Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.09.2016, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.9. 2016
S
nemma beygðist krók-
urinn. Sex ára gamall
gekk hann hús úr húsi í
Vestmannaeyjum og
seldi gellur. Fimmtán
ára var hann orðinn kokkur á skipi,
upp á einn hlut og kvart. Síðar var
hann pikkaló á Borginni, þjónn á
Grillinu á Hótel Sögu og haslaði
sér völl í veitingahúsabransanum.
Rekstur hefur verið hans ær og
kýr og þegar Ólafur Laufdal hafði
mest umleikis átti hann og rak
fimm skemmtistaði, Sjallann,
Broadway, Hótel Ísland, Hollywood
og Hótel Borg, auk þess eitt stykki
ferðaskrifstofu, Ferðaskrifstofu
Reykjavíkur, og eitt stykki út-
varpsstöð, Aðalstöðina. Að
ógleymdri Fegurðarsamkeppni Ís-
lands sem hann stóð fyrir um langt
árabil. Ekki að ósekju að maðurinn
hafi gengið undir nafninu „skemmt-
anakóngur Íslands“.
Fyrir um áratug dró Ólafur sig
út úr öllum rekstri, söðlaði um og
settist að í Grímsnesi. Var með því
að virða vilja eiginkonu sinnar,
Kristínar Ketilsdóttur, sem þótti
nóg komið; bóndi hennar gæti ekki
endalaust skilað sér heim úr
vinnunni undir rauðan morgun.
„Ég var alveg sammála því,“ segir
Ólafur. „Alla okkar tíð hef ég haft
miklu meira en nóg að gera og hún
átti alveg inni hjá mér að ég hægði
aðeins ferðina. Ég sá ekkert eftir
því að draga mig út úr hringiðunni
á þessum tíma. Ég var líka búinn
að lofa konunni að við yrðum er-
lendis tvo til þrjá mánuði á ári.“
– Hefurðu staðið við það?
„Nei, nei!“
Hann glottir.
Gisting fyrir um 200
manns
Menn hlaupa nefnilega ekki svo
auðveldlega undan eðli sínu og nú,
áratug síðar, er Ólafur orðinn um-
svifamikill gistibóndi í Grímsnesi.
Raunar svo umsvifamikill að undr-
um sætir. Þau Kristín hafa í sam-
einingu reist heilt þorp á bökkum
vatnsmestu bergvatnsár landsins,
Sogsins, sem hlotið hefur nafnið
Hótel Grímsborgir og var opnað
árið 2010.
Að frátöldu einbýlishúsi þeirra
hjóna eru húsin á svæðinu tólf tals-
ins, þar sem boðið er upp á gist-
ingu fyrir um 200 manns í um 100
herbergjum. Gistirými þessa fjög-
urra stjörnu hótels skiptast upp í
superior-herbergi, junior-svítur,
stúdíóíbúðir og lúxusíbúðir en Ólaf-
ur upplýsir að megnið af gestum sé
velefnað fólk.
Stærst er 200 fermetra einbýlis-
hús sem Ólafur sýnir sendinefnd
Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins.
Það nýtur víst mikillar hylli.
„Segjum að þú verðir fimmtugur
og viljir bjóða fjölskyldunni að
njóta tímamótanna með þér í góðu
yfirlæti. Þá er þetta upplagt!“ full-
yrðir hann.
Við þetta má bæta að 25 heitir
Fer ekki í bæinn nema af nauðsyn
Heilt þorp hefur risið í tengslum við Hótel Grímsborgir á umliðnum árum og frekari framkvæmdir á döfinni.
Já, athafnamaðurinn Ólafur Laufdal er hvergi nálægt því að fella segl enda hlaupa menn ekki svo auðveldlega
undan eðli sínu. Ólafur unir hag sínum vel fyrir austan og fer ekki í bæinn nema af nauðsyn.
Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Myndir: Ragnar Axelsson rax@mbl.is
Eitt af húsunum þrettán sem Ólafur hefur reist í Grímsborgum á undanförnum árum. Hann er hvergi nærri hættur.
VIÐTAL