Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Náttúrufræðingurinn - 2015, Qupperneq 31

Náttúrufræðingurinn - 2015, Qupperneq 31
31 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Niðurstöður Fylgst var með atferli hjá bleikju, urriða og laxi á fjölbreyttum bú- svæðum og var búsvæðanotkun þeirra í samræmi við það sem búist hafði verið við (1. tafla). Í fyrri rannsókninni (fæðuatferli) not- uðu tegundirnar ólík búsvæði hvað varðar straumhraða (P = 0,001) og vatnshita (P = 0,047) en enginn marktækur heildarmunur fannst á nýtingu með tilliti til vatnsdýpis eða botngerðar. Bæði bleikja (P = 0,001) og urriði (P < 0,001) voru í lygnara vatni en lax, sem fannst á straumhörðum búsvæðum (1. tafla). Ekki fannst marktækur munur á þeim straumhraða sem bleikjan og urriðinn nýttu sér í fyrri rann- sókninni (P = 0,775), en greinilegur munur kom fram í þeirri seinni (P < 0,001), þar sem urriðinn not- aði miðlungs-straumhörð búsvæði (1. tafla). Bleikja hélt sig í kaldara vatni en urriði (P = 0,030) og lax (P = 0,087). Í seinni rannsókninni (óð- alsatferli) var fæðuframboð svipað hjá bleikju (meðaltal = 41,5 fæðu- agnir á mínútu í hverja rekgildru) og hjá urriða (44,0 fæðuagnir). Þeir 214 fiskar sem fylgst var með í rann- sóknunum tveimur voru á bilinu 29,8–58,0 mm að lengd. Fæðuatferli var talsvert breyti- legt bæði milli tegundanna þriggja og innan hverrar tegundar. Flestir fiskarnir hreyfa sig lítið og leita yfirleitt að bráð úr kyrrstöðu en þó kom fram marktækur munur á hreyfanleika tegundanna (P = 0,028) (5. mynd). Eins og búist var við var bleikja hreyfanlegri en bæði urriði (P = 0,029) og lax (P = 0,032) en ekki reyndist marktækur munur á urriða og laxi (P = 0,925). Gögn um bleikju-, urriða- og laxastofna í þessari rann- sókn og lækjarbleikju (Salvelinus fontinalis), sem rannsökuð hefur verið á sama hátt í lygnu straum- vatni og stöðuvatni í Kanada,18,25 sýna að með auknum straumhraða dregur úr hreyfanleika fiska við fæðuleit (P = 0,003) (6. mynd). Þá sýna okkar gögn að hérlendis ráðast ungir laxfiskar í ám fyrst og fremst á hryggleysingja sem eru á reki í Fæðuframboð var metið fyrir hvert óðal með því að safna fæðu- dýrum í rekgildru (breidd = 40 cm, hæð = 25 cm, möskvastærð = 250 µm) í a.m.k. 20 mínútur. Á meðan á söfnuninni stóð mældum við straumhraða í miðjum munna rek- gildrunnar. Reksýni voru geymd í 70% etanóli og fjöldi dýra í helstu flokkum talinn undir víðsjá. Bráð sem var of stór eða lítil fyrir vorgamla (0+) laxfiska var ekki talin með.22 Fæðuframboð fyrir hvern fisk var reiknað sem fjöldi hrygg- leysingja sem rekur á einni mínútu í gegnum þversniðsflatarmál vatns- straums sem samsvarar munna rek- netsins.15 Samkeppni var mæld fyrir hvert óðal með því að telja reglulega fjölda fiska sömu tegundar og af sama aldri innan 1 m fjarlægðar frá þeim fiski sem fylgst var með. Tölfræði Þegar nauðsyn bar til vegna töl- fræðilegrar úrvinnslu var atferlis- og vistfræðilegum gögnum um- breytt með log10, kvaðratrót eða Arcsin-kvaðratrót (e. Arcsine-squ- are-root). Við notuðum línulegt, blandað líkan með hámarks líkum (e. linear mixed-model with maximum likelihood), sem tók tillit til ólíkra straumvatna þegar prófað var fyrir áhrifum tegunda á búsvæðanotkun og fæðuatferli. T-gildi úr sömu greiningu voru notuð til að prófa á milli einstakra tegunda (frítölur = 7 í hvert sinn).14,23 Áhrif tegundar og vistfræðilegra breyta á óðals- stærð var prófuð með stigskiptri (e. stepwise) fjölþátta línulegri að- hvarfsgreiningu þar sem tegund var flokkunarbreyta (e. categorical) en aðrar breytur samfelldar (e. continuous). Í þessari greiningu er byrjað með allar spábreytur í lík- aninu, en síðan er ein ómarktæk breyta tekin út í einu þar til bara eru eftir spábreytur þar sem P < 0,15. Í báðum rannsóknum voru þau fjölþáttalíkön sem valin voru einnig studd af niðurstöðum AIC- greiningar (e. Akaike information criterion), þ.e.a.s. þau voru með lægstu AIC-gildin.24 fæðustöðvar voru x-y hnit fæðuat- ferlis og árása á fiska skráð beint út frá hnitakerfinu. Út frá hnitum allra árása á bráð og á aðra fiska var hvert óðal teiknað í forritinu ArcView 3.3 og stærð þess áætluð samkvæmt aðferð sem nefnist MCP (e. mini- mum convex polygon) og byggist á því að dregin er lína utan um ystu punktana á athafnasvæði fisksins og flatarmál þessa svæðis reiknað út.19 Við lögðum einnig mat á þéttleika fiska á svæðinu og reiknuðum hvað óðul næmu miklum hluta af búsvæði hvers fisks. Þannig fæst tala sem segir til um hversu mettað búsvæðið er. Mettunin er reiknuð sem PHS = (Dc/Dmax) × 100, þar sem PHS merkir mettun (e. Percent Habitat Saturation20), Dc er fjöldi fiska á hvern m2 og Dmax er áætl- aður hámarksfjöldi fiska (og óðala) sem kemst fyrir á hverjum m2 ef allir fiskar verja óðul af ákveðinni stærð. Mettunin var því áætluð með því að telja alla fiska sem voru í minna en 1 m fjarlægð frá þeim fiski sem óðal var kortlagt hjá, og gera ráð fyrir að nágrannar fisksins helgi sér jafnstór óðul og hann. Ef mettunin mælist oft yfir 100% er líklegt að óðul skarist og séu ekki vel varin.15 Mælingar á vistfræðilegum eiginleikum Þær vistfræðilegu breytur sem mældar voru til að meta búsvæði og aðstæður fiskanna voru straum- hraði, vatnsdýpi, vatnshiti, botn- gerð, fæðuframboð og samkeppni. Allir þættir voru mældir strax eftir að atferlismælingu lauk, nema samkeppni sem var mæld um leið og óðalsatferli. Straumhraði var mældur að næsta 0,1 cm sek.-1 með Marsh-McBirney Flo-mateTM Model 2000CM-mæli á 40% dýpi, mælt frá botninum. Vatnsdýpi var mælt að næsta cm og vatnshiti að næstu gráðu. Botngerð var metin sjónrænt á 30 × 30 cm svæði og einkunn gefin fyrir kornastærð ríkjandi undirlags samkvæmt eftirfarandi skala: 1 = <0,0625 mm; 2 = 0,0625–2 mm; 3 = 2–16 mm; 4 = 16–64 mm; 5 = 64–256 mm; 6 = >256 mm; 7 = klöpp.21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.