Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.06.2016, Qupperneq 23

Bókasafnið - 01.06.2016, Qupperneq 23
Bókasafnið 40. árg – 2016 23 eintaka- og niðurstöðulistum. Útliti þessara síðna var breytt í takt við leitir.is/gegnir. Í kjölfar þessarar vinnu kom upp þörf á að hanna nýtt eyðu- blað fyrir millisafnalán þegar efni fi nnst ekki í leitir.is. Ferlið var einfaldað og í stað þess að fara í gegnum innskráningu í gamla gegnir.is þarf nú einungis að fylla út skyldusvið í eyðublaðinu. Þjónustan sem skilar beiðninni inn í starfs- mannaaðgang Gegnis sannreynir að lánþegi (kennitala) hafi heimild til að panta millisafnalán í völdu safni. Einnig var virknin fyrir leit í völdu safni („Velja safn“) aukin þannig að nú takmarkast birting eintaka við bókasafnið sem leitað er í. Útlána- og lánþegaupplýsingar uppfærast í rauntíma. Öðru máli gegnir um ný eintök og bókfræðifærslur og breytingar gerðar á þeim. Þá fer í gang ákveðið ferli til að upplýsing- arnar birtist í leitir.is (og þar með leitir.is/gegnir). Keyrslur eru gangsettar á klukkutíma fresti alla daga vikunnar milli klukkan 9 og 19, fyrst í Gegni og í kjölfarið í leitir.is. Þetta getur tekið frá um það bil 40 mínútum til nokkurra klukku- stunda. Mikil áhersla var lögð á upplýsingagjöf og samráð í öllu ferlinu. Strax og fyrstu hugmyndir um útfærslu lágu fyrir voru þær kynntar Alefl i, notendafélagi Gegnis, sérfræðing- um í skráningu, millisafnalánum og notendaþjónustu auk þess sem sagt var frá fyrirhugaðri breytingu á námskeiðum haustið 2015. Þegar útfærslan lá fyrir í prófunarumhverfi var hún kynnt starfsfólki í Landsbókasafni Íslands-Háskóla- bókasafni, Borgarbókasafni Reykjavíkur og grunnskólum Reykjavíkur. Upplýsingar voru sendar á póstlista Lands- kerfi s bókasafna, settar voru inn tilkynningar á gegnir.is og leitir.is þremur mánuðum áður en breytingin átti sér stað og þær uppfærðar reglulega í takt við framvindu málsins. Eigendum Landskerfi s bókasafna hf. var sent kynningarbréf í lok árs 2015. Markmiðið var að sem fl estir sem væru að nota vefi nn gegnir.is væru upplýstir um að breytingar væru á döfi nni þannig að nýi vefurinn myndi ekki koma þeim í opna skjöldu. Til viðbótar þessu var útbúið almennt kynningarefni bæði í formi vefupptaka og leiðbeininga. Efnið má fi nna á www. youtube.com/landskerfi ogsarpur, undir „Leiðbeiningar“ neðst á forsíðu leitir.is og leitir.is/gegnir sem og á þjónustu- vef Landskerfi s bókasafna. Að auki voru útbúnar sértækar leiðbeiningar um uppsetningu leitarglugga á heimasíðum safna, hvernig hægt er að útbúa tengla bein t í færslur auk „leitartrixa“ fyrir leit í leitir.is. Kynningarefnið var gert til- tækt á sama tíma og nýi vefurinn leit dagsins ljós í því skyni að auðvelda fólki að læra á nýja vefi nn og hagnýta sér hann til fulls. Lokaorð Framkvæmd verkefnisins dreifðist yfi r um níu mánaða tímabil, frá júní 2015 og fram til febrúar 2016. Er þá horft til þess hvenær ákvörðun lá fyrir um að bjóða upp á sérstaka leit í Gegnisgögnum til þess tíma þegar nýtt vefviðmót fyrir gegnir.is var opnað í leitir.is. Vegferðin var fl ókin og tekist var á við fj ölmargar áskoranir á leiðinni. Að venju var haft mjög náið samstarf við helstu hagsmunaaðila Landskerfi s bókasafna en fj ölmargir aðrir komu einnig að málinu. Þegar að opnunardegi kom skilaði góður undirbúningur sér í nán- ast hnökralausri framkvæmd og ekki þurfti að loka leitir.is á meðan á henni stóð. Viðbrögð við nýja vefnum leitir.is/gegnir hafa verið jákvæð og ekki verður annað séð en að almenn ánægja ríki með breytinguna. Auðvitað mun það taka notendur tíma að venj- ast vefnum og verða tamt að vinna í þessu nýja umhverfi . Til að koma til móts við þau óþægindi hefur Landskerfi bókasafna lagt mikla áherslu á að gera góðar leiðbeiningar um notkun vefsins aðgengilegar sem víðast. Við teljum að hér sé um mikið framfaraskref að ræða fyrir viðskiptavini bókasafna sem og aðra sem nota vefi nn. Breytingin mun jafnframt auðvelda Landskerfi bókasafna og aðildarsöfnum Gegnis að fylgja eftir tækniþróun nú og í framtíðinni. Segja má að með þessari vinnu hafi fyrsta skrefi ð varðandi skipti á bókasafnskerfi verið stigið þar eð nýi vefurinn býr yfi r þeim eiginleikum að geta tengst nýrri gerðum bókasafnskerfa.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.