Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 25

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 25
97 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags INNGANGUR Ilmbjörk (Betula pubescens Ehrh.) er eina íslenska trjátegundin sem af náttúrunnar hendi myndar sam- fellda skóga hér á landi. Tvær aðrar trjátegundir eru náttúrulegar á Íslandi. Önnur er ilmreynir (Sorbus aucuparia L.) sem er algengur í birkiskógum og birkikjarri en vex einungis sem stakstætt tré eða sem nokkur tré í hnappi.1 Hin tegundin er blæösp (Populus tremula L.). Hún er mjög sjaldgæf og hefur einungis fundist á nokkrum stöðum á Austur- og Norðurlandi.2 Víðitegundirnar gulvíðir (Salix phylicifolia L.) og loð víðir (Salix lanata L.) geta verið hávaxnar, sérstaklega sú fyrrnefnda. Þær vaxa víða í bland við birki og mynda oft runnalag hávaxnari birkiskóga.2 Íslenska birkið er oft lágvaxið og runnkennt og skýrist vaxtarformið að einhverju leyti af erfðablöndun Arnór Snorrason, Björn Traustason, Bjarki Þór Kjartansson, Lárus Heiðarsson, Rúnar Ísleifsson og Ólafur Eggertsson Ritrýnd grein Náttúrulegt birki á Íslandi – Ný úttekt á útbreiðslu þess og ástandi Ilmbjörk (Betula pubescens Ehrh.) er eina trjátegundin sem af náttúrunnar hendi myndar samfellda skóga hér á landi. Við landnám myndaði birkið eitt algengasta gróðurvistkerfið á láglendi og er áætlað að það hafi þá þakið stóran hluta af þurrlendi á láglendi eða á bilinu 20–30 þúsund ferkílómetra. Þegar byrjað var á síðustu öld að meta gróflega það sem eftir var af upprunalegum birkiskógi og birkikjarri var ljóst að það var aðeins lítið brot. Fornleifarannsóknir, frjókornagreiningar og sagnfræðilegar heimildir benda til þess að birkiskógum hafi verið eytt skipulega á fyrstu öldum eftir landnám til að rýma fyrir beitilandi. Á fyrri hluta áttunda áratugar síðustu aldar var hafist handa við fyrstu kortlagningu birkis á Íslandi og svipuð úttekt var gerð 15 árum síðar. Það verk sem hér er kynnt er þriðja kortlagningin á birki á landsvísu og fór hún fram á árunum 2010 til 2014. Heildarflatarmál náttúrulegra birkiskóga og birkikjarrs var metið 1.506 km2. Það er töluvert hærra en niðurstöður úr fyrri rannsóknunum sýndu: 1.250 km2 í fyrstu athugun og 1.183 km2 í hinni næstu. Með því að skoða aldurssamsetningu birkiskóganna var reynt að meta nýliðun á skóglausu landi og staðfestu niðurstöðurnar að náttúrulegt birki á Íslandi hefur verið í töluverðri sókn á síðustu áratugum eftir margra alda hnignunarskeið. Áætlað er að nýliðun birkis á Íslandi nemi 130 km2 frá árinu 1989 til 2012. Nýliðun skiptist ójafnt á landshluta. Hún var hlutfallslega mest á Vestfjörðum, Vesturlandi og Suðurlandi en minni á Norðurlandi og Austurlandi. Þetta hafði nokkra samsvörun við misjafna aukningu sumarhita eftir landshlutunum á árunum 1989–2006. Sambærileg samsvörun við misjafnan samdrátt í sauðfjárstofninum á árabilinu 1989– 2012 reyndist minni þótt leitnin væri í sömu átt. Náttúrufræðingurinn 86 (3–4), bls. 97–111, 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.