Bókasafnið - 01.06.2016, Qupperneq 34
34 Bókasafnið 40. árg – 2016
samfélagsmiðla og fl eiri áhugaverðar nýjungar í starfi nu. Færslunum
fylgja oft mikið af myndum sem varpa ljósi á lausnirnar sem hún
vinnur með í starfi sínu og þær gæða bloggið lífi og lit. Stíllinn
er léttur og lýsir mikilli starfsgleði en Jones er mjög virkur og
hugmyndaríkur bloggari sem setur reglulega inn fræðandi
og ítarlegar færslur um starf sitt og safn skólans.
Joe Hardenbrook er upplýsingafræðingur sem starfar á
háskólabókasafni í Wisconsin í Bandaríkjunum og sinnir
þar meðal annars safnkennslu og upplýsingaþjónustu.
Hann heldur úti blogginu www.mrlibrarydude.wor-
dpress.com þar sem hann veitir áhugaverða innsýn bæði í
daglegt starf á háskólabókasafni og ýmsar hugmyndir sem
hann reifar um starfi ð og stéttina almennt. Meðal þess sem
Hardenbrook er hugleikið eru atvinnumöguleikar nýútskrifaðra
upplýsingafræðinga. Hann skrifar einnig um kröfurnar sem gerðar
eru til upplýsingafræðinga í starfi , auk þess að velta fyrir sér ýmsum
lausnum á atvikum sem upp koma í daglegu starfi hans. Færslurnar
eru ekki mjög reglulegar um þessar mundir þar sem Hardenbrook er
í framhaldsnámi en áhugavert að lesa aftur í tímann.
Upplýsingafræðingar á fangelsisbókasöfnum
Á blogginu https://librarianbehindbars.wordpress.com/ er starfi
upplýsingafræðings á fangelsisbókasafni lýst og margt sem kemur
á óvart. Sagt er frá starfsumhverfi sem er mjög ólíkt því sem fl estir
upplýsingafræðingar á Íslandi (og efl aust víðar) þekkja og fj allað um
atvik og vandamál sem koma upp í þessu sérhæfða starfi . Markmiðið
með blogginu er að veita innsýn í þennan lokaða heim og varpa ljósi
Blogg geta verið skemmtileg og lifandi leið til að kynna sér líf og störf fólks víðsvegar um heiminn. Þrátt fyrir að áhug-
inn á því að halda úti bloggsíðum hafi
dalað töluvert á undanförnum árum,
kannski vegna tilkomu samfélags-
miðla, er enn hægt að fi nna fj ölda
áhugaverðra síðna til að fylgjast
með. Hér verður litið á nokkrar
slíkar þar sem upplýsingafræðingar
blogga um starf sitt, fagið og lífi ð
almennt.
Daglegt starf hjá Library of Congress
/ Library of Congress Blog
Hér er á ferðinni mjög fj ölbreytt og fræðandi blogg
sem haldið er úti af þremur starfsmönnum Library
of Congress og leggur áherslu á umfj öllun um
starfsemi þess. Sagt er frá ýmsum hliðum starfsins,
bæði daglegu lífi og sérstökum viðburðum. Af og
til eru aðrir starfsmenn fengnir til að skrifa færslur
sem veita innsýn í fl eiri hliðar starfseminnar en
hún er gríðarlega umfangsmikil. Meðal annars
hefur verið fj allað um bókmenntir, gagnasöfn
safnsins um sögulega atburði, viðburði á safninu,
nýjustu viðbæturnar við safnkost og margt fl eira.
Færslunum er skipað í fl okka eftir umfj öllunarefni
þannig að auðvelt er að lesa meira um það efni
sem vekur áhuga. Bloggið nær aftur til fyrri hluta
árs 2007 og höfundarnir hafa verið nokkuð virkir
þannig að af nógu er að taka og hægt að fræðast
mikið um safnið og ýmis mál sem tengjast því.
Vefslóðin er http://blogs.loc.gov/loc/.
Á vefslóðinni http://blogs.loc.gov/ er svo að fi nna
fl eiri blogg á vegum starfsmanna Library of Con-
gress þar sem er hægt að lesa sér til um starfsemi
sérhæfðari deilda svo sem um stafræna varðveislu,
lög og lagasöfn, landafræði og landakort, ljós-
myndir og margt fl eira.
Upplýsingafræðingar á skólabókasöfnum
Th e Daring Librarian http://www.thedaringlibrari-
an.com/ er blogg á vegum upplýsingafræðingsins
Gwyneth A. Jones sem stýrir skólabókasafni í
grunnskóla í Maryland í Bandaríkjunum. Bloggið
hennar er litríkt og skemmtilegt og hún fer meðal
annars yfi r það hvernig má nýta ýmsa nýja tækni,
Bloggdómar
– Nokkur áhugaverð blogg um bókasöfn og upplýsingafræði
María Bjarkadóttir er MA í almennri bókmenntafræði og þýðingafræði og MLIS í bókasafns- og upplýsingafræði.
Hún starfar sem upplýsingafræðingur á upplýsingamiðstöð Tækniskólans.