Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2016, Side 14

Bókasafnið - 01.06.2016, Side 14
14 Bókasafnið 40. árg – 2016 Athugasemd við töflu: Meðaltöl eru breiðletruð þar sem martækur munur kom fram við p <0,05. Ekki var marktækur munur á milli hópa ef skoðuð er ánægja nemenda eftir því hvort þeir eru eingöngu í stað- námi, eingöngu í fjarnámi og stað- og fjarnámi í bland. Einnig var skoðað hvort munur væri á ánægju eftir því hvort nemendur höfðu fengið kynningu á safninu eða ekki, en svo reyndist ekki vera. Umræða Ef við horfum aftur til rannsóknarspurningarinnar: „Eru nemendur Menntavísindasviðs ánægðir með þjónustu safnsins?“ má í raun gefa stutt svar: „Já, nemendur eru ánægðir með þjónustu safnsins.“ Niðurstöðurnar sýna að al- mennt eru nemendur ánægðir með þjónustu bókasafnsins þar sem meðalskor allra þjónustuþátta var 3,93 af 5 mögu- legum. Ef við skoðum undirspurninguna sem lögð var fram: „Hvaða þætti þjónustunnar eru nemendur helst ánægðir/ óánægðir með?“ má segja að notendur séu nokkuð ánægðir með öll þjónustusvið safnsins en minnst er ánægjan með aðstöðu sem var með meðaltalið 3,67 af 5 mögulegum en mest er ánægjan með upplýsingaþjónustu og viðmót starfs- fólks með meðaltalið 4,19 af 5 mögulegum. Eins og fram hefur komið var svarhlutfall í könnuninni um 17% sem í fljótu bragði virðist mjög lítið. Hér þarf þó að hafa í huga að ekki var tekið úrtak, heldur var könnunin lögð fyrir allt þýðið og því má segja að fjöldi þátttakenda (375) sé nokkuð stórt hlutfall af heildarþýði nemenda (2150) sem stunda nám á sviðinu. Þegar kemur að kynningu á safninu er áhyggjuefni að 27% þátttakenda höfðu ekki fengið neina kynningu. En líkt og rannsókn Condic (2004) við Oakland háskóla gefur til kynna þá getur leiðsögn á bókasafninu meðal annars haft áhrif á ánægju notenda með safnkost og ýtt undir fjölbreytt- ari notkun upplýsingamiðla. Því er mikilvægt að nemendur hafi greiðan aðgang að kynningum á safninu. Þetta háa hlutfall nemenda sem ekki hafa fengið kynningu má þó kannski skýra með háu hlutfalli fjarnema og nema sem eru í stað- og fjarnámi í bland í þessum hópi. Gott væri þó að kanna hvort þessi hópur kæri sig ekki um kynningu á safn- inu, hvort að hann hafi ekki haft nægjanlegan aðgang að kynningu, eða viti ekki af þeim þegar þær fara fram. Af þeim sem höfðu fengið kynningu var algengast að hún hafi farið fram í nýnemakynningu og því er nærvera safnsins þar og þær upplýsingar sem þar er komið á framfæri mjög mik- ilvægar bæði fyrir nemendur og safnið. Alls höfðu 82% þátttakenda með einhverju móti kynnt sér safnið á eigin vegum, en algengasta leiðin til þess var að kynna sér safnið á staðnum og skoða heimasíðu safnsins. Lítið var um að nemendur kynntu sér safnið í gegnum bæklinga og Facebook. Þetta er ekki alveg í samræmi við rannsókn Sackers, Secomb og Hulett (2008) við La Trobe háskóla þar sem vinsælasta leiðin til að kynnast bókasafninu var í gegnum internetið og þar á eftir í samskiptum við starfsfólk og með leiðsögn um safnið. Þegar kemur að kennslu á hin ýmsu hjálpartæki sem gagnast geta námsmönnum, svo sem EndNote og Leitir.is/ Gegnir.is og fleira eru um tveir þriðju hlutar nemenda sem hafa fengið einhverja kennslu og almennt þótti sú kennsla gagnleg. Fæstir höfðu hlotið kennslu í EndNote en flestir í Leitir.is/Gegnir.is. Vegna þess að kennslan telst vera gagn- leg mætti vel hvetja nemendur enn frekar til að sækja þessi námskeið þar sem þau geta auðveldað þeim námið og gert þá að betri námsmönnum. Rannsókn Citti, Politi, Sabattini og Semenzato (2012) gefur til kynna mikilvægi námskeiða á vegum bókasafnsins þar sem nemendur áttuðu sig betur á gagnsemi safnsins og fóru að líta meira á það sem upplýs- ingaveitu. Því er mikilvægt að bókasafn Menntavísindasviðs hugi að því að ná sem flestum nemendum inn á námskeið á safninu. Hér er líka sérstaklega mikilvægt að tryggja að fjar- nemar fái sambærilega þjónustu og þeir sem eru í staðnámi því færni hópanna í upplýsingalæsi ætti að vera svipuð, líkt og kveðið er á um í viðmiðum fyrir upplýsingalæsi innan háskólageirans (Information Literacy Competency Standards for Higher Education, 2000).   Grunnnám Framhaldsnám   Fjöldi M SF Fjöldi M SF Þjónustusvið Afgreiðslutími 135 3,64 0,79 121 3,76 0,94 Netviðmót 113 3,85 0,75 78 3,88 0,79 Safnkostur 148 3,94 0,72 128 4,05 0,83 Aðstaða 137 3,47 0,81 101 3,83 0,75 Upplýsingaþjónusta og viðmót starfsfólks 107 4,06 0,83 91 4,29 0,95 Aðgangur að safnkosti 68 3,68 0,68 61 3,85 0,73 Meðalskor allra þjónustuþátta 163 3,81 0,60 142 4,02 0,69 Ánægja almennt (sp 12) 173 4,34 0,67 150 4,46 0,65 Tafla 4. Ánægja nemenda með þjónustusvið safnsins eftir námsstigi.

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.