Bókasafnið - 01.06.2016, Side 7
Bókasafnið 40. árg – 2016 7
Hvert stefnir fagið?
Ég held að þátttaka og fjölbreytileiki séu lykilorð í þessu
samhengi segir Ingibjörg. Fagið er í eðli sínu þannig að það
þróast og breytist og þess vegna held ég að við sem stétt
ættum að stefna að því að verða enn þverfaglegri en við
erum í dag og ég tel að það að gera upplýsingafræði ein-
göngu að MLIS námi sé skref í þá átt. Inn í MIS námið
kemur fólk með alls kyns grunnmenntun og að sama skapi
hafa margir af minni kynslóð bókasafnsfræðinga sem byrj-
uðu á að taka BA-próf í faginu farið í þverfaglegt fram-
haldsnám eins og menningarmiðlun, opinbera stjórnsýslu
og fleira. Ég tel að það sé alveg í takt við breytingarnar á
söfnunum, fólk finnur þörf fyrir að hafa breiðari menntun.
Þessar breytingar eru mest áberandi á almenningsbókasöfn-
unum þar sem áhersla á menningu í heild hefur verið að
aukast en það sama á í raun við á skólabókasöfnunum, alla
vega framhaldsskólasöfnunum þar sem ég þekki best til. Það
er stundum erfitt að átta sig á því hvort áherslurnar hafa
breyst og kallað á öðruvísi menntun eða öfugt en þetta helst
í hendur og er að mínu mati góð þróun.
Bókasöfnin í framhaldsskólunum gegna í dag mjög fjöl-
breyttu hlutverki. Þau eru upplýsingamiðstöðvar fyrir nem-
endur og starfsfólk en gegna einnig ákveðnu félagslegu
hlutverki. Nemendur koma saman og læra og spjalla eða
bara til að slaka á og grípa í tímarit í eyðum. Í Tækniskól-
anum þar sem ég starfa er starfssviðið mjög breitt. Bóka-
safnið er á þremur stöðum auk þess sem skólaskrifstofan
heyrir undir safnið. Svo ég nefni nokkur verkefni þá eru al-
þjóðamálin á okkar könnu, við höfum umsjón með vef skól-
ans, upplýsingaskjám og útgáfu prentkorta. Að mínu mati
fara þjónusta bókasafns og skólaskrifstofu mjög vel saman.
Við erum með eina miðlæga skólaskrifstofu en í Sjómanna-
skólanum og Tækniskólanum í Hafnarfirði er þjónustan
inni á safninu. Á bókasafninu er nýjasta viðbótin námsver
þar sem er kennari starfandi allan daginn og nemendur geta
fengið aðstoð við verkefni og fengið að taka próf. Eftir að
þessi þjónusta var flutt úr almennri kennslustofu inn á
bókasafnið hefur aðsóknin í hana aukist gríðarlega og bóka-
Bókasafnið ákvað síðastliðið haust að ræða við fólk úr ólíkum geirum bóka- og upplýsingaheimsins um framtíð stéttarinnar.
Þetta er mál sem brennur á okkur öllum, og við vildum vita hver væri sýn þeirra sem starfa við þessi mál, hvar þau myndu
standa að 10 árum liðnum. Þó að stórt væri spurt var ákveðið að hafa viðtölin stutt, enda var ætlunin að gefa mynd af við-
brögðum nokkurra einstaklinga en ekki að gera stóra úttekt.
Við spurðum tveggja spurninga, hvað stéttin myndi fást við 2025 og hvað væri mikilvægt að fást við núna. Í seinni spurn-
ingunni felst hver undirbúningur er að þeim störfum sem stéttin fæst við 2025, og með orðinu stétt er hér hugsað í víðum
skilningi allir þeir sem fást við upplýsingatengd störf.
Eins og fólk sér á svörunum eru miklar breytingar í gangi. Vinna með rafræn gögn verður sífellt stærri hluti viðfangsefna
okkar og um leið er hlutverk bókasafna að breytast á annan hátt. Almenningsbókasöfnin eru að verða meiri menningarmið-
stöðvar, en sinna um leið annarri almannaþjónustu og víða einnig þjónustu við ferðamenn.
Öll málefni sem þarna koma fram verðskulda hvert um sig nánari umfjöllun. Ef einhver les þetta og finnst að meira þurfi að
skrifa um atriði sem þarna koma fram, ætti að hafa í huga að í okkar litla hópi þýðir lítið að bíða eftir að aðrir sjái um það.
Þess í stað ætti fólk að slá sér saman um skrifa greinar um nýmæli og breytingar í störfum okkar. Það er eina leiðin til að
tryggja að þær komist á blað.
Framtíð fagsins, hvar stöndum við nú
og hvað ber að gera?
Ég held að starfið
verði enn fjölbreytt-
ara í framtíðinni og
það á svo sem ekki
bara við um bóka-
söfnin, við sjáum þessa
þróun alls staðar í þjóð-
félaginu. Ungt fólk í dag
gerir kröfu um fjölbreytileika í starfi og
vill geta farið á milli vinnustaða. Söfnin
verða að taka mið af þessu og mikilvægt
er að taka breytingum með opnum hug
og jákvæðu hugarfari, þannig gefst tæki-
færi til að taka þátt í að móta framtíðina
og setja sitt mark á hana.
Ingibjörg Rögnvaldsdóttir, forstöðumaður
upplýsingamiðstöðvar Tækniskólans