Náttúrufræðingurinn - 2016, Side 43
115
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
4. og 5. mynd. Landkönnunarhópur Gaimards heimsækir Surtshelli 1835.14 – Gaimard’s explorer group visits Surtshellir 1835.14
Steinprent/Lithography: Auguste Mayer.
ísdrönglar voru alsettir reglulegum
marghyrningum, ýmist 5- eða
6-hyrndum. Þeir lágu hver upp að
öðrum og líktust helst hyrningsrósum
í vélindiskepp jórturdýra.
Í enda hellisins rekast þeir á
fornlega vörðu. Þeim mælist
heildarlengd Surtshellis vera 839
faðmar. Þeir taka nokkur steinasýni
úr hellinum og gera af honum
uppdrátt (3. mynd).
Næsti maður sem lýsir Surtshelli
á greinargóðan hátt er Ebenezer
Henderson í ferðabók sinni um
Ísland.13 Henderson var skoskur
prestur, búsettur í Kaupmannahöfn.
Hann kom með nýja þýðingu á
Biblíunni til Íslands vorið 1814,
dreifði henni um landið 1814–1815,
og var frumkvöðull að stofnun Hins
íslenska Biblíufélags 1815.
Henderson lýsir meginhellinum
og afhellum, en heillast af Íshellinum
(bls. 353):
Þakið og veggirnir í hellinum
voru þaktir hinum undursamlegustu
ískertum, er kristölluð voru í öllum
hugsanlegum myndum. Mörg svo
að þau jöfnuðust á við fínleik hinna
fegurstu geislasteina, en upp af
gólfinu risu súlur úr sama efni og í
þeim furðulegustu og kynlegustu
myndum sem hugsast gátu, svo að
hinir fegurstu listmunir urðu sér til
minnkunar ...
Paul Gaimard,14 konunglegur
land könnuður Frakklands, heim-
sótti Ísland og Grænland á skipi
sínu La Recherche sumrin 1835
og 1836. Auguste Mayer, teiknari
leiðangursins, dró upp fjórar
myndir af Surtshelli og sýna
þær mikilfengleik hellisins á
áhrifamikinn hátt (4. og 5. mynd).
Næstir að lýsa Surtshelli á
ýtarlegan hátt eru tveir Þjóðverjar,
William Preyer og Ferdinand
Zirkel,15 sem komu í hellinn
sumarið 1860. Þeir lýsa myndunum
afhellanna af meiri nákvæmni en
fyrirrennarar þeirra og nefna m.a.
mikið magn dropstráa í lofti Viks
og innan við Vígið: „Þar er að finna
lengstu og fallegustu dropsteinana
og í mjög miklu magni.“ Þeir Preyer
og Zirkel taka sýni úr beinahrúgunni.
Þegar leið á seinni hluta 19. aldar
hóf erlent efnafólk að sækja Ísland
heim í vaxandi mæli. Virðist það
nánast hafa orðið viðtekin venja
að gestir tækju sýni úr beinahrúgu
Beinahellis/Vígishellis og hefðu
með sér þær myndanir sem náðist
til, sem sýni eða minjagripi.
Fjórir Austurríkismenn undir
forystu náttúrufræðingsins Erichs
Zugmeyers16 komu í leiðangur
til Íslands 1902 og mældu þeir
hellinn næstir á eftir Eggerti og
Bjarna. Uppdráttur þeirra er til
muna nákvæmari. Þeir fóru á sömu
staði í afhellunum og Preyer og
Zirkel 1860 en þegar kemur að