Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Náttúrufræðingurinn - 2016, Qupperneq 33

Náttúrufræðingurinn - 2016, Qupperneq 33
105 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags og breyturnar sem notaðar eru geta verið ólíkar. Hér var í fyrsta sinn reynt að fylgja alþjóðlegum skilgreiningum með því að flokka birkið eftir hæð þess fullvaxta.6 Með því móti er náttúrulegt skóglendi á Íslandi samanburðarhæft við viði vaxin svæði í öðrum löndum. Þess ber þó að gæta að trjágróður er á hverjum tíma misgamall og að í skóglendi er aldrei er nema visst brot trjánna fullvaxta. Það skýrir muninn á núverandi og fullvaxta hæð í 1. og 2. töflu. Þessi munur er eðlilegur og segja má að hlutfallsleg skipting á milli skóga á vaxtarskeiði og fullvaxta skóga sé nokkuð jöfn hjá náttúrulegu birki hér á landi. Útbreiðsla náttúrulegs birki- skógar hefur breyst á landsvísu á síðustu 40 árum eins og sjá má á samanburði núverandi úttektar við þá frá 1972–75. Þegar núverandi hæð er borin saman við hæðina í úttektinni frá 1972–75 sést að hlutur trjágróðurs undir tveimur metrum hefur minnkað, frá 81% í fyrstu úttektinni í 71% í nýju úttektinni. Erfitt er að segja til um hvað veldur þessari breytingu en líklegt er að um sé að ræða annaðhvort hækkandi meðalaldur birkis á landinu eða veðurfarsbreytingar sem aukið hafa vöxt þannig að stærri hluti birkilendis fellur nú í hæðarflokkinn 2–5 m. Hafa verður í huga að hæð fullvaxta skógar er ekki fasti heldur dýnamísk stærð sem tekur breytingum í takt við vaxtarskilyrði hverju sinni. Við endurkortlagninguna var aldur birkisins metinn sjónrænt. Slíkt mat er ekki óbrigðult og er mögulegur skekkjuvaldur. Þegar borin er saman aldursgreining árhringja og sjónmatsgreining kemur í ljós að við sjónmat hneigjast menn til að meta aldur birkisins töluvert hærri en hann er raunverulega. Þar sem birki sem metið var á aldrinum 0–30 ára var notað til að reikna út nýliðun gæti verið um að ræða vanmat á flatarmálsaukningu nýliðunar. Vert er að benda á að það að bera saman sjónmatsaldur og árhringjaaldur fyrir aðeins eitt sýni á hverju birkisvæði getur líka verið villandi. Í því sambandi skiptir miklu að náttúruskógar eru mjög sjaldan jafnaldra og mikill munur getur verið á aldri trjáa í ríkjandi trjálagi.43 Betri aldursgreining birkisvæðis fengist með því að taka fleiri sýni í því trjálagi sem verið að meta og á víð og dreif um það svæði sem aldursgreint er. Ljóst er að nánari rannsóknir á vaxtarferli, aldursmunstri og endurnýjun náttúrulegs birkis gætu varpað nýju og betra ljósi á aldur birkisvæða og breytileika aldurs innan þeirra. Í ljósi fyrirliggjandi 7. mynd: Útbreiðsla birkiskóga og birkikjarrs á Íslandi miðað við núverandi hæð birkisins samkvæmt nýrri kortlagningu frá árunum 2010–2014. – Distribution of natural birch woodland in Iceland. The distribution is classified by three current height classes; <2 m (yellow), 2–5 m (brown) and >5 m (red). Black lines show the border of the five regions defined in this paper. Mynd/Fig.: Björn Traustason 2016. 2. tafla. Birkilendi á Íslandi flokkað eftir núverandi hæð og landshlutum. – Distribution of natural birch in Iceland classified by current height and by regions. Landshluti Region Hæð <2 m Height <2 m Hæð 2–5 m Height 2–5 m Hæð >5 m Height >5 m Alls Sum km2 %* km2 %* km2 %* km2 %** Vesturland 257 66 134 34 0 0 391 26 Suðurland 226 68 104 31 2 1 332 22 Vestfirðir 302 98 7 2 0 0 309 21 Norðurland 134 47 137 48 17 6 288 19 Austurland 153 82 32 17 1 1 186 12 Allt landið 1072 71 414 27 20 1 1506 100 * Hlutfall hæðarflokks af heildarflatarmáli í landshluta – Ratio of forest class in each region. ** Hlutfall í landshluta af heildarflatarmáli – Ratio in region of total in country.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.