Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2016, Side 29

Bókasafnið - 01.06.2016, Side 29
Bókasafnið 40. árg – 2016 29 Sameiningin var rædd lengi og það var ekki fyrr en 2015 sem ákveðið var að ráðast í framkvæmdir. Í fyrstu var rætt um að hafa borðið tilbúið þegar haustmisserið hæfist í september. Ákveðið var að fjárfesta í sjálfsafgreiðsluvél og arkitektar hússins komu á fund til að ræða nýtt skipulag. Sjálfsafgreiðsluvélin var tekin í notkun á haustmisserinu en það dróst að sameina borðin. Á endanum var ákveðið að ráðast ekki í framkvæmdina fyrr en að loknum prófum við Háskóla Íslands í desember. Borðið sem varð fyrir valinu var teiknað upp af hússtjóra safnsins og fól í sér nýtingu gömlu borðanna tveggja með örfáum breytingum. Það þótti bæði ódýr og góð lausn. Um leið og prófum lauk hófust framkvæmdirnar. Huga þurfti að tölvu- og símalögnum og smíða þurfti nokkrar nýjar einingar. En allt gekk þetta hratt og vel fyrir sig og í upphafi árs 2016 var nýja þjónustuborðið nánast tilbúið til notkunar. Segja má að starfsmenn þjónustu- og miðlunarsviðs séu að mestu leyti ánægðir með sameininguna þótt enn sé lítil reynsla komin. Ákveðið var að starfsemi upplýsinga- þjónustunnar og útlánin skyldu ekki sameinuð strax þótt borðið væri eitt heldur væri betra að fara hægt í sakirnar. Að sjálfsögðu er stefnt að meiri samvinnu þessara tveggja eininga þegar líður á misserið en segja má að enn sé í gangi tilraunafasi. Þegar öllu er á botninn hvolft verður það ánægja safngesta með breytinguna sem sker úr um hvort hún hafi heppnast vel eða ekki. Í lok þessa árs verður því farið yfir stöðuna og vonandi getum við þá fagnað velheppnuðu framtaki. SBU SBU

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.