s.s. gufuhveri, útfellingar af ýmsu tagi og brennistein. Þekktust eru Dyngjufjöll fyrir Öskju sem er hringlaga sigspilda um 45 km2 að flatarmáli. Jarðsig af þessu tagi eru nefnd öskjur. Þær eru taldar myndast þegar grunnstæð kvikuhólf tæmast og falla saman í stórum eldgosum, einkum plínískuma sprengigosum. Í Dyngjufjöllum hafa fundist merki um fjögur öskjusig frá ísaldar lokum.8,9 Lang yngst þeirra er Öskjuvatn sem er um 12 km2 að flatarmáli og 220 m djúpt. Það varð til í mikilli umbrotahrinu á árunum 1874–75. Eldri öskjur eru Askja, Opsaskja og Norðuraskja. Talið er að þær séu allar frá síðjökultíma eða snemma á hólósen. Aðrar vel þekktar öskjur í Norðurgosbelti eru í Kverkfjöllum og Kröflu. Sem dæmi um nýlegt öskjusig má nefna um 65 m sig í Bárðarbunguöskjunni í Vatnajökli samhliða eldsumbrotum á árunum 2014–15.10 Sprungusveimar með gjám, sigdölum og gossprungum ganga suður og norður úr Öskju. Er tilkomumestu brotin að finna norðan Herðubreiðarfjalla þar sem sjá má allt að 20 m háa gjáveggi og margra kílómetra langar sigspildur. Frá ísaldarlokum a Pliníus yngri (d. 113–115) lýsti fyrstur þessari gerð eldgosa. Í bréfum hans koma fram greinargóðar lýsingar á eldgosi í Vesúvíusi á Ítalíu árið 79 e.Kr. Það gos var mjög mannskætt og eyddi m.a. borgunum Pompei og Herculaneum. Plínískt gos einkennist af háum gosmekki, á bilinu 20–45 km, og stöðugu útstreymi kviku í langan tíma. Kvikan er seig, köld og vatnsrík sem veldur því að hún tætist í gosrásinni og myndar gjósku. Gosefnin þeytast upp um gosopið á miklum hraða (allt að 600 km/klst) og mynda gosstrók og mökk ofan við eldstöðina. Gjóskan dreifist um stórt landsvæði og getur borist þúsundir kílómetra frá upptökum. Kvikan í plínískum eldgosum er undantekningarlítið ísúr til súr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.