Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2016, Side 44

Bókasafnið - 01.06.2016, Side 44
44 Bókasafnið 40. árg – 2016 Við sáum orðsendingu um Cycling for libraries á póstlista norskra bókavarða í nóvember 2014. Fram kom að verið væri að skipuleggja fi mmtu ferðina undir þessum hatti og væri þemað „New Nordic“. Hjólaleiðin lægi í suður frá Osló, yfi r Oslóarfj örðinn og eftir vesturströnd Svíþjóðar til Gautaborgar, þaðan yfi r til Danmerkur og yrði endað í Árósum í tæka tíð fyrir Next Library ráðstefnuna. Á dagskrá væru heimsóknir í háskóla- bókasöfn, almenningsbókasöfn og sérsöfn af ýmsu tagi og umræður um málefni bókasafna, með aðaláherslu á almenn- ingsbókasöfn. Okkur þótti þetta áhugavert og ákváðum við að setja okkur í samband við Jukka Pennanen sem vísað var á í tölvu- póstinum og grennslast betur fyrir um þessar ferðir sem hvorug okkar hafði heyrt um áður. Þórhildur setti fyrirspurn inn á Facebook-síðu Jukka og fékk svar um hæl þar sem hann fagnaði áhuga okkar og lét þess getið að við yrðum þá fyrstu íslensku þátttakendurnir í þessum ferðum. Hann fór nokkrum orðum um fyrirkomulagið og sagði að um væri að ræða hjólaferð sem allir ættu að geta tekið þátt í og benti á heimasíðu og Facebook-hóp. ,,Hjólaráðstefnusamtökin“, undirbúningur og tilhögun Hugmyndafræðin og sagan er rakin á heimasíðu samtak- anna og þar kemur fram að fyrsta formlega hjólaráðstefna Cyc4Lib var farin árið 2011. Hugmyndin um að hjóla um meginland Evrópu og ræða óformlega mikilvæg málefni bókasafna vaknaði þó fyrst fyrir 10 árum. Á EBLIDA ráð- stefnu í Helsinki 2010 og á IFLA ráðstefnunni í Gautaborg sama ár komst hreyfi ng á hugmyndirnar og farin var tilraunaferð, 70 km frá Borås til Gautaborgar. Fyrri ferðir hafa verið 2011 frá Kaupmannahöfn til Berlínar, 2012 um baltnesku löndin, 2013 frá Amsterdam til Brussel, 2014 frá Montpellier til Lyon. Ferðirnar eru skipulagðar í tengslum við stórar ráðstefnur þannig að þátttakendur koma hjólandi á ráðstefnustað. Cyc4Lib sem standa að þessum hjólaráðstefnum (e. unconference1) eru óháð, alþjóðleg samtök en í tengslum við IFLA og EBLIDA. Tilgangurinn er að styrkja starfs- menn bókasafna bæði líkamlega og andlega, byggja upp grasrótarnet og efl a alþjóðahyggju og síðast en ekki síst benda á lykilhlutverk bókasafna fyrir samfélagið og fyrir menntun og þroska einstaklingsins. Cyc4Lib gerir mörg gildi úr bókasafnsfræðunum að sínum svo sem um opinn og lýðræðislegan aðgang að upplýsingum og um fullorðins- fræðslu og símenntun. Cyc4Lib þiggur styrk frá IFLA en kostnaði er haldi mjög niðri til að auðvelda sem fl estum að taka þátt í ferðunum. Ferðirnar eru opnar öllu starfsfólki og vinum bókasafna. Samtökin leggja mikla áherslu á um- hverfi svænan samgöngumáta og umhverfi smál almennt. Í undirbúningsnefnd fyrir þessa ferð í september 2015 voru: Jukka Pennanen, upphafsmaður og aðalskipuleggjandi frá Finnlandi, Jamie Johnston fyrir Noreg, Ann-Christin Karlén Gramming fyrir Svíþjóð og Bo Jacobsen og Rasmus Fangel Vestergaard fyrir Danmörku. Tungumál ferðarinnar var enska, það er allar upplýsingar, vefurinn, málstofurnar og heimsóknirnar voru á ensku. Þann 1. maí var hægt að skrá sig í ferðina og miðað við 100 þátttakendur. Höfundar þessarar frásagnar skráðu sig undir eins enda eins gott því plássin 100 fylltust fl jótt og til varð biðlisti. Svo fór samt að nokkrir heltust úr lestinni og hópurinn sem lagði af stað var á bilinu 80 til 90 manns. Cycling for libraries – Osló – Gautaborg – Árósar, 1.–10. september 2015 Erla Kristín Jónasdóttir er bókasafns- og upplýsingafræðingur. Hún starfar sem safnstjóri aðalsafns Borgarbókasafns Reykjavíkur. Þórhildur S. Sigurðardóttir er bókasafns- og upplýsingafræðingur, MSc (Econ). Hún er verkefnastjóri aðfanga bókasafni Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.