Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2016, Page 33

Náttúrufræðingurinn - 2016, Page 33
105 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags og breyturnar sem notaðar eru geta verið ólíkar. Hér var í fyrsta sinn reynt að fylgja alþjóðlegum skilgreiningum með því að flokka birkið eftir hæð þess fullvaxta.6 Með því móti er náttúrulegt skóglendi á Íslandi samanburðarhæft við viði vaxin svæði í öðrum löndum. Þess ber þó að gæta að trjágróður er á hverjum tíma misgamall og að í skóglendi er aldrei er nema visst brot trjánna fullvaxta. Það skýrir muninn á núverandi og fullvaxta hæð í 1. og 2. töflu. Þessi munur er eðlilegur og segja má að hlutfallsleg skipting á milli skóga á vaxtarskeiði og fullvaxta skóga sé nokkuð jöfn hjá náttúrulegu birki hér á landi. Útbreiðsla náttúrulegs birki- skógar hefur breyst á landsvísu á síðustu 40 árum eins og sjá má á samanburði núverandi úttektar við þá frá 1972–75. Þegar núverandi hæð er borin saman við hæðina í úttektinni frá 1972–75 sést að hlutur trjágróðurs undir tveimur metrum hefur minnkað, frá 81% í fyrstu úttektinni í 71% í nýju úttektinni. Erfitt er að segja til um hvað veldur þessari breytingu en líklegt er að um sé að ræða annaðhvort hækkandi meðalaldur birkis á landinu eða veðurfarsbreytingar sem aukið hafa vöxt þannig að stærri hluti birkilendis fellur nú í hæðarflokkinn 2–5 m. Hafa verður í huga að hæð fullvaxta skógar er ekki fasti heldur dýnamísk stærð sem tekur breytingum í takt við vaxtarskilyrði hverju sinni. Við endurkortlagninguna var aldur birkisins metinn sjónrænt. Slíkt mat er ekki óbrigðult og er mögulegur skekkjuvaldur. Þegar borin er saman aldursgreining árhringja og sjónmatsgreining kemur í ljós að við sjónmat hneigjast menn til að meta aldur birkisins töluvert hærri en hann er raunverulega. Þar sem birki sem metið var á aldrinum 0–30 ára var notað til að reikna út nýliðun gæti verið um að ræða vanmat á flatarmálsaukningu nýliðunar. Vert er að benda á að það að bera saman sjónmatsaldur og árhringjaaldur fyrir aðeins eitt sýni á hverju birkisvæði getur líka verið villandi. Í því sambandi skiptir miklu að náttúruskógar eru mjög sjaldan jafnaldra og mikill munur getur verið á aldri trjáa í ríkjandi trjálagi.43 Betri aldursgreining birkisvæðis fengist með því að taka fleiri sýni í því trjálagi sem verið að meta og á víð og dreif um það svæði sem aldursgreint er. Ljóst er að nánari rannsóknir á vaxtarferli, aldursmunstri og endurnýjun náttúrulegs birkis gætu varpað nýju og betra ljósi á aldur birkisvæða og breytileika aldurs innan þeirra. Í ljósi fyrirliggjandi 7. mynd: Útbreiðsla birkiskóga og birkikjarrs á Íslandi miðað við núverandi hæð birkisins samkvæmt nýrri kortlagningu frá árunum 2010–2014. – Distribution of natural birch woodland in Iceland. The distribution is classified by three current height classes; <2 m (yellow), 2–5 m (brown) and >5 m (red). Black lines show the border of the five regions defined in this paper. Mynd/Fig.: Björn Traustason 2016. 2. tafla. Birkilendi á Íslandi flokkað eftir núverandi hæð og landshlutum. – Distribution of natural birch in Iceland classified by current height and by regions. Landshluti Region Hæð <2 m Height <2 m Hæð 2–5 m Height 2–5 m Hæð >5 m Height >5 m Alls Sum km2 %* km2 %* km2 %* km2 %** Vesturland 257 66 134 34 0 0 391 26 Suðurland 226 68 104 31 2 1 332 22 Vestfirðir 302 98 7 2 0 0 309 21 Norðurland 134 47 137 48 17 6 288 19 Austurland 153 82 32 17 1 1 186 12 Allt landið 1072 71 414 27 20 1 1506 100 * Hlutfall hæðarflokks af heildarflatarmáli í landshluta – Ratio of forest class in each region. ** Hlutfall í landshluta af heildarflatarmáli – Ratio in region of total in country.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.