Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2016, Page 52

Bókasafnið - 01.06.2016, Page 52
52 Bókasafnið 40. árg – 2016 að sjá hvernig tekist hefur að tvinna saman gamalli timbur- húsabyggð og nýrri byggingarlist sem skapar sérstakt jafn- vægi. Þar voru einnig áberandi fjölmörg útilistaverk sem nutu sín sérstaklega vel í þeim mörgu opnu svæðum sem einkenna Umeå. Þar mátti til dæmis sjá texta úr skáld- verkum Söru Lidman, sem ættuð er frá Västerbotten, prýða göngugötur nálægt járnbrautarstöð borgarinnar. Að lokinni þessari 29. ráðstefnu ARLIS/Norden skilur sjálf upplifunin af öllu því sem heyrt var og séð mest eftir sig. Áhrifin sitja eftir sem dulin vitneskja og dýrmætur sjóður sem ávallt er hægt að sækja í og læra af. Fyrir utan hefð- bundna dagskrá voru hin praktísku mál rædd við kollegana, bornar saman bækur, nýjungar viðraðar, spurt og leitað lausna. Styrkt voru tengsl milli bókasafna og stofnana, ein- stök verkefni kynnt og - hvað höfund varðar sérstaklega - efld mikilvæg samvinna skiptafélaga bókasafns Þjóðminja- safnsins. Kærar þakkir Umeå!

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.