Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 23

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 23
95 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Almennt um samlífi sæfífils og rækju Krabbadýr sem á annað borð lifa samlífi með öðrum lífverum eru oftast í samlífi með skráp- dýrum, sæfíflum eða öðrum hrygg- leysingjum þar sem þau geta leitað skjóls, aflað sér fæðu eða æxlast.15,19,20 Fyrir krabbadýrin er það kostur við sæfífla að þeir eru flestir botnfastir, en aðrar tegundir sífellt á ferðinni, svo sem ígulker. Samlífi rækju og sæfífla er töluvert algengt og hefur mest verið rannsakað á svæðum við miðbaug. Rækjutegundir eru misvandlátar við val á sæfífiltegundum. Í sumum tilfellum hópast þær í kringum aðeins eina tegund sæfífils þó að aðrar tegundir séu í nágrenninu.21 Aðrar rækjutegundir eru í samlífi með mörgum tegundum sæfífla, svo sem rækjan Periclimenes rathbunae sem hefur fundist í samlífi með sjö mismunandi sæfífiltegundum.22 Helsti ávinningur fyrir rækjuna er skjólið sem sæfífillinn veitir þannig að erfiðara verður fyrir afræningja að nálgast hana. Auk þess falla matarleifar á botninn frá sæfíflunum og geta rækjurnar nærst á þeim og nærast jafnvel á sæfíflinum sjálfum.23 Rækjurnar fá því bæði skjól og fæði. Bygging sæfífla virðist skipta máli fyrir rækjutegundirnar, því flestar sækja þær í sæfífla sem eru með stuttan fót og breiða arma, fremur en fótlanga sæfífla með þunna fjaðurlaga arma. Slíkir sæfíflar veita að líkindum meira skjól við sjávarbotninn.21 Rækjur sækja ekki í sæfífla sem hafa dregið sig saman, líklega vegna þess að þeir veita ekki eins gott skjól. Einnig hefur komið í ljós að stærri rækjur halda sig fjær sæfíflinum en þær minni.21 Skýringin á því er hugsanlega sú að stærri rækjur verða síður fyrir afráni en smærri og geta því hætt sér lengra frá skjólinu. Greinilegt er að rækjur hagnast af samlífi með sæfíflum en í fæstum tilvikum virðist sæfíflarnir hafa ágóða af samlífinu. Nokkrar sæfífiltegundir nýta sér nitur sem kemur úr saur ræknanna og taka það upp í gegnum armana.24 Þetta er sérstaklega nytsamlegt fyrir sæfífla í samhjálp með þörungum. Þeir þurfa nitur til að ljóstillífa og oft er lítið af nitri umhverfi þeirra. Kunnugt er að sæfífilinn Bartholomea annulata fær skjól frá rækjunni Alpheus armatus gegn burstaorminum Hermodice carunculata. Þegar rækjan er er ekki til staðar ræðst burstaormurinn á sæfífilinn, drepur hann og étur.25,26 Atferlisrannsóknir á sjávar- lífverum geta verið flóknar þar sem ekki er auðvelt að fylgjast með lífverunum í náttúrulegu umhverfi sínu. Því er þekking á samlífi sjávarlífvera líkt og sæfífils og rækju ekki mikil. Með tíð og tíma safnast þó saman upplýsingar sem auka skilning okkar á atferli lífveranna. 9. mynd. Leirblóm ásamt stóra kampalampa og annarri rækjutegund óþekktri á leirbotni við Ísland. Einnig sjást á myndinni nokkur dauð ígulker (hvít og kringlótt) og kalkrör sem burstaormar hafa að líkindum skilið eftir sig. – Sea anemone Bolocera tuediae on mud bottom, with two associated shrimp species, one species is northern shrimp Pandalus borealis. Also seen on in the photo are dead sea urchins (white and round) and presumably serpulidae polychaetea tubes. Ljósm./Photo: Hafrannsóknastofnun. Summary Symbiosis of shrimp and sea anemone In this paper, symbiosis of two benthic species in Icelandic waters was ob- served on underwater images; Lebbeus polaris, which is a cold water shrimp and Bolocera tuediae, which is a common sea anemone. Both are found in Icelandic waters but information about their bio- mass, distribution and behaviour is lim- ited. Shrimps are commonly found to live symbiotic life with sea anemones. In general, shrimps benefit by seeking shel- ter and eating food items that the sea anemones drop to the sea floor. The sea anemones which have a mutualistic re- lationship with algae may receive extra nitrogen from the shrimps’ faeces that the algae uses for photosynthesis. L. po- laris and B. tuediae live a symbiotic rela- tionship where L. polaris seek shelter un- derneath the arms of B. tuediae, while B. tuediae does not seem to gain anything from this symbiotic relationship, nor does it seem to have negative effect for the sea anemone. Our understanding of this relationship is limited but it seems to be observed quite commonly, both in Icelandic waters and in other areas.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.